1.14 Tekjur íbúa

Vísir 1.14 - Tekjur íbúa

Hér eru annars vegar meðallaun á Austurlandi borin saman við meðallaun á Íslandi og hins vegar eru laun starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar skoðuð í samanburði við meðallaun á Íslandi.


Niðurstöður

a. Meðaltekjur á Austurlandi samanbornar við meðaltekjur á Íslandi uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs.

Meðaltekjur á Austurlandi samanbornar við meðaltekjur á Íslandi uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs.


Mynd 1: Meðaltekjur í þúsundum króna  á Austurlandi samanborið við landið allt.  Upplýsingarnar eru fengnar úr skattgrunnskrá. Í skránni eru reiknaðar meðal­atvinnu­tekjur á alla Íslendinga, 16 ára og eldri, reiknað út frá vísitölu neysluverðs með grunn 2016. Í hrágögnum er hægt að nálgast allar tölur.

Uppfært 15. júlí 2019
Heimild: Vefur Ríkisskattstjóra. Sótt mars 2018

https://www.rsk.is/fagadilar/stadtolur-skatta/alagning-einstaklinga/

Hrágögn í excel  
b. Meðaltekjur starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar í samanburði við aðrar atvinnugreinar á Austurlandi og Íslandi.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðaltekjur í einstaka atvinnugreinum á Austurlandi að svo stöddu og því er hér aðeins um heildar samanburð að ræða. Í töflu 1 má sjá þróun í launatekjum á undanförnum árum.

 

Tafla 1. Meðalárslaun starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar í samanburði við meðaltekjur fullvinnandi á Íslandi (milljónir króna) (Hagstofa Íslands).

  Ísland
Alcoa Fjarðaál
Fljótsdalsstöð
 2007 5,1 5,9
7,3
 2008 5,4
6,8
7,7
 2009 5,1
7,2
7,9
 2010 5,3
6,9
8,6
 2011 5,6
7,4
8,9
 2012 6,1
8,0
7,9
 2013 6,7
8,3
8,3
 2014 6,8
8,2
8,9
 2015 7,3 8,6 10,4
 2016 8,0 8,6 10,7
 2017 8,5 8,7  10,0 
 2018 8,7
8,8
10,9

Uppfært: 15. júlí 2019

Heimildir: 

  • Alcoa Fjarðaál (2010 - 2019) Sótt á vef Alcoa Fjarðaáls á slóðina http://alcoa.samfelagsskyrsla.is/efnahagur
  • Landsvirkjun (2010 - 2019)
  • Hagstofa Íslands. Sótt 15. júlí 2019 á slóðina https://px.hagstofa.is:443/pxis/sq/a84c49f6-ee30-4ab4-9a40-9220392aa001
  • Hagstofa Íslands. Eldra efni. Sótt 15. júlí 2019 á slóðina: https://px.hagstofa.is:443/pxis/sq/38afea59-ab3d-4408-bf06-7f24175a75d8

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

  1. Meðaltekjur á Austurlandi bornar saman við meðaltekjur á landsvísu. (Áhrif framkvæmd: afleidd).

  2. Meðaltekjur starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar í samanburði við aðrar atvinnugreinar á Austurlandi og Íslandi. (Áhrif framkvæmda: bein).

Áætlun um vöktun

  1. Hagstofa Íslands birtir reglulega upplýsingar um meðaltekjur á landsvísu, skipt niður eftir landssvæðum.
  2. Starfsmannasvið Landsvirkjunar og fjármálateymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum.

Markmið

  1. Jafnt eða hærra en meðaltal á landsvísu.
  2. Jafnt eða hærra en meðaltekjur í öðrum atvinnugreinum á Austurlandi.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna. Þessi vísir var upphaflega númer 6.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins 2004 og 2005.

Forsendur fyrir vali á vísi

Meðaltekjur eru gagnlegur vísir til að bera saman fjárhagslega velferð á mismunandi svæðum. Fljótsdalsstöð og Fjarðaál eru líkleg til að hafa áhrif á meðaltekjur á Austurlandi. Starfsfólk og fjölskyldur þeirra fá beinar tekjur frá fyrirtækjunum. En áhrif fyrirtækjanna á tekjur á svæðinu verða einnig óbein þar sem fjölmörg afleidd störf skapast innan svæðisins.

Grunnástand

   2007
 Ísland  5,1
 Fjarðaál  5,9
 Fljótsdalsstöð  7,3