Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar að Norðurlandsverkefninu

Eigendur verkefnisins eru Alcoa á Íslandi ehf., Landsvirkjun og Landsnet hf.  Fulltrúar eigenda mynda ásamt einum fulltrúa tilnefndum af Norðurþingi, einum fulltrúa tilnefndum sameiginlega af Aðaldælahreppi, Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit og fulltrúa frá Landvernd stýrihóp sjálfbærniverkefnisins. 

Stýrihópurinn vinnur síðan ásamt samráðshópi að gerð sjálfbærnivísa.  Samráðshópurinn er hópur fólks sem eru fulltrúar hinna ýmsu hagsmunaaðila sem hafa samþykkt að taka þátt í sjálfbærniverkefninu.  Þetta geta verið; einstakir íbúar, fulltrúar sveitarfélaga, ríkis eða opinberra stofnanna; fulltrúar atvinnulífs, háskólasamfélagsins, verkalýðshreyfingarinnar og/eða frjálsra félagasamtaka. Sérstakur samráðhópur hefur svo verið virkjaður til þess að koma með tillögur að sjálfbærnivísum og mælingum í Norðurlandsverkefninu. Samráðshópur mun ásamt verkefnastjórn útfæra nánar hvernig þátttöku samráðshópsins verður háttað í verkefninu.

Ferill - skyldur og ábyrgð eigenda og hagsmunaaðila

Eigendur fjármagna sjálfbærniverkefnið á byggingar- og rekstrartíma framkvæmdanna.  Þeir eru ábyrgir fyrir gerð vísanna, safna nauðsynlegum upplýsingum og kynna niðurstöður vísanna á hverjum tíma.  Eigendur bera lokaábyrgð á vísunum og mælingu þeirra.

Aðrir aðilar sem að verkefninu koma eru umsagnaraðilar og álitsgjafar.  Þeir taka þátt í verkefninu af fúsum og frjálsum vilja.  Allir þátttakendur koma fram á sínum forsendum og án allra skuldbindinga.  Þátttaka felur því hvorki í sér viðurkenningu á að viðkomandi telji jarðvarmavirkjanir, rafmagnslínur eða álver sjálfbær, né heldur stuðningi við framkvæmdirnar á annan máta.

Þó svo að eigendur beri lokaábyrgð á gerð vísanna verður ferillinn fyrir allar ákvarðanir að vera gangsær og þátttakendur fá að vita á hvaða grunni ákvörðun um einstaka vísa er tekin.  Ákvörðun vísa á að vera tekin út frá faglegum og vísindalegum forsendum byggðum á sjálfbærri þróun og óháð persónulegum hagsmunum einstakra aðila.