3.5 Fjárhagsstaða sveitarfélaga

Vísir 3.5 - Fjárhagsstaða sveitarfélaga

Útsvarstekjur er sá hluti tekjuskattsins sem rennur til sveitarfélaganna.

Hér má sjá yfirlit yfir álagt nettó útsvar síðan 2002, uppreiknað á verðlagi ársins 2017, hlutfall tekna og gjalda í völdum sveitarfélögum á Austurlandi, framlegð þeirra og skuldastöðu síðan árið 2002.Niðurstöður

a. Breytingar á nettó útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum á Austurlandi

Nettó útsvar á verðlagi 2017

Mynd 1: Álagt nettó útsvar (án framlags jöfnunarsjóðs) í Fjarðabyggða og Fljótsdalshéraðib á árunum 2002 - 2017 á verðlagi ársins 2017.

a Fjarðabyggð í núverandi mynd varð til 2006 við sameiningu Fjarðabyggðar, Mjóafjarðarhrepps, Austurbyggðar (sem varð til 2003 við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps) og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á mynd 1 er álagt nettó útsvar í Fjarðabyggð á árunum 2002 - 2005 samanlagt álagt nettó útsvar í þessum sveitarfélögum.

b Fljótsdalshérað í núverandi mynd varð til 2004 við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs.  Á Mynd 1 er álagt nettó útsvar í Fljótsdalshéraði á árunum 2002-2003 samanlagt álagt nettó útsvar í þessum þremur sveitarfélögum.

Nettó útsvar á verðlagi 2017

Mynd 2:  Álagt nettó útsvar (án framlags jöfnunarsjóðs) í Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshreppi, Breiðdalshreppi og Djúpavogshreppi á árunum 2002 - 2017 á verðlagi ársins 2017.

Hrágögn í excelskjali

Uppfært 26.10.2018
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga: 


b. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga

Þessi vísir sýnir tekjur sem hlutfall af gjöldum sveitarfélaga (A og B-hluti).  Á mynd 3 má sjá þróunina í völdum sveitarfélögum á Austurlandi. Gildi yfir 100% sýnir að tekjur eru hærri en gjöld en ef gildið er undir 100% eru gjöld hærri en tekjur.

Gildi yfir 100% sýnir að tekjur eru hærri en gjöld

Mynd 3: Hlutfall tekna og gjalda í A og B-hluta valdra sveitarfélaga á Austurlandi.

Tafla PDF

Hrágögn í excelskjali

Uppfært: 22.11.2017
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga sótt 20. október 2017 á http://www.samband.is/media/arsreikningar-sveitarfelaga/Net_Rekstrarreikningur.xlsx


c. Framlegð

Framlegð sveitarfélaga sýnir skatttekjur sveitarfélaga að frádregnum rekstri málaflokka (A hluti).

Framlegð sveitarfélaga sýnir skatttekjur sveitarfélaga að frádregnum rekstri málaflokka (A hluti)

Mynd 4: Framlegð sem hlutfall af tekjum.

Hrágögn í excelskjali

Uppfært: 29.10.2018
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga sótt 26. október 2018 á http://www.samband.is/media/arsreikningar-sveitarfelaga/Net_Rekstrarreikningur.xlsx

Hagstofa Íslands, sótt á vef 25. október 2018 http://px.hagstofa.is/pxis/sq/5a724751-07c9-47b8-aaa5-0701a528d59f 

d. Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi

Skuldir og skuldbindingar valdra sveitarfélaga (A hluti).

 Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á Austurlandi á móti tekjum

Mynd 5: Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á Austurlandi á móti tekjum - A hluti.

Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi

Mynd 6: Skuldir og skuldbindingar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs á uppreiknuðu verði samkvæmt meðalvísitölu neysluverðs ársins 2017.

Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi

Mynd 7: Skuldir og skuldbindingar Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshrepps, Breiðdalshrepps og Djúpavogshrepps á uppreiknuðu verði samkvæmt meðalvísitölu neysluverðs ársins 2017.

Hrágögn í Excelskjali

Uppfært: 31.10.2018
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga, vefsafn.is og Hagstofa Íslands sótt 25. október 2018 á

http://www.samband.is/verkefnin/rekstur-sveitarfelaga/arbok-sveitarfelaga/

http://px.hagstofa.is/pxis/sq/5a724751-07c9-47b8-aaa5-0701a528d59f

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070831114229/http://www.samband.is/files/882149823Bls_77-110.pdf
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050629160534/http://www.samband.is/files/715109247Bls_77-163.pdf
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050629160831/http://www.samband.is/files/%7B700197D0-565E-49E4-BA73-5FF51E63DD02%7D_Bls_80-175.pdf


Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

a. Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum*. (Áhrif framkvæmda: óbein).

b. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum). (Áhrif framkvæmd: afleidd).

c. Framlegð sveitarfélaga á Austurlandi (áhrif framkvæmda: óbein).

d. Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi (áhrif framkvæmda: óbein).
 


Áætlun um vöktun

Sveitarfélög á Austurlandi munu útvega þessar upplýsingar árlega.


Markmið

a. Á ekki við.

b. Tekjur og kostnaður í jafnvægi.

c. Á ekki við.

d. Á ekki við.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 3. maí 2016 var eftirfarandi breyting samþykkt á vísinum.

Hvað er mælt?

 Texti fyrir breytingu
Texti eftir breytingu
 1. Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum.
 2. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum)
 1. Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum 
 2. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum)
 3. Framlegð sveitarfélaga á Austurlandi
 4. Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi
Rökstuðningur: 

Vísirinn var ræddur í hópavinnu á ársfundi 2015 og var niðurstaða hópsins að halda vísinum inni en bæta við framlegð og skuldastöðu sveitarfélaga.


Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 15.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.


*Í upphafi var mælikvarðinn skilgreindur sem "Tekjur af framkvæmdum sem hlutfall af heildartekjum sveitarfélaga" en þegar upplýsingum var safnað fyrir árið 2005 var mælikvarðanum breytt í "Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum"  - Ástæðan var sú að ekki reyndist mögulegt að nálgast upplýsingar fyrri mælikvarða en upplýsingar um útsvar er hægt að nálgast í árbókum sveitarfélaga sem veita fróðlegar upplýsingar um áhrif framkvæmda á tekjustofna sveitarfélaga.


Forsendur fyrir vali á vísi


Framkvæmdirnar á Austurlandi munu líklega skila sveitarfélögum auknum tekjum bæði vegna beinna skatttekna af fyrirtækjum sem tengjast framkvæmdum og vegna skatttekna af þeim störfum sem skapast óbeint vegna þeirra. Á móti kemur að kostnaður sveitarfélaga mun einnig aukast þar sem fjölgun íbúa krefst meiri þjónustu. Eftirfarandi eru dæmi um þá þjónustu sem sveitarfélög sinna:

 • Félagsleg þjónusta
 • Tækniþjónusta
 • Menntun, menning, íþróttir og afþreying
 • Gatnagerð, umhverfis- og skipulagsmál
 • Rekstur hafna (ef við á)
 • Vatnsveitur og hitaveitur

  Sjá skýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Grunnástand


Sameinað grunnástand

Uppfært 20.11.2017

Heimild:

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050629160831/http://www.samband.is/files/%7B700197D0-565E-49E4-BA73-5FF51E63DD02%7D_Bls_80-175.pdf