Sjálfbærniverkefni á Austurlandi

image-project

Um Austurlandsverkefnið

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjum og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Fyrirtækin fengu til liðs við sig fulltrúa ýmissa hópa, bæði með og á móti framkvæmdunum og myndaður var samráðshópur sem vann að verkefninu.

Meira...

Sjálfbærnimælingar

samfelag

Samfélagsvísar

Sextán samfélagsvísar voru mótaðir og teknir til vöktunar í sjálfbærniverkefninu á Austurlandi. Margar áhugaverðar niðurstöður eru úr mælingum. Verið er að koma inn niðurstöðum úr mælingum vegna 2012. Allar upplýsingar hafa verið uppfærðar vegna 2011. Vöktun og mælingar eru í höndum Austurbrúar, Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar. Austurbrú vaktar ýmsar opinberar upplýsingar t.d. hjá Hagstofu Íslands, Vegagerðinni og Ríkislögreglustjóra.

umhverfi

Umhverfisvísar

24 umhverfisvísar voru mótaðir og teknir til vöktunar í sjálfbærniverkefninu á Austurlandi. Margar áhugaverðar niðurstöður eru úr mælingum. Verið er að koma inn niðurstöðum úr mælingum vegna 2012. Allar upplýsingar hafa verið uppfærðar vegna 2011. Vöktun og mælingar eru í höndum margra aðila, s.s. Náttúrustofu Austurlands, Náttúrufræðastofnun Íslands, Alcoa Fjarðaáls, Landsvirkjunar og Austurbrúar. 

efnahagur

Efnahagsvísar

Fimm efnahagsvísar voru mótaðir og teknir til vöktunar í sjálfbærniverkefninu á Austurlandi. Margar áhugaverðar niðurstöður eru úr mælingum. Verið er að koma inn niðurstöðum úr mælingum vegna 2012. Allar upplýsingar hafa verið uppfærðar fyrir 2011. Vöktun og mælingar eru í höndum nokkurra aðila, s.s. Alcoa Fjarðaáls, Landsvirkjunar og Austurbrúar, en Austurbrú vaktar opinberar staðtölur eins og hvað varðar fjárhagsstöðu sveitarfélaga.