Verklag

Verklag

 

Verklag við sjálfbærniverkefnið á Austurlandi hefur verið haft til hliðsjónar við mótun á verklagi fyrir sjálfbærniverkefnið á Norðurlandi. Þar sem endurmat á Austurlandsverkefninu leiddi ýmislegt ganglegt í ljós varðandi tímaröð og fyrirkomulag. Því hefur markmið og  tilgangur Norðurlandsverkefnisins verið endurbættur frá því sem var í Austurlandsverkefninu auk þess sem ferillinn hefur verið endurbættur. Tímarammi verkefnisins verður frá október 2008 samtímis umhverfismati fyrir framkvæmdirnar og munu verkefnastjórar umhverfismatsins verði virkir þátttakendur í sjálfbærniverkefninu.     Að lokum hefur ábyrgð og verklag um rekstur verkefnisins verið endurskilgreint þannig rekstur verkefnisins hefur verið útvistaður og því á vinnuálag eigendafyrirtækja við að byggja og koma álveri og virkjunum í rekstur ekki að hafa áhrif á rekstur sjálfbærniverkefnisins.Verkefninu er skipt upp í fjóra áfanga og má sá fyrirhugaða verkþætti í hverjum áfanga hér í þessum kafla.

Tilgangur verkefnisins á Norðurlandi er að:

  • fanga áhyggjur og væntingar almennings- og atvinnulífs um áhrif byggingar og reksturs álvers á Bakka, virkjana og flutningslína á umhverfis- efnahags- og félagslega þætti á áhrifasvæði framkvæmdanna
  • þróa mælanlega vísa sem hjálpa fyrirtækjunum að fylgja eftir stefnumiðum sínum um sjálfbærni og sjálfbæra þróun. 
  • tryggja að stefnumið fyrirtækjanna sé í samræmi við stefnumið ríkis og sveitarfélaga um sjálfbæra þróun.
  • byggja upp þekkingu og gagnagrunn sem leiðir til bættrar ákvarðanatöku innan fyrirtækjanna og nýtist fræðimönnum og háskólasamfélaginu við rannsóknir á sjálfbærni og sjálfbærri þróun


Vísar – skyldur og ábyrgð eigenda

Eigendur bera einir og sér ábyrgð á framkvæmd vísanna og kynningu á þeim.  Áhrif vísanna geta verið ýmist bein, óbein eða afleidd og er ábyrgð eiganda mismunandi eftir áhrifum

  • Bein áhrif – áhrif sem hægt er að rekja beint til byggingar eða reksturs álvers, virkjana eða flutningslína.  Eigendur skuldbinda sig til að upplýsa um þróun vísanna og bregðast við ef vísarnir þróast á óæskilegan máta. 
  • Óbein áhrif – áhrif sem geta verið af völdum framkvæmdanna, en breytingar geta líka verið af öðrum ástæðum, ótengdum framkvæmdunum. Eigendur skuldbinda sig til að upplýsa um þróun vísanna og hafa samráð við aðra hagsmunaaðila um hugsanleg viðbrögð ef vísarnir þróast á óæskilegan máta.
  • Afleidd áhrif – áhrif sem eru ekki beinlínis tengd framkvæmdunum, en geta stafað af athöfnum annarra sem hugsanlega láta framkvæmdirnar hafa áhrif á ákvarðanir sínar og athafnir.  Eigendur skuldbinda sig til að upplýsa almenning um þróun vísanna en telja sig ekki geta gripið til aðgerða þar sem áhrifin tengjast ekki starfsemi fyrirtækjanna.