Landsnet

Landsnet

Landsnet hf. var stofnað árið 2003 til að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins. Landsnet starfar samkvæmt sérleyfi og er háð eftirliti Orkustofnunar sem ákvarðar tekjurammann sem gjaldskrá fyrirtækisins miðast við. Landsnet var stofnað á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003.Með raforkulögunum var Landsneti jafnframt falið að gefa út vottorð sem staðfesta að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Eigendur Landsnets eru eftirfarandi:

  • Landsvirkjun 64,73%
  • RARIK 22,51%
  • Orkuveita Reykjavíkur    6,78%
  • Orkubú Vestfjarða 5,98%