Samráðsfundir

Staða Norðurlandsverkefnis

Nidurstada-fyrsta-samradsfundar-Nordurlandsverkefni-myndFram til þessa hafa engar áfangaskýrslur litið dagsins ljós en töluverð vinna hefur þó átt sér stað. Stýrihópur verkefnisins hefur hist nokkrum sinnum auk þess sem tveir samráðsfundir hafa verið haldnir. Sá fyrsti var haldinn í febrúar 2009 og annar haldinn í maí 2010. Á hvorum fundi fyrir sig komu um 40 manns til þess að fara yfir væntingar, efasemdir og áhyggjur af fyrirhugaðri starfsemi, einkum hvað varðar umhverfis- efnahags- og félagsleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Samráðshópurinn er fjölbreyttur, skipaður fulltrúum íbúa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana. Markmiðið er að hópurinn gefi sem besta mynd af þverskurði samfélagsins og væri skipaður fólki með ólíka hagsmuni og hugmyndir. Niðurstöður fyrsta og annars samráðsfundar má sjá í fundargerðum. 

Fyrsti fundur 2009 - fundargerð - smellið til að sækja.

Annar fundur 2010 - fundargerð - smellið til að sækja.

Framhaldsvinna

Eftir fyrsta samráðsfund tóku starfsmenn Þekkingarseturs Þingeyinga við og unnu úr niðurstöðum fundarins. Áhyggjur og væntingar samráðshóps voru bornar saman við efnisflokka, yfirflokka og undirflokka um sjálfbæra þróun í fyrrnefndum leiðbeningum Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun. Eftirfarandi afurðir urðu til við þá vinnu og er markmiðið að þær verði lagðar fyrir næsta samráðsfund til umræðu og ákvarðanatöku um framhaldsvinnu.

a)      Tengslatafla

Tengslatafla-visar-nordulandEfnisflokkar og lykilorð úr niðurstöðum samráðsfundar voru svo mátuð inn í svokallaða tengslatöflu sem gerð var eftir fyrirmynd leiðbeininganna. Taflan sýnir yfir- og undirflokkun sjálfbærnivísa og tengsl þeirra við mismunandi áhrifaflokka/efnislfokka (e.theme). T.d. sýnir hún að rusl og úrgangur tengist ekki aðeins venjum og mynstri neytenda, heldur hefur tengist það einnig stjórnun og efnahagsþróun. Mismunandi áhrifaflokkar hafa því innbyrðis áhrif hver á annan. Markmiðið með gerð töflunnar er að tengja áhyggjur og væntingar samráðshópsins við alþjóðleg viðmið um hvernig skal skoða og mæla sjálfbæra þróun. Einnig var gerð tilraun til að aðlaga efnið að því samfélagi og umhverfi sem verkefnið fjallar um. Tengslatöfluna má sjá í viðauka 2 (xlsx skjal).

b)      Hugmynd að mælingu

Tillaga-ad-maelingu-nordurvisar-myndÞegar gerð tengslatöflunnar var lokið, var komið með hugmynd að sjálfbærnimælingum á svið samfélags, umhverfis og efnahags. Afurð þeirrar vinnu er sýnileg í viðauka 3 (xlsx skjal). Við vinnslu þeirrar töflu var sett fram hugmynd að því hvað skuli mælt eða hverju skal fylgjast með. Það var gert með því að tilgreina ákveðin lykilorð sem hafa beina tilvísun í tengslatöfluna. Gildi mælingar var síðan tilgreint til þess að útskýra hvers vegna umrædd mæling væri valin. Því næst var útskýrt nánar hvað eða hvernig mælingu skyldi háttað, hvar væri hægt að nálgast upplýsingar og hvort grunnástand væri til staðar eða ekki. Við þessa vinnu var horft til umhverfismats, íslenskra laga og reglugerða auk alþjóðlegr samþykkta á sviði loftslagsbreytinga, líffræðilegra fjölbreytni, náttúruverndar og almennar staðtölur um efnahags- og samfélagslega þróun. Núverandi afurð er í samræmi við þann tíma- og fjárhagsramma sem verkefninu hefur verið settur.