Annar samráðsfundur í Maí

19.2.2010

Á fundinum verða niðurstöður og úrvinnsla fyrsta samráðsfundar kynntar. Einnig verður stutt kynning á sameiginlegu umhverfismati vegna virkjana, álvers og flutningslína.

Annar samráðsfundur Sjálfbærniverkefnisins á Norðurlandi verður haldinn í Mývatnssveit þann 4. maí næstkomandi. Á fundinum verða niðurstöður og úrvinnsla fyrsta samráðsfundar kynntar. Einnig verður stutt kynning á sameiginlegu umhverfismati vegna virkjana, álvers og flutningslína. Fundarmönnum veðrur svo skipt upp í vinnuhópa til þess að ræða fyrirliggjandi upplýsingar,  velja og hafna núverandi hugmyndum um sjálfbærnimælingar og bæta um betur. Nánari upplýsingar um tímasetningu og dagskrá verða settar á vefinn fljótlega.

Til baka