Vísir 1.14 - Tekjur íbúa
Hér eru annars vegar meðallaun á Austurlandi borin saman við meðallaun á Íslandi og hins vegar eru laun starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar skoðuð í samanburði við meðallaun á Íslandi.
Niðurstöður
a. Meðaltekjur á Austurlandi samanbornar við meðaltekjur á Íslandi annars vegar og uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs hins vegar.
Myndir: Meðaltekjur í þúsundum króna á Austurlandi samanborið við landið allt. Upplýsingarnar eru fengnar úr skattgrunnskrá. Í skránni eru reiknaðar meðalatvinnutekjur á alla Íslendinga, 16 ára og eldri. Annars vegar rauntekjur og hins vegar reiknað út frá vísitölu neysluverðs með grunn 2001. Í hrágögnum er hægt að nálgast allar tölur.
Uppfært 20.3.2018 endurskoðað 8.8.2018
Heimild: Hagstofa Íslands, Vefur Ríkisskattstjóra Sótt mars 2018
https://www.rsk.is/fagadilar/stadtolur-skatta/alagning-einstaklinga/
Hrágögn í excelb. Meðaltekjur starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar í samanburði við aðrar atvinnugreinar á Austurlandi og Íslandi.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðaltekjur í einstaka atvinnugreinum á Austurlandi að svo stöddu og því er hér aðeins um heildar samanburð að ræða. Í töflu 1 má sjá þróun í launatekjum á undanförnum árum.
Tafla 1. Meðalárslaun starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar í samanburði við meðaltekjur fullvinnandi á Íslandi (milljónir króna).
Ísland |
Alcoa Fjarðaál |
Fljótsdalsstöð |
|
---|---|---|---|
2007 | 5,1 | 5,9 |
7,3 |
2008 | 5,4 |
6,8 |
7,7 |
2009 | 5,1 |
7,2 |
7,9 |
2010 | 5,3 |
6,9 |
8,6 |
2011 | 5,6 |
7,4 |
8,9 |
2012 | 6,1 |
8,0 |
7,9 |
2013 | 6,7 |
8,3 |
8,3 |
2014 | 7,0 |
8,2 |
8,9 |
2015 | 7,6 | 8,6 | 10,4 |
2016 | 8,0 | 8,6 | 10,7 |
2017 | 8,5 | 8,7 | 10,0 |
Uppfært: 2.2.2018 og 24.9.2018
Heimildir:
- Alcoa Fjarðaál (2018)
- Landsvirkjun (2010 - 2018)
- Hagstofa Íslands. Sótt 24.9.2018 á:
http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__launogtekjur__1_laun__1_laun/VIN02003.px/table/tableViewLayout1/?rxid=e638b4eb-acfa-4792-96ae-d1c8b82fd28e
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
-
Meðaltekjur á Austurlandi bornar saman við meðaltekjur á landsvísu. (Áhrif framkvæmd: afleidd).
- Meðaltekjur starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar í samanburði við aðrar atvinnugreinar á Austurlandi og Íslandi. (Áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun
- Hagstofa Íslands birtir reglulega upplýsingar um meðaltekjur á landsvísu, skipt niður eftir landssvæðum.
- Starfsmannasvið Landsvirkjunar og fjármálateymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum.
Markmið
- Jafnt eða hærra en meðaltal á landsvísu.
- Jafnt eða hærra en meðaltekjur í öðrum atvinnugreinum á Austurlandi.
Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.
Breytingar á vísi
Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna. Þessi vísir var upphaflega númer 6.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins 2004 og 2005.
Forsendur fyrir vali á vísi
Meðaltekjur eru gagnlegur vísir til að bera saman fjárhagslega velferð á mismunandi svæðum. Fljótsdalsstöð og Fjarðaál eru líkleg til að hafa áhrif á meðaltekjur á Austurlandi. Starfsfólk og fjölskyldur þeirra fá beinar tekjur frá fyrirtækjunum. En áhrif fyrirtækjanna á tekjur á svæðinu verða einnig óbein þar sem fjölmörg afleidd störf skapast innan svæðisins.
Grunnástand
2007 | |
---|---|
Ísland | 5,1 |
Fjarðaál | 5,9 |
Fljótsdalsstöð | 7,3 |