Gagn og gaman

Ekkert gullgrafaraæði !

„Ekkert gullgrafaraæði!“ Í þessum orðum má að hluta til fanga merkingu sjálfbærrar þróunar, en hún snýst um að hafa jafnvægi á samfélagi, umhverfi og efnahag. Ef menn einblína bara á að græða, er hætt við að eitthvað annað verði undan að láta. Jafnvægi á öllum sviðum er lykilatriði.

 

Þegar samráðshópurinn í Sjálfbærniverkefni á Norðurlandi kom fyrst saman á Húsavík var margt rætt og gullkorn á hvers manns vörum. Ekkert gullgrafaraæði, sníðum okkur stakk eftir vexti og stöndum vörð um staðbundna sérstöðu og mismun milli svæða er það sem hópar á sviði efnahags, samfélags og umhverfis vildu hafa að leiðarljósi í vinnunni.