1.11 Lýðfræðilegar breytingar

Vísir 1.11 - Lýðfræðilegar breytingar á Austurlandi


Visir_1_11_lydfraediHér má sjá upplýsingar um fjölda, aldurs- og kynjasamsetningu íbúa á Austurlandi á síðustu árum.


Niðurstöður

Mannfjöldatölur eru frá 1. janúar ár hvert.

a. Kynja- og aldurssamsetning á Miðausturlandi borin saman við landið í heild


1.11_mynd1_2017Mynd 1. Kynja- og aldurssamsetning íbúa á Miðausturlandia og á landinu í heild 1. janúar 2017

a: Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Fljótsdalshérað.


Þróun Mannfjöldapíramída frá 2002 - 2017 má skoða með því að smella hér.

Byggðarkjarnar
Hér má sjá kynja- og aldurssamsetningu á Miðausturlandi sundurliðaða eftir byggðakjörnum.


Uppfært: 26.7.2017
Heimild: Hagstofa Íslands (2017). Sótt 13.7.2017 af 

http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__2_byggdir__sveitarfelog/MAN02005.pxb. Íbúafjöldi á Austurlandi

Íbúafjöldi á Miðausturlandi 2003-2019 (Seyðisf)jörður, Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað)

Mynd 2. Íbúafjöldi á Miðausturlandi 2003-2019 (Seyðisf)jörður, Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað)a.   

   
  Heildarmannfjöldi á Austurlandi a
Hlutfall af heildarmannfjölda á Íslandi
 2003  11.611  4,0%
 2004  11.754  4,0%
 2005  12.293  4,2%
 2006  13.697  4,6%
 2007  15.366  5,0%
 2008  14.002  4,4%
 2009  12.849  4,0%
 2010  12.459  3,9%
 2011  12.306  3,9%
 2012  12.356  3,9%
 2013  12.434  3,9%
 2014  12.524  3,8%
 2015  12.496  3,8%
 2016 12.452
 3,7%
 2017 12.497
 3,7%
 2018 12.791  3,7% 
 2019 13.059
 3,7%

Tafla 1. Íbúafjöldi á Austurlandi  (Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað, Sveitarfélagið Hornafjörður)a sem hlutfall af heildarmannfjölda á Íslandi

Íbúaþróun á Íslandi og Austurlandi  (Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað, Sveitarfélagið Hornafjörður)Mynd 3. Íbúaþróun á Íslandi og Austurlandi (Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað, Sveitarfélagið Hornafjörður) frá árinu 1998 (Vísitala 1998 = 100)

a: Miðað er við sveitarfélagaskipan 1. janúar 2019

Hrágögn

Uppfært:  10. apríl 2019
Heimild: Hagstofa Íslands. Sótt 9. apríl 2019 af: https://px.hagstofa.is:443/pxis/sq/cdf3c972-ad13-48e8-ab45-8a2f78404b87Vöktunaráætlun

Hvað er mælt?

a. Kynja- og aldurssamsetning á Austurlandi borin saman við landið í heild. (Áhrif framkvæmda: afleidd).

b. Íbúafjöldi á Austurlandi. (Áhrif framkvæmda: afleidd).

 

Vöktunaráætlun

a. Upplýsingar frá Hagstofunni verða greindar á þann hátt að skoðað verður bæði aldurs- og kynjasamsetning íbúa á Austurlandi. Upplýsinga verður leitað hjá Byggðastofnun eða starfsmanni falið að vinna þessar upplýsingar upp úr gögnum frá Hagstofunni. Þessum upplýsingum verður safnað á fimm ára fresti.

b. Upplýsingar tiltækar hjá Hagstofu Íslands. Þessum upplýsingum verður safnað árlega.

Væntingar

Hér eiga væntingar fremur við en markmið

a. Jafnvægi í kynja- og aldurssamsetningu á Austurlandi borið saman við aldursdreifingu á landsvísu með aðhvarfsstuðulinn (r²) = 1.0

b. Aukinn íbúafjöldi á Austurlandi.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.


Breytingar á vísi

Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna. Þessi vísir var upphaflega númer 1.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins 2004 og 2005.

Forsendur fyrir vali á vísi

Jafnvægi í kynja- og aldurssamsetningu íbúa er vísbending um stöðugleika samfélaga. Hagvöxtur og fjölbreyttari atvinnutækifæri á höfuðborgarsvæðinu hafa haft áhrif á kynja- og aldurssamsetningu margra sveitarfélaga á landsbyggðinni, þ.m.t. á Austurlandi. Í skýrslu um samfélagsleg áhrif álvers í Reyðarfirði eru þessi áhrif tengd takmörkuðum atvinnutækifærum og háu hlutfalli láglaunastarfa á Austurlandi.

Tilkoma Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls gæti leitt til breytinga á fjölda og samsetningu íbúa á Austurlandi og í einstökum sveitarfélögum bæði á byggingartíma og rekstartíma virkjunar og álvers. Þessar breytingar hafa bæði bein og óbein áhrif. Fólk flytur á svæðið til að vinna hjá Landsvirkjun, Fjarðaáli eða verktökum á þeirra vegum og ný störf verða til hjá fyrirtækjum í þjónustu og verslun í tengslum við þann efnahagsuppgang sem framkvæmdirnar skapa á svæðinu.

Grunnástand

Grunnástand

i. Byggðastofnun hefur birt gögn sem sýna lýðfræðilega þróun á Austurlandi (Miðausturlandi) í samanburði við þróun á landsvísu. Þessar upplýsingar sýna að fólksflutningar eru mun meiri frá Austurlandi en til svæðisins. Einkum eru það ungar konur sem flytja burt og hefur þetta leitt til ójafnvægis í kyn- og aldurssamsetningu. Hlutfall kvenna á aldrinum 20-34 ára og karla á aldrinum 25-34 ára er lægra á Austurlandi en á landsvísu. Fjöldi barna er einnig undir landsmeðaltali.

1.1-grunnastand

ii. Íbúafjöldi

 Mannfjöldi á Austurlandi
  199819992000 20012002
Heildarfjöldi á Austurlandi 12.28512.17711.93011.79811.758
Hlutfall af heildarfjölda á Íslandi 4,4%4,3%4,2%4,1%4,0%
1.1grunn

Heimild:
Hagstofa Íslands (2020). Mannfjöldi eftir sveitarfélögum 1. desember 1990-2004 - Endanlegar
https://px.hagstofa.is:443/pxis/sq/c0ac3572-55a7-4456-86e7-e933fa20894b

Hagstofa Íslands (2020). Mannfjöldi eftir kyni, aldri og sveitarfélögum 1998-2019.
http://px.hagstofa.is/pxis/sq/fd16bb33-a872-49fb-babb-dc7e8b2d4c66