3.3 Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu

Vísir 3.3 - Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu

 

Hér má sjá efnahagslegan ábata í íslenskum krónum sem umsvif Fjarðaáls skapa á Íslandi í tengslum við framkvæmdir og rekstur álvers vegna launa, opinberra gjalda og kaupa á aðföngum (vörur og þjónusta).NiðurstöðurÍ Töflu 1 má sjá upplýsingar um  efnahagslegan ábata sem umsvif Fjarðaáls skapa á Íslandi.  Tölurnar  endurspegla  einfaldan útreikning á ábata sem Alcoa og Landsvirkjun lögðu til á Austurlandi. Staða hagkerfisins, framleiðsluaukning vinnuafls, forsendur um ávöxtunarkröfu, orku og álverð eða hvort uppgangur hafi verið í hagkerfinu var ekki tekið með í útreikning. Tölurnar endurspegla í raun fjármagn í formi gjalda sem fyrirtækin sendu inn í hagkerfið burtséð frá því hvernig staða hagkerfisins var.


Tafla 1.  Efnahagslegur ábati sem umsvif  Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar (Fljótsdalsstöð) skapa á Íslandi (millj. íslenskra króna)

Ár  Alcoa Fjarðaál (millj. ISK) Fljótsdalsstöð (millj. ISK)
 2007  5.000  113
 2008  30.000  287
 2009  29.000  328
 2010  31.000  359
 2011  33.000  537
 2012  38.000  510
 2013  33.000  542
 2014  28.400  565
 2015  33.800  672
 2016  27.500  572 
 2017  29.100   591 
 2018  31.500  660


Heimild: Landsvirkjun (2019) og Alcoa Fjarðaál (2019) Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls. Sótt á vef 18.6.2019 á slóðina http://alcoa.samfelagsskyrsla.is/efnahagur  
Uppfært:  18. júní 2019


Vöktunaráætlun


Hvað er mælt?
Efnahagslegur ábati, í íslenskum krónum, sem umsvif Fjarðaáls og Landsvirkjunar skapa á Íslandi í tengslum við framkvæmdirnar vegna launa, opinberra gjalda og kaupa á aðföngum (vörur og þjónusta). (Áhrif framkvæmda: bein).

Áætlun um vöktun
Fjármálasvið Landsvirkjunar og fjármálateymi Fjarðaáls safna gögnum árlega í samvinnu við sjálfstæðan ráðgjafa.

Markmið
Niðurstöður fara eftir ýmsum þjóðhagsstærðum sem fyrirtækin geta ekki haft áhrif á og því eiga markmið ekki við.

Mögulegar viðbragsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

  1.  Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 14.1 og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.
  2. Í upphafi hét þessi vísir "Virðisauki við þjóðarframleiðslu" og það sem var mælt skilgreint sem: " Virðisauki, í íslenskum krónum, sem framkvæmdirnar skapa á Íslandi vegna launa, opinberra gjalda, kaupa á aðföngum og vergs hagnaðar innlendra aðila".  Þegar upplýsingum var safnað fyrir árið 2005, sem telst fyrsta árið í fjórða áfanga verkefnisins var nafni vísis breytt í:  "Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu" og það sem mælt var  í:  "Efnahagslegur ábati, í íslenskum krónum, sem umsvif Fjarðaáls og Landsvirkjunar skapa á Íslandi í tengslum við framkvæmdirnar vegna launa, opinberra gjalda og kaupa á aðföngum (vöru og þjónustu)".    Ástæða breytinganna var að ekki var talið raunhæft að hægt væri að útvega úr bókhaldsgögnum fyrirtækjanna upplýsingar fyrir síðasta liðinn (vergur hagnaður innlendra aðila).  Visi og mælikvarða var því breytt til samræmis.


Grunnástand

  

Á ekki við.

Forsendur fyrir vali á vísi


Langtíma efnahagslegur ávinningur vegna tilkomu Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar er mikilvægur frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunar. Skiptir þá ekki aðeins máli efnahagslegur ábati fyrirtækjanna heldur einnig ávinningur Austurlands og Íslands í heild. Bygging og rekstur álvers og virkjunar skilar íslensku þjóðarbúi efnahagslegum ábata í gegnum laun starfsmanna, opinber gjöld sem fyrirtæki greiða og kaupa á aðföngum innanlands.