3.5 Fjárhagsstaða sveitarfélaga

Vísir 3.5 - Fjárhagsstaða sveitarfélaga

Útsvarstekjur er sá hluti tekjuskattsins sem rennur til sveitarfélaganna.

Hér má sjá yfirlit yfir álagt nettó útsvar síðan 2002, uppreiknað á verðlagi síðasta árs, hlutfall tekna og gjalda í völdum sveitarfélögum á Austurlandi, framlegð þeirra og skuldastöðu síðan árið 2002.

 

 

Niðurstöður

a. Breytingar á nettó útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum á Austurlandi

Álagt útsvar í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði á árunum 2002-2018 á verðlagi 2018 Mynd 1: Álagt nettó útsvar (án framlags jöfnunarsjóðs) í Fjarðabyggða og Fljótsdalshéraðib á árunum 2002 - 2018 á verðlagi ársins 2018.

a Fjarðabyggð í núverandi mynd varð til við sameiningar árin 2006 og 2018. Árið 2006 sameinuðust Fjarðabyggð, Mjófjarðarhreppur, Austurbyggð (sem varð til 2003 við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps) og Fáskrúðsfjarðarhreppur. Árið 2018 sameinaðist svo Breiðdalshreppur og Fjarðabyggð. Mynd 1 sýnir álagt samanlagt nettó útsvar í Fjarðabyggð og þeim sveitarfélögum sem hafa sameinast Fjarðabyggð á árunum 2002-2018.

b Fljótsdalshérað í núverandi mynd varð til 2004 við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs.  Á Mynd 1 er álagt nettó útsvar í Fljótsdalshéraði á árunum 2002-2003 samanlagt álagt nettó útsvar í þessum þremur sveitarfélögum.

Álagt útsvar í Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshreppi og Djúpavogshreppi á verðlagi 2018 Mynd 2:  Álagt nettó útsvar (án framlags jöfnunarsjóðs) í Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshreppi,  og Djúpavogshreppi á árunum 2002 - 2018 á verðlagi ársins 2018.

Hrágögn í excelskjali

Uppfært 6.11.2019
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga: 

 

b. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga

Þessi vísir sýnir tekjur sem hlutfall af gjöldum sveitarfélaga (A og B-hluti).  Á mynd 3 má sjá þróunina í völdum sveitarfélögum á Austurlandi. Gildi yfir 100% sýnir að tekjur eru hærri en gjöld en ef gildið er undir 100% eru gjöld hærri en tekjur.

Mynd 3: Hlutfall tekna og gjalda í A og B-hluta valdra sveitarfélaga á Austurlandi.Mynd 3: Hlutfall tekna og gjalda í A og B-hluta valdra sveitarfélaga á Austurlandi.

Tafla PDF

Hrágögn í excelskjali

Uppfært: 06.11.2019
Heimild

 

c. Framlegð

Framlegð sveitarfélaga sýnir skatttekjur sveitarfélaga að frádregnum rekstri málaflokka (A hluti).

Mynd 4. Famlegð sem hlutfall af tekjumMynd 4: Framlegð sem hlutfall af tekjum.

Hrágögn í excelskjali

Uppfært: 13.11.2019
Heimild

 

d. Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi

Skuldir og skuldbindingar valdra sveitarfélaga (A hluti).

Mynd 5: Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á Austurlandi á móti tekjum - A hluti.Mynd 5: Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á Austurlandi á móti tekjum - A hluti.

Mynd 6: Skuldir og skuldbindingar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs á uppreiknuðu verði samkvæmt meðalvísitölu neysluverðs ársins 2018.Mynd 6: Skuldir og skuldbindingar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs á uppreiknuðu verði samkvæmt meðalvísitölu neysluverðs ársins 2018.

Mynd 7. Skuldir og skuldbindingar Seyðisfjarðarkaupstaðar, Vopnafjarðarhrepps, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps.Mynd 7: Skuldir og skuldbindingar Seyðisfjarðarkaupstaðar, Vopnafjarðarhrepps, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Djúpavogshrepps á uppreiknuðu verði samkvæmt meðalvísitölu neysluverðs ársins 2018.

Hrágögn í Excelskjali

Uppfært: 13.11.2019
Heimild

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070831114229/http://www.samband.is/files/882149823Bls_77-110.pdf
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050629160534/http://www.samband.is/files/715109247Bls_77-163.pdf
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050629160831/http://www.samband.is/files/%7B700197D0-565E-49E4-BA73-5FF51E63DD02%7D_Bls_80-175.pdf


Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

a. Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum*. (Áhrif framkvæmda: óbein).

b. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum). (Áhrif framkvæmd: afleidd).

c. Framlegð sveitarfélaga á Austurlandi (áhrif framkvæmda: óbein).

d. Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi (áhrif framkvæmda: óbein).
 


Áætlun um vöktun

Sveitarfélög á Austurlandi munu útvega þessar upplýsingar árlega.


Markmið

a. Á ekki við.

b. Tekjur og kostnaður í jafnvægi.

c. Á ekki við.

d. Á ekki við.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 3. maí 2016 var eftirfarandi breyting samþykkt á vísinum.

Hvað er mælt?

 Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu
 1. Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum.
 2. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum)
 1. Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum 
 2. Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum)
 3. Framlegð sveitarfélaga á Austurlandi
 4. Skuldastaða sveitarfélaga á Austurlandi

Rökstuðningur: 

Vísirinn var ræddur í hópavinnu á ársfundi 2015 og var niðurstaða hópsins að halda vísinum inni en bæta við framlegð og skuldastöðu sveitarfélaga.


Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 15.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.


*Í upphafi var mælikvarðinn skilgreindur sem "Tekjur af framkvæmdum sem hlutfall af heildartekjum sveitarfélaga" en þegar upplýsingum var safnað fyrir árið 2005 var mælikvarðanum breytt í "Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum"  - Ástæðan var sú að ekki reyndist mögulegt að nálgast upplýsingar fyrri mælikvarða en upplýsingar um útsvar er hægt að nálgast í árbókum sveitarfélaga sem veita fróðlegar upplýsingar um áhrif framkvæmda á tekjustofna sveitarfélaga.

Forsendur fyrir vali á vísi


Framkvæmdirnar á Austurlandi munu líklega skila sveitarfélögum auknum tekjum bæði vegna beinna skatttekna af fyrirtækjum sem tengjast framkvæmdum og vegna skatttekna af þeim störfum sem skapast óbeint vegna þeirra. Á móti kemur að kostnaður sveitarfélaga mun einnig aukast þar sem fjölgun íbúa krefst meiri þjónustu. Eftirfarandi eru dæmi um þá þjónustu sem sveitarfélög sinna:

 • Félagsleg þjónusta
 • Tækniþjónusta
 • Menntun, menning, íþróttir og afþreying
 • Gatnagerð, umhverfis- og skipulagsmál
 • Rekstur hafna (ef við á)
 • Vatnsveitur og hitaveitur

  Sjá skýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Grunnástand

Sameinað grunnástand

Uppfært 20.11.2017

Heimild: