Endurmat

Endurmat

Fram til þessa hefur ekki farið fram endurmat á Sjálfbærniverkefninu á Norðurlandi. Fyrsti áfangi verkefnisins er þó kominn nálægt endalokum. Ýmsir utanaðkomandi þættir hafa hægt á framgangi verkefnisins og ekki er ólíklegt að mikilvægt sé að endurmeta upphaflega verkefnisáætlun og endurbæta hana með tilliti til breyttra forsendna. 

Enn er óljóst hversu lengi sjálfbærniverkefnið varir þar sem endanleg ákvörðun um framkvæmdir hefur ekki verið tekin.  Gert er ráð fyrir að vöktun sjálfbærnivísa taki í fyrstu mið af lengd samninga um orkuöflun og flutning rafmagns til álvers Alcoa á Bakka við Skjálfanda.  Það er ætlun eigenda að vöktun verði viðhaldið á meðan það er talið skila mikilvægum upplýsingum um stöðu sjálfbærni og sjálfbærar þróunar á áhrifasvæði álvers, flutningslína og virkjana.  Samráðshópur mun ásamt eigendahópi þróa verklag við að endurskoða reglubundið sjálfbærniverkefnið á rekstrartíma þess.