1.12 Vinnumarkaðurinn

Vísir 1.12 - Vinnumarkaðurinn

Visir_1_12Í þessum vísi er fylgst með atvinnu sem tengist framkvæmdum fyrirtækjanna með beinum hætti en einnig í öðrum greinum sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þeirra.

Niðurstöður


a. Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Landsvirkjunar sem eru við ráðningu; íbúar Austurlands, brottfluttir Austfirðingar, aðrir starfsmenn búsettir á Íslandi, erlendir starfsmenn búsettir utan Íslands.


Búseta starfsmanna við ráðningu frá upphafi

Mynd 1 Búseta nýrra starfsmanna Fljótsdalsstöðvar við ráðningu.

Uppfært: 15. mars 2019

Heimild: Landsvirkjun (2008 - 2019)

Tafla 2:  Búseta nýrra starfsmanna Alcoa Fjarðaáls við ráðningu.

Ár \ Búseta
Austurland
Annars staðar á Íslandi
Erlendis
 2010  52 %  47 %  1 %
 2011  55 %  45 %  0 %
 2012  51 %  49 %  0 %
 2013  57 %  43 %  0 %
 2014  77 %  19 %  4 %

Uppfært:  10.3.2015  (endurskoðað 7.6.2016)
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2010 - 2015).

 

Tafla 3. Búseta nýrra starfsmanna Alcoa Fjarðaáls við ráðningu

 
Fjarðabyggð
Fljótsdalshérað/Fljótsdalur
Annars staðar á Austurlandi
Utan Austurlands
2015  58,3 %  30,5 %  4,7 %  6,5 %
2016   70 %  22 %  5 %   3 %
2017  74 %  19 %  3 %  3 %
 2018  75 %
 17 %
 0 %
 8 %
 

Uppfært 12. mars 2019
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2016-2019)


Hlutfallsleg búseta starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar á árunum 2008 - 2017

 

Tafla 4: Búseta starfsmanna Alcoa Fjarðaáls.

Ár \  Starfsmenn búsettir:
á Austurlandi
annars staðar á Íslandi
Erlendis
 2008  89 % 10 %
1 %
 2009  88 % 12 %
0 %
 2013  91 % 9 %
0 %
 2014  93,5 % 6,5 %
0 %
 2015  93 % 7 %
0 %
 2016  94,6 % 5,4 % 0 % 
 2017  95 % 5 % 0 %
 2018  96,1 %
3,9 %
0 %
  

Tafla 5. Lögheimili starfsmanna Fjarðaáls

  Fjarðabyggð
Fljótsdalshérað/Fljótsdalur
Annars staðar á Austurlandi
Utan Austurlands
 2016

 61,7 %

 29,2 %

 3,6 %

 5,4 %

 2017  61,8 %  29,8 %  5 %  3,5 %
 2018  62,64 %  29,74 %  3,9 %
 3,72 %

Uppfært: 12. mars 2019
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2008 - 2019).

Tafla 6. Búseta starfsmanna Fljótsdalsstöðvar. 

Ár \ Starfsmenn búsettir
Á Austurlandi
Annars staðar á Íslandi
 2008 92 %  8 %
 2009 92 %
 8 %
 2010 92 %
 8 %
 2011 100 %
 0 %
 2012 100 %
 0 %
 2013 100 %
 0 %
 2014 100 %
 0 %
 2015 100 %
 0 %
 2016 100 %   0 % 
 2017 100 %   0 % 
 2018 100 %
 0 %

Uppfært: 12. mars 2019
Heimild: Landsvirkjun (2008 - 2019).b. Fjöldi og hlutfall starfa í lykilatvinnugreinum á Austurlandi og á landsvísu.

Landshlutagreining á atvinnulífi er ekki lengur unnin árlega hjá Hagstofu Íslands. Hér eru settar fram upplýsingar úr manntali 2011.Heimild: Hagstofa Íslands 2012
Uppfært: 27.01.2016.c. Hlutfall vinnuafls á Austurlandi sem starfar fyrir Landsvirkjun og Fjarðaál.

Tafla 7. Hlutfall vinnuafls á Austurlandi sem starfar fyrir Fjarðaál og Landsvirkjun

  Landsvirkjun
Fjarðaál
  2007
  4,1 %
  2008
 0,2 %
6,0 %
  2009  0,2 % 6,9 %
  2010  0,2 % 7,0 %
  2011  0,2 % 7,1 %
  2012  0,2 % 7,3 %
  2013  0,2 % 6,6 %
  2014  0,2 % 7,0 %
  2015  0,2 % 7,2 %
  2016
 0,2 % 7,7 %
  2017  0,2 % 7,5 % 
 2018  0,2 % 7,1 %

Ný uppfærsla frá Vinnumálastofnun kom 2018 með leiðréttum tölum aftur í tímann. Gögn því uppfærð frá 2007 - 2017.

Uppfært: 17. maí 2019

Heimildir:

 • Alcoa Fjarðaál (2008 - 2019)
 • Landsvirkjun ( 2008 - 2019)
 • Vinnumálastofnun Íslands (2019) Sótt 17. maí, 201f af slóðinni

  https://vinnumalastofnun.is/media/2252/atvleysi-mannafli-sveitfel-arleg-samantekt-nytt.xlsx


Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

a. Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar sem eru við ráðningu. (Áhrif framkvæmda: bein):

 • Íbúar Austurlands;
 • Brottfluttir Austfirðingar (á bara við Fljótsdalsstöð).
 • Aðrir starfsmenn búsettir á Íslandi; 
 • Erlendir starfsmenn búsettir utan Íslands

b. Fjöldi og hlutfall starfa í lykilatvinnugreinum á Austurlandi og á landsvísu. (Áhrif framkvæmda: óbein).

c. Hlutfall vinnuafls á Austurlandi sem starfar fyrir Fjarðaál og Landsvirkjun. (Áhrif framkvæmda: óbein).

Áætlun um vöktun

a. Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum.

b. Upplýsingar fáanlegar á heimasíðu Hagstofunnar. Hachman vísitalan verður notuð til að reikna út fjölbreytni á Austurlandi í samanburði við efnahagslega fjölbreytni á landsvísu. Upplýsingum verður safnað árlega.

c. Upplýsingar frá Landsvirkjun og Fjarðaáli bornar saman við upplýsingar Hagstofunnar um vinnuafl á Austurlandi. Þetta verði gert árlega.

Markmið

a. Byggingar- og rekstrartími: Markmið á ekki við. Upplýsingum verður miðlað.

b. Rekstrartími: Viðhalda fjölbreytileika í atvinnulífi.

c. Rekstrartími: Hlutfall mun minnka með tímanum.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Uppfært:  9. maí 2019

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 30. apríl 2019 var eftirfarandi breyting samþykkt:

Áætlun um vöktun

 Texti fyrir breytingu
Texti eftir breytingu
 

a liður

Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum. Verktakar skila upplýsingum til þeirra starfsmanna innan fyrirtækja sem bera ábyrgð á vísinum

 

a liður

Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum.

Rökstuðningur breytinga: Ógerlegt er að nálgast gögn frá verktökum.Á ársfundi verkefnisins 6. maí 2015 var eftirfarandi breyting samþykkt:

Hvað er mælt ?

  Texti fyrir breytingu:
Texti eftir breytingu:
  Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Landsvirkjunar sem eru við ráðningu
 • Íbúar Austurlands;
 • Brottfluttir Austfirðingar;
 • Aðrir starfsmenn búsettir á Íslandi
 • Erlendi starfsmenn búsettir utan Íslands
Hlutfall nýrra starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar sem eru við ráðningu

Engin breyting hjá Landsvirkjun

Fjarðaál fellir niður "Brottfluttir Austfirðingar".  Annað óbreytt.
Rökstuðningur breytinga: 

Álverið  heldur ekki utan um tölur um brottflutta Austfirðinga og ábyrgðarmenn vísis innan álvers leggja til að mælikvarðinn verði lagður niður.  Ástæðan er að ekki er til viðurkennd skilgreining á þessum mælikvarða og þar af leiðandi ógerlegt að halda utan um slíkar skráningar á kerfisbundinn hátt.
  Fljótsdalsstöð heldur hins vegar utan um þetta.  Þar sem starfsfólk er mun færra er það viðráðanlegra og meta þeir sjálfir hverjir teljast brottfluttir.


Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna. Þessi vísir var upphaflega númer 12.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins 2004 og 2005.

Grunnástand

Atvinnutækifæri á Austurlandi voru tiltölulega fábreytt árið 2003 og hátt hlutfall starfa voru láglaunastörf. Atvinnulíf á Austfjörðum var um margt frábrugðið því sem gerist á landsvísu. Munur felst einkum í því að einungis um 10% starfa á Íslandi voru í landbúnaði, við fiskveiðar og fiskvinnslu en um þriðjungur starfa á Austurlandi féll undir þessar atvinnugreinar.

Vinnuafl eftir atvinnugreinum á Íslandi og á Austurlandi 2003 (grunnástand).

Visir-1.12-b-tafla-2003-vinnuafl-atvinnugreinar


Ekki eru til nýrri upplýsingar sem sýna hlutfallslega skiptingu vinnuafls eftir atvinnugreinum á Austurlandi en upplýsingar frá 2003. Nýjustu upplýsingar Hagstofunnar sýna hlutfallslega skiptingu vinnuafls á Íslandi í heild, landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu á árinu 2008. Til þess að skoða breytingu á landinu í heild er hægt að smella  hér.

Heimild: Hagstofa Íslands

Forsendur fyrir vali á vísi

Mikilvægt er að viðhalda og auka fjölbreytni atvinnulífsins á áhrifasvæðum Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar. Fjölbreytt atvinnulíf, sem þarf ekki að treysta of mikið á eina atvinnugrein, er stöðugra til lengri tíma litið en einhæft atvinnulíf. Fylgst er með atvinnu sem tengist framkvæmdum fyrirtækjanna með beinum hætti en einnig í öðrum greinum sem verða fyrir áhrifum af starfsemi þeirra. Hlutfall vinnuafls Fjarðaáls og Landsvirkjunar á Austurlandi er mælt til að meta að hve miklu leyti atvinnulífið byggir á störfum hjá þessum fyrirtækjum.