Verkefnin

Verkefnin

Verkefnin sem tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum eru fjögur:

 1. Þeistareykjavirkjun: Við Þeistareyki er fyrirhugað að reisa allt að 200 MWe
  jarðhitavirkjun. Framkvæmdaraðili er Þeistareykir ehf.
 2. Kröfluvirkjun II: Við Kröflu er fyrirhugað að reisa allt að 150 MWe nýja
  jarðhitavirkjun. Framkvæmdaraðili er Landsvirkjun.
 3. Háspennulínur: Tvær 220 kV háspennulínur frá virkjunarsvæðum á
  háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum að Bakka við Húsavík. Háspennulínurnar munu
  liggja um sveitarfélögin Skútustaðahrepp, Þingeyjarsveit og Norðurþing.
  Framkvæmdaraðili er Landsnet.
 4. Álver á Bakka: Stefnt er að því að reisa allt að 346.000 t álver á Bakka við
  Húsavík. Framkvæmdaraðili er Alcoa.