Skip to content

LV-2021/046 - Vöktun á áfoki og viðhaldi fokgirðinga við Strönd Hálslóns.

More info
Title LV-2021/046 - Vöktun á áfoki og viðhaldi fokgirðinga við Strönd Hálslóns.
Subtitle Áfangaskýrsla 2021
Description

Frá árinu 2014 hefur Landgræðslan séð um vöktun og mælingar á áfoki í norðurhluta Kringilsárrana og við austurströnd Hálslóns að beiðni Landsvirkjunar. Landgræðslan hefur einnig haft umsjón með fokgirðingum við Hálslón allt frá því að fyrstu girðingarnar voru settar upp á árunum 2008 og 2009. Farið var í vettvangsferð á svæðið dagana 28.-30. júní þar sem útbreiðsla áfoks var mæld og mælireitir ljósmyndaðir. Jafnframt voru fokgirðingar yfirfarnar og lagfærðar eftir þörfum.

Í Kringilsárrana hefur útbreiðsla áfokssvæða minnkað úr 3,7 ha sumarið 2020 í 2,1 ha 2021 og einungis nyrst í Kringilsárrana voru lítilsháttar ummerki um nýtt áfok. Við austurströnd Hálslóns hafa áfokssvæðin einnig minnkað umtalsvert eða úr 12,2 ha 2020 í 4,7 ha sumarið 2021. Bæði á Lindabungu og Kofaöldu var þó talsvert af nýju efni
enda allhvasst og nokkuð áfok þegar úttektin var gerð.

File
Download file
Authors
Name Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Name Ágústa Helgadóttir
Taxonomy
Category Áfok við strönd Hálslóns
Year 2021
Keywords Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki, vöktun, fokgirðinga