Samráðshópur

Samráðshópur

Samráðshópurinn er hópur fólks sem eru fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaaðila sem hafa samþykkt að taka þátt í sjálfbærniverkefninu.  Þetta geta verið einstakir íbúar, fulltrúar sveitarfélaga, ríkis eða opinberra stofnanna; fulltrúar atvinnulífs, háskólasamfélagsins, verkalýðshreyfingarinnar og/eða frjálsra félagasamtaka. Hlutverk samráðshópsins er að safna saman og vinna úr niðurstöðum íbúasamráðsins, auk þess að koma með nýjar tillögur að nýjum mælikvörðum, uns gerðir hafa verið mælanlegir vísar.

Samráðshópurinn hefur hist tvisvar. Fyrsti samráðsfundurinn var haldinn í febrúar 2009. Þar komu saman hátt í 40 manns til þess að fara yfir væntingar, efasemdir og áhyggjur af fyrirhugaðri starfsemi, einkum hvað varðar umhverfis- efnahags- og félagsleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Hópurinn var fjölbreyttur, skipaður fulltrúum íbúa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana. Markmiðið var að hópurinn gæfi sem besta mynd af þverskurði samfélagsins og væri skipaður fólki með ólíka hagsmuni og hugmyndir. Niðurstöður fyrsta samráðsfundar má sjá í kaflanum um skýrslur og niðurstöður. Annar samráðsfundur var haldinn í byrjun maí 2010. Þar mættu ríflega 40 manns sem fóru yfir niðurstöður og úrvinnslu fyrsta samráðsfundar og fóru yfir tillögur að sjálfbærnimælingum. Niðurstöður fundarins verða birtar innan tíðar hér á vefnum.

Eftirfarndi eru listar yfir þátttakendur á fyrsta og öðrum samráðsfundi: