Efnahagur

Efnahagsvísar

  • efnahagur

Til þess að samfélag sé efnahagslega heilbrigt er mikilvægt að grunnurinn sé sterkur og ekki fari meiri verðmæti út úr samfélaginu en koma inn í það, eða öfugt.  Efnahagsvísar fjalla um þær stoðir sem þurfa að vera í lagi til þess að fyrirtæki þrífist, skapi störf og geri fólki kleift að kaupa lífsins nauðsynjar. Erfitt er að halda úti grunnþjónustu ef ekki er til fjármagn til að greiða kostnað sem henni fylgir.

Efnahagslegt heilbrigði er ein af þeim stoðum sem er undirstaða þess að búseta manna þrífist í vestrænum samfélögum. Í Norðurlandsverkefninu fjallar samráðshópurinn um efnahagsvísa út frá þeim væntingum og áhyggjum sem menn hafa í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir og starfsemi álvers og virkjunar í Þingeyjarsýslu. Vísarnir eru enn í mótun, en hægt er að skoða afurðir fyrsta samráðsfundar hér á vefnum þar sem meðal annars koma fram tillögur að sjálfbærnimælingum fyrir Norðurlandsverkefnið. Efnahagshópurinn í samráðshóp verkefnisins vildi hafa eftirfarandi að leiðarljósi við vinnuna: "Varast þarf gullgrafaraæði og standa vörð um skynsamlega/meðvitaða uppbyggingu."