Áfangi 3 - breytingar

Breytingar í þriðja áfanga

Talsvert margar breytingar urðu á vísum og mælikvörðum frá því að Áfangaskýrsla I/II var gefin út í apríl 2005 og fram að útgáfu framkvæmdaáætlunar (Áfangaskýrsla III) sem kom út í febrúar 2006. Flestar breytinganna skýrast af því að aðlaga þurfti vísa og mælikvarða þeim upplýsingum sem hægt var að nálgast. Í töflunni hér að neðan má sjá allar breytingar í þriðja áfanga.

  

Upprunalegur vísir Upprunalegur mælikvarði Breyting Ástæða breytingar
6.2 Framfærslukostnaður Meðal fasteignaverð á Austurlandi og á landsvísu borið saman við breytingar á meðaltekjum Nafn vísis breytt úr „framfærslukostnaður“ í „fasteignaverð“ Nafni á vísi var breytt til að hann væri meira lýsandi fyrir mælikvarða.
7.1 Heilbrigðisþjónusta í nálægum byggðum Aðgengi að heilsugæslu og gæði þjónustunnar á Austurlandi

a) Breyting á nafni á vísi: Opinber þjónusta í nálægum byggðum

b) Umorðun á upphaflegum mælikvarða:

Ánægja íbúa með heilbrigðisþjónustu á Austurlandi

c) Nýr mælikvarði bætist við:

Ánægja íbúa með opinbera þjónustu í sveitarfélögum

a) Aðlögun svo nafn á vísi eigi við báða mælikvarða (líka þann sem bætt var við)

b) Breytingartillaga frá Heilbrigðisstofnun Austurlands sem hefur umsjón með þessum mælikvarða

c) Skýr ósk frá þátttakendum á upplýsingafundi um að bæta við mælikvarða af þessum toga.

7.2 Gæði skóla Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk á Austurlandi á landsvísu

4. og 7. bekk bætt við mælikvarða.

Breytt í:

Niðurstöður samræmdra prófa í grunnskóla (4., 7. og 10 bekk) á Austurlandi sbr. á landsvísu).

Bætti við niðurstöðum úr 4. og 7. bekk til að fá heildstæðari niðurstöður varðandi gæði skóla.
8.1 Öryggi íbúa Engin breyting á upprunalegum mælikvarða

Nafni á vísi breytt í:

Samfélagsleg velferð

Mælikvarði fyrir vísi 8.2 er bætt við þenna vísi þar sem vísir 8.2 fellur út

Viðleitni að gera samhengi milli vísa og mælikvarða skýrara. Þátttakendum á upplýsingafundi fannst að einn mælikvarði um fíkniefnanotkun gæfi einungis takmarkaða mynd af samfélagslegu álagi.
8.2 Samfélagslegt álag Fjöldi fíkniefnaafbrota miðað við höfðatölu á Austurlandi í samanburði við landið í heild. Vísir tekinn út og mælikvarði færður undir vísi 8.1 (Samfélagsleg velferð). Sjá skýringu hér að ofan
14.2 Magn vöru og þjónustu framleitt á Austurlandi og á Íslandi. Hlutfall vöru og þjónustu (mælt í verðgildi í íslenskum krónum) sem Fjarðaál og Landsvirkjun kaupa af fyrirtækjum á Austurlandi og það hlutfall sem keypt er á Íslandi. „Austurland“ fjarlægt úr heiti vísis og mælikvarða. Mælikvarða breytt þar sem ekki er raunhæft að flokka á milli aðfanga á Íslandi og þeirra sem koma frá Austurlandi sérstaklega.
16.1 Hljóðmengun í Reyðarfirði Meðal hljóðstyrkur (mælt í desibilum) á ákveðnum mælistöðum við álver og í Reyðarfirði.

Nafni á vísi breytt í:

Hljóðmengun við Fjarðaál og í Reyðarfirði

Mælikvarða skipt í tvennt:

Meðal hljóðstyrkur á ákveðnum mælistöðvum við álver

Meðal hljóðstyrkur á ákveðnum mælistöðvum í Reyðarfirði

Engin efnisleg breyting heldur breyting til að skýrar komi fram að hljóðmengun verði mæld bæði við álver og í Reyðarfirði.
17.1 Rykmistur Ákoma ryks á nokkrum stöðum við Hálslón og í byggð. Mælieining er ákoma ryks á mánuði. Á eingöngu við enska útgáfu: Tekið út að skoða eigi uppruna ryks.

Tekið út að fylgjast eigi með uppruna ryks þar sem ekki er til stöðluð aðferð við að mæla slíkt.

 

19.1 Uppsöfnun aurs í Hálslóni

Magn (m3) aurs sem safnast upp á 10 ára tímabili.

Kornastærð aurs í lónbotni.

Mælikvarði fjarlægður:

„Kornastærð aurs í lónsbotni”

Var ekki talið eiga við til að fylgjast með því málefni sem þessi vísir átti að ná yfir (miðlunarrými Hálslóns)
21.1 Flúor í gróðri Styrkur F (μg/kg-DW) í gróðri (beitarsvæði sauðfjár og ber) í völdum gróðurreitum í ákveðinni fjarlægð frá álveri.

Breytt í:

„Styrkur F í gróðri (þar með talið á beitarsvæðum sauðfjár) í völdum gróðurreitum í ákveðinni fjarlægð frá álveri.

Eftir samráð við sérfræðinga var mælieining tekin burt úr mælikvarða og einnig að flúor verði mælt í berjum. (Alan W. Davisson & Len H. Weinstein)
23.1 Magn og meðhöndlun úrgangs á byggingar- og rekstrartíma.

Heildarmagn úrgangs sem er urðað (í tonnum).

Heildarmagn kerbrota á hvert framleitt tonn af áli (kg/tonn).

Sami mælikvarði er áfram notaður fyrir álverið en nýjum mælikvarða hefur verið bætt við fyrir byggingartíma virkjunar:

Heildarmagn sorps sem er skilið eftir/urðað á virkjunarsvæði

Breytt í:

„Kerbrot sem eru endurnotuð/endurunnin árlega (hlutfall af heild).“

Bætt við mælikvarða til að aðlaga betur að markmiðum Landsvirkjunar (ekki á móti urðun, en hafa að markmiði að; að lágmarki uppfylla flokkunarmöguleika sem viðkomandi sveitarfélag býður upp á)

Mælikvarða breytt til að hann nái betur yfir vísinn sem er magn og meðhöndlun sorps.

26.2 Áfok við Hálslón

Rúmmál áfoksgeira sem berast upp fyrir austurströnd lónsins

Mat á magni áfoksefna, þar sem áfok er ekki í afmörkuðum geirum heldur þynnri þekju (þykknun jarðvegs)

Fyrri mælikvarði óbreyttur

Síðari mælikvarði fjarlægður: „Mat á magni áfoksefna, þar em áfok er ekki í afmörkuðum geirum heldur þynnri þekju (þykknum jarðvegs).“

Talið var að þessi mælikvarði væri endurtekning á því sem mælt verður í 26.1 – Gróður á Vesturöræfum.
26.3 Uppgræðsla lands Flatarmál uppgrædds lands á Norður-Héraði og í Fljótsdal, metið á fimm ára fresti.

Mælikvarða breytt í:

Flatarmál uppgrædds lands í Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi, metið á fimm ára fresti.

Aðlögun vegna sameiningar Fellahrepps, Norður-Héraðs og Austur-Héraðs í eitt sveitarfélag: Fljótsdalshérað.
27.1 Vatnalíf í Jökulsá á Dal, Lagarfljóti og þverám

Tveir af upprunalegum mælikvörðum voru teknir út og nýir hannaðir, þar sem hinir upprunalegu mælikvarðar voru tillögur sem höfðu verið lagðar fram áður en samráði við sérfræðinga var lokið.

Þriðji upprunalegi mælikvarðinn er óbreyttur:

Skráning Veiðimálastofnunar á veiði í ám, fjöldi fiska.

Tegundasamsetning og ástand fiskjar í Lagarfljóti (bleikja og urriði). Mælikvarða breytt eftir samráð við sérfræðinga á Veiðimálastofnun og Hákon Aðalsteinsson á Orkustofnun.
    Tegundasamsetning og útbreiðsla fiska í Jökulsá á Dal og Lagarfljóti og hliðarám þeirra (lax). Sama skýring og að ofan.
28.1 Botndýralíf sjávar Engin breyting á mælikvörðum

Vísi breytt í:

Botndýralíf sjávar í Héraðsflóa

Til að forðast misskilning þar sem vöktun mun einnig eiga sér stað á vistkerfi sjávar í Reyðarfirði, nálægt álveri (vísir 22.1)
Efnisvalmynd