Samfélag

Samfélagsvísar

  • samfelag

Samfélagsvísar fjalla um þær stoðir sem mynda samfélagið sem við búum í. Sem dæmi um stoðir má nefna fjölda og samsetningu  íbúa,  vinnumarkaðinn, skóla, samgöngur, öryggi íbúa, ýmsa opinbera þjónustu og menningarviðburði.

Til þess að samfélag sé sjálfbært er mikilvægt að grunnurinn sé sterkur og athafnasemi mannsins á ýmsum sviðum veiki ekki eða brjóti þær stoðir sem samfélagið byggir á. Í Norðurlandsverkefninu fjallar samráðshópurinn um samfélagsvísa út frá þeim væntingum og áhyggjum sem menn hafa í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir og starfsemi álvers og virkjunar í Þingeyjarsýslu. Vísarnir eru enn í mótun, en hægt er að skoða afurðir fyrsta samráðsfundar hér á vefnum þar sem meðal annars koma fram tillögur að sjálfbærnimælingum fyrir Norðurlandsverkefnið.