Framkvæmdir

Saga og tilgangur framkvæmda

Sjálfbærniverkefnið snýst um að kanna áhrif fyrirugaðra framkvæmda á samfélag, umhverfi og efnahag á Norðurlandi. Þær framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar eru bygging álvers á Bakka við Húsavík, jarhitavirkjun við Þeistareyki, ný jarðhitavirkjun við Kröflu og svo háspennulínur til þess að flytja rafmagn frá virkjunarsvæðum að Bakka við Húsavík. Tilgangur með verkefnunum fjórum er að nýta þá orku sem er í jörðu á þessu svæði til að byggja upp öfluga undirstöðuatvinnugrein á Norðausturlandi og styrkja þannigstoðir byggðar í landshlutanum.