Umhverfi

Umhverfisvísar

  • umhverfi

Umhverfisvísar fjalla um náttúruna sem við búum í, umhverfið, loftið, gróður og landslag. Sem nánara dæmi um málefni umhverfisvísa má nefna loftgæði, líffræðilegan fjölbreytileika, náttúruminjar, ásýnd og eyðingu gróðurs.

Til þess að umhverfi okkar sé sjálfbært er mikilvægt að grunnurinn sé sterkur og athafnasemi mannsins á ýmsum sviðum skerði ekki náttúrugæði á þann hátt að afkomendur okkar eigi erfitt með að komast af í framtíðinni. Í Norðurlandsverkefninu fjallar samráðshópurinn um umhverfisvísa út frá þeim væntingum og áhyggjum sem menn hafa í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir og starfsemi álvers og virkjunar í Þingeyjarsýslu. Vísarnir eru enn í mótun, en hægt er að skoða afurðir fyrsta samráðsfundar hér á vefnum þar sem meðal annars koma fram tillögur að sjálfbærnimælingum fyrir Norðurlandsverkefnið. Umhverfishópurinn í samráðshóp verkefnisins vildi hafa eftirfarandi að leiðarljósi við vinnuna: "Stöndum vörð um staðbundna sérstöðu og mismun milli svæða."