Sjálfbærnimælingar

Mælingar á sjálfbærri þróun

Forsendur þess að hægt sé að mæla áhrif fyrirhugaðra framkvæmda fyrirtækjanna á samfélag, efnahag og umhverfi á Norðurlandi er að þróa sjálfbærnivísa, mælikvarða og gera vöktunaráætlun. Það ferli er enn í gangi í Norðurlandsverkefninu, en í byrjun maí verður haldinn annar samráðsfundur verkefnisins. Þar munu koma saman fulltrúar íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana og ræða um hvað skiptir mestu máli að fylgjast með. Í kjölfarið mun vonandi koma listi af sjálfbærnivísum á sviði samfélag, efnahags og umhverfis sem hægt verður að skoða hér á vefnum.

Mikilvægt er að samráðshópurinn sé skipaður hópi fólks með ólíka hagsmuni og hugmyndir. Þannig er best hægt að ná fram sem flestum skoðunum sem eykur líkurnar á hlutlausum og sanngjörnum niðurstöðun - frá öllum sjónarhornum.