Heilsa og öryggi

Heilsa og öryggi

Heilsugæsla

Velferðarkerfi Íslands nær til þeirra sem eru búsettir á landinu og felur í sér:

  • Heilbrigðistryggingar
  • Fæðingarorlof foreldra (fyrir bæði feður og mæður)
  • Tryggingar vegna vinnuslysa og vinnutengdra sjúkdóma
  • Bætur til öryrkja
  • Ellilífeyri og barnabætur

 

Almannavarnir

Öll sveitarfélög á svæðinu reka slökkvilið en aðeins stærstu sveitarfélögin hafa þjálfaða slökkviliðsmenn. Aðrir eru sjálfboðaliðar eða þiggja einungis smávægilega þóknun. Sveitarfélögin standa straum af kostnaði vegna reksturs slökkviliða.
 
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur umsjón með þjónustu sjúkrabíla á svæðinu. Sýslumaðurinn á Húsavík ber ábyrgð á löggæslu á svæðinu sem og ýmis konar neyðarþjónustu. Þá er í flestum samfélögum að finna öflugar björgunarsveitir, sem eru skipaðar sjálfboðaliðum.