Áfangi 4 - breytingar

Breytingar í fjórða áfanga

Eftirtaldar breytingar urðu á vísum og mælikvörðum þegar upplýsingum var safnað fyrir árið 2005, sem telst fyrsta árið í fjórða áfanga:

  •  Vísir 7.2 ii)

Niðurstöður samræmdra prófa í framhaldsskólum á Austurlandi og á landsvísu

o   Breyting:

Mælikvarði felldur niður.

o   Ástæða breytingar:

Árið 2006 ákvað menntamálaráðherra að fella niður samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum. Vegna þessa er mælikvarðinn felldur niður.

·         Vísir 14.1

Virðisauki við þjóðarframleiðslu

Mælikvarði: Virðisauki, í íslenskum krónum, sem framkvæmdir skapa á Íslandi vegna launa, opinberra gjalda, kaupa á aðföngum og vergs hagnaðar innlendra aðila.

o   Breyting:

Heiti vísis breytt í  „Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu“

Mælikvarða breytt í: „Efnahagslegur ábati, í íslenskum krónum, sem umsvif Fjarðaáls og Landsvirkjunar skapa á Íslandi í tengslum við framkvæmdirnar vegna launa, opinberra gjalda og kaupa á aðföngum (vöru og þjónustu).“

o   Ástæða breytingar:

 Ekki varið talið raunhæft að hægt væri að útvega úr bókhaldskerfum fyrirtækjanna upplýsingar fyrir síðasta liðinn (vergur hagnaður innlendra aðila). Vísi og mælikvarða því breytt til samræmis.

·         Vísir 15.1 i)

Tekjur af framkvæmdum sem hlutfall af heildartekjum sveitarfélaga.

o   Breyting:

Mælikvarða breytt í „Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum.“

o   Ástæða:

Ekki reyndist möguleiki að afla upplýsinga hjá sveitarfélögum fyrir þann mælikvarða sem fyrir var en upplýsingar um útsvar er hægt að nálgast í árbókum sveitarfélaga sem veita fróðlegar upplýsingar um áhrif framkvæmda á tekjustofna sveitarfélaga.