1.12 Vinnumarkaðurinn

Vísir 1.12 - Vinnumarkaðurinn

Visir_1_12Í þessum vísi er fylgst með atvinnu sem tengist framkvæmdum fyrirtækjanna með beinum hætti en einnig í öðrum greinum sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þeirra.

Niðurstöður


a. Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Landsvirkjunar sem eru við ráðningu; íbúar Austurlands, brottfluttir Austfirðingar, aðrir starfsmenn búsettir á Íslandi, aðrir starfsmenn búsettir erlendis.

Búseta nýrra starfsmanna Fljótsdalsstöðvar við ráðningu

Mynd 1 Búseta nýrra starfsmanna Fljótsdalsstöðvar við ráðningu. Samanlagðar ráðningar frá árinu 2008.

Uppfært: 9. júlí 2019

Heimild: Landsvirkjun (2008 - 2019)

Tafla 1:  Búseta nýrra starfsmanna Alcoa Fjarðaáls við ráðningu.

Ár \ Búseta
Austurland
Annars staðar á Íslandi
Erlendis
 2010  52 %  47 %  1 %
 2011  55 %  45 %  0 %
 2012  51 %  49 %  0 %
 2013  57 %  43 %  0 %
 2014  77 %  19 %  4 %

Uppfært:  10.3.2015  (endurskoðað 7.6.2016)
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2010 - 2015).

 

Tafla 2. Búseta nýrra starfsmanna Alcoa Fjarðaáls við ráðningu

 
Fjarðabyggð
Fljótsdalshérað/Fljótsdalur
Annars staðar á Austurlandi
Utan Austurlands
2015  58,3 %  30,5 %  4,7 %  6,5 %
2016   70 %  22 %  5 %   3 %
2017  74 %  19 %  3 %  3 %
 2018  75 %
 17 %
 0 %
 8 %
 

Uppfært 12. mars 2019
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2016-2019)


Hlutfallsleg búseta starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar á árunum 2008 - 2018

 

Tafla 3: Búseta starfsmanna Alcoa Fjarðaáls.

Ár \  Starfsmenn búsettir:
á Austurlandi
annars staðar á Íslandi
erlendis
 2008  89 % 10 %
1 %
 2009  88 % 12 %
0 %
 2013  91 % 9 %
0 %
 2014  93,5 % 6,5 %
0 %
 2015  93 % 7 %
0 %
 2016  94,6 % 5,4 % 0 % 
 2017  95 % 5 % 0 %
 2018  96,1 %
3,9 %
0 %
  

Tafla 4. Lögheimili starfsmanna Fjarðaáls

  Fjarðabyggð
Fljótsdalshérað/Fljótsdalur
Annars staðar á Austurlandi
Utan Austurlands
 2016

 61,7 %

 29,2 %

 3,6 %

 5,4 %

 2017  61,8 %  29,8 %  5 %  3,5 %
 2018  62,64 %  29,74 %  3,9 %
 3,72 %

Uppfært: 12. mars 2019
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2008 - 2019).

Búseta starfsmanna Fljótsdalsstöðvar.

Á árunum 2008 til 2010 bjó einn starfsmaður, af tólf, annars staðar á Íslandi. Eftir það hafa verið 13 starfsmenn í Fljótsdalsstöð og allir búsettir á Austurlandi.


Uppfært: 9. júlí 2019
Heimild: Landsvirkjun (2008 - 2019).b. Fjöldi og hlutfall starfa í lykilatvinnugreinum á Austurlandi og á landsvísu.

Landshlutagreining á atvinnulífi er ekki lengur unnin árlega hjá Hagstofu Íslands. Hér eru settar fram upplýsingar úr manntali 2011.

Mynd 2. Starfandi eftir atvinnugreinum og kyni á Íslandi og Austurlandi (Hagstofa Íslands 2012).Þjónustukönnun Byggðastofnunnar 2017

Mynd 3. Atvinnugreinar eftir kyni á Austurlandi - þjónustukönnun Byggðastofnunnar gerð 2017.

Hlutfallslega störfuðu flestar konur eða 24% á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu og 20% við fræðslustarfsemi. Hlutfallslega störfuðu flestir karlar eða 12% við byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 10% við framleiðslustörf án fiskvinnslu og sama hlutfall starfaði við veitustarfsemi og meðhöndlun úrgangs (mynd 6). Niðurstöðurnar gefa til kynna að starfsvettvangur flestra kvennanna sé hjá opinberum stofnunum en að karlarnir starfi flestir hjá einkareknum fyrirtækjum (Byggðastofnun).

Heimild:

Hagstofa Íslands 2019, sótt á vef Hagstofu Íslands á slóðina https://px.hagstofa.is:443/pxis/sq/83d33eaf-c785-4b03-a872-ba60cea07649

Byggðastofnun, sótt á vef 10. júlí 2019 á slóðina https://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/thjonustukonnun2018/4-austurland-loka.pdf

Uppfært: 10. júlí 2019.c. Hlutfall vinnuafls á Austurlandi sem starfar fyrir Landsvirkjun og Fjarðaál.

Tafla 5. Hlutfall vinnuafls á Austurlandi sem starfar fyrir Fjarðaál og Landsvirkjun

  Landsvirkjun
Fjarðaál
  2007
  4,1 %
  2008
 0,2 %
6,0 %
  2009  0,2 % 6,9 %
  2010  0,2 % 7,0 %
  2011  0,2 % 7,1 %
  2012  0,2 % 7,3 %
  2013  0,2 % 6,6 %
  2014  0,2 % 7,0 %
  2015  0,2 % 7,2 %
  2016
 0,2 % 7,7 %
  2017  0,2 % 7,5 % 
 2018  0,2 % 7,1 %

Ný uppfærsla frá Vinnumálastofnun kom 2018 með leiðréttum tölum aftur í tímann. Gögn því uppfærð frá 2007 - 2017.

Uppfært: 17. maí 2019

Heimildir:

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

a. Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar sem eru við ráðningu. (Áhrif framkvæmda: bein):

  • Íbúar Austurlands.
  • Brottfluttir Austfirðingar (á bara við Fljótsdalsstöð).
  • Aðrir starfsmenn búsettir á Íslandi.
  • Aðrir starfsmenn búsettir erlendis.

b. Fjöldi og hlutfall starfa í lykilatvinnugreinum á Austurlandi og á landsvísu. (Áhrif framkvæmda: óbein).

c. Hlutfall vinnuafls á Austurlandi sem starfar fyrir Fjarðaál og Landsvirkjun. (Áhrif framkvæmda: óbein).

Áætlun um vöktun

a. Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum.

b. Upplýsingar fáanlegar á heimasíðu Hagstofunnar. Hachman vísitalan verður notuð til að reikna út fjölbreytni á Austurlandi í samanburði við efnahagslega fjölbreytni á landsvísu. Upplýsingum verður safnað árlega.

c. Upplýsingar frá Landsvirkjun og Fjarðaáli bornar saman við upplýsingar Hagstofunnar um vinnuafl á Austurlandi. Þetta verði gert árlega.

Markmið

a. Byggingar- og rekstrartími: Markmið á ekki við. Upplýsingum verður miðlað.

b. Rekstrartími: Viðhalda fjölbreytileika í atvinnulífi.

c. Rekstrartími: Hlutfall mun minnka með tímanum.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Uppfært:  9. maí 2019

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 30. apríl 2019 var eftirfarandi breyting samþykkt:

Áætlun um vöktun

 Texti fyrir breytingu
Texti eftir breytingu
 

a liður

Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum. Verktakar skila upplýsingum til þeirra starfsmanna innan fyrirtækja sem bera ábyrgð á vísinum

 

a liður

Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum.

Rökstuðningur breytinga: Ógerlegt er að nálgast gögn frá verktökum.Á ársfundi verkefnisins 6. maí 2015 var eftirfarandi breyting samþykkt:

Hvað er mælt ?

  Texti fyrir breytingu:
Texti eftir breytingu:
  Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Landsvirkjunar sem eru við ráðningu
  • Íbúar Austurlands
  • Brottfluttir Austfirðingar
  • Aðrir starfsmenn búsettir á Íslandi
  • Aðrir starfsmenn búsettir erlendis
Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar sem eru við ráðningu

Engin breyting hjá Landsvirkjun

Fjarðaál fellir niður "Brottfluttir Austfirðingar".  Annað óbreytt.
Rökstuðningur breytinga: 

Álverið  heldur ekki utan um tölur um brottflutta Austfirðinga og ábyrgðarmenn vísis innan álvers leggja til að mælikvarðinn verði lagður niður.  Ástæðan er að ekki er til viðurkennd skilgreining á þessum mælikvarða og þar af leiðandi ógerlegt að halda utan um slíkar skráningar á kerfisbundinn hátt.
  Fljótsdalsstöð heldur hins vegar utan um þetta.  Þar sem starfsfólk er mun færra er það viðráðanlegra og meta þeir sjálfir hverjir teljast brottfluttir.


Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna. Þessi vísir var upphaflega númer 12.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins 2004 og 2005.

Grunnástand

Atvinnutækifæri á Austurlandi voru tiltölulega fábreytt árið 2003 og hátt hlutfall starfa voru láglaunastörf. Atvinnulíf á Austfjörðum var um margt frábrugðið því sem gerist á landsvísu. Munur felst einkum í því að einungis um 10% starfa á Íslandi voru í landbúnaði, við fiskveiðar og fiskvinnslu en um þriðjungur starfa á Austurlandi féll undir þessar atvinnugreinar.

Vinnuafl eftir atvinnugreinum á Íslandi og á Austurlandi 2003 (grunnástand).

Visir-1.12-b-tafla-2003-vinnuafl-atvinnugreinar


Ekki eru til nýrri upplýsingar sem sýna hlutfallslega skiptingu vinnuafls eftir atvinnugreinum á Austurlandi en upplýsingar frá 2003. Nýjustu upplýsingar Hagstofunnar sýna hlutfallslega skiptingu vinnuafls á Íslandi í heild, landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu á árinu 2008. Til þess að skoða breytingu á landinu í heild er hægt að smella  hér.

Heimild: Hagstofa Íslands

Forsendur fyrir vali á vísi

Mikilvægt er að viðhalda og auka fjölbreytni atvinnulífsins á áhrifasvæðum Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar. Fjölbreytt atvinnulíf, sem þarf ekki að treysta of mikið á eina atvinnugrein, er stöðugra til lengri tíma litið en einhæft atvinnulíf. Fylgst er með atvinnu sem tengist framkvæmdum fyrirtækjanna með beinum hætti en einnig í öðrum greinum sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þeirra. Hlutfall vinnuafls Fjarðaáls og Landsvirkjunar á Austurlandi er mælt til að meta að hve miklu leyti atvinnulífið byggir á störfum hjá þessum fyrirtækjum.