Breytingasaga

Breytingasaga sjálfbærnivísa

Strax í upphafi sjálfbærniverkefnisins á Austurland var ljóst að vísar og mælikvarðar gætu tekið breytingum. Breytingar eiga sér stað þegar unnið er áfram í verkefninu og betur verður ljóst hvaða upplýsingar eru tiltækar og hvaða tegund upplýsinga sýna best þróun fyrir viðkomandi  málefni.

Við alla vinnu í sjálfbærniverkefnunum er mikil áhersla er lögð á gagnsæi í vinnuferli og að öllum breytingum sé haldið til haga og skýrt frá ástæðum. Hér er að finna yfirlit yfir breytingar sem orðið hafa á vísum og mælikvörðum frá því að  Áfangaskýrsla I/II kom út í apríl 2005.