1.18 Samfélagsleg velferð

Vísir 1.18 - Samfélagsleg velferð

Hér má sjá upplýsingar annars vegar um tíðni lögbrota á Austurlandi samanborið  við landið allt og hins vegar tíðni slysa á völdum leiðum á Austurlandi.

 

Niðurstöður


a. Fjöldi auðgunarbrota, líkamsárása og skemmdarverka miðað við höfðatölu í lögregluumdæmum á Austurlandi og á landsvísu.

 

Fjöldi auðgunarbrota á hverja 10.000 íbúa

 Fjöldi auðgunarbrota á hverja 10.000 íbúa

Mynd 1. Fjöldi auðgunarbrota á hverja 10.000 íbúa á Íslandi og Austurlandi

 

 


Fjöldi ofbeldisbrota á hverja 10.000 íbúa.

Fjöldi ofbeldisbrota á hverja 10.000 íbúa

Mynd 2. Fjöldi ofbeldisbrota á hverja 10.000 íbúa á Íslandi og Austurlandi.

 

 

Fjöldi eignaspjalla á hverja 10.000 íbúa.

Fjöldi eignaspjalla á hverja 10.000 íbúa
Mynd 3. Fjöldi eignaspjalla á hverja 10.000 íbúa á Íslandi og Austurlandi.

 

Heimild: Lögregluvefurinn, sótt 16.2.2018 afhttp://www.logreglan.is/utgafa/tolfraedi/stadfestar-tolur/
Uppfært:  16.2.2018

 


b. Slysatíðni á hverja milljón ekinna km  á völdum leiðum.

Slysatíðni á hverja milljón ekinna km á völdum leiðumMynd 4. Slysatíðni á hverja milljón ekinna kílómetra á völdum leiðum á Austurlandi 2002-2016.   

Leiðirnar eru:

 1. Egilsstaðir - Reyðarfjörður
 2. Fáskrúðsfjörður - Reyðarfjörður
 3. Egilsstaðir - Hallormsstaðaskógur
 4. Reyðarfjörður - Norðfjörður

 

Heimild: Vegagerðin, slysatíðni sótt 21.2.2018 af: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/umferdaroryggismal/slysatidni/
Uppfært: 22.02.2018


c. Fjöldi fíkniefnabrota á hverja 10.000 íbúa.

Fjöldi fíkniefnabrota á hverja 10.000 íbúa

Mynd 5. Fjöldi fíkniefnabrota á hverja 10.000 íbúa á Austurlandi og Íslandi

 

 

Heimild: Lögregluvefurinn, sótt 16.2.2018 af http://www.logreglan.is/utgafa/tolfraedi/stadfestar-tolur/
Uppfært:  16.2.2018

 

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

a.  Fjöldi auðgunarbrota, líkamsárása og skemmdarverka miðað við höfðatölu í lögregluumdæmum á Austurlandi og á landsvísu.

(Áhrif framkvæmda: afleidd).

b.  Slysatíðni á fjölda ekinna kílómetra á eftirtöldum leiðum.

(Áhrif framkvæmda: afleidd):

Egilsstaðir - Reyðarfjörður

Fáskrúðsfjörður - Reyðarfjörður

Egilsstaðir - Hallormsstaðaskógur

Reyðarfjörður - Norðfjörður

c.  Fjöldi fíkniefnabrota miðað við höfðatölu á Austurlandi í samanburði við landið í heild.

(Áhrif framkvæmda: afleidd)

Áætlun um vöktun

 1. Ríkislögreglustjóri birtir á vefsíðu sinni árlegar skýrslur yfir glæpatíðni, skipt niður eftir lögregluumdæmum. Hvert atvik er skráð.
 2. Vegagerðin safnar upplýsingum um slys á hvern ekinn kílómetra og er með sjálfvirka mæla víðsvegar um landið sem telja fjölda bíla sem keyra hjá á ákveðnum leiðum. Upplýsingum er safnað jafnóðum með sjálfvirkum mælingum.
 3. Úr lögregluskýrslum

Markmið

 1. Tíðni afbrota á Austurlandi lægri en tíðni afbrota á landsvísu.
 2. Fjöldi slysa (á hverja milljón ekinna km) minni eða jöfn viðmiðunargildi. Slysatíðni er reiknuð út frá fjölda slysa og eknum km sem mælakerfi Vegagerðarinnar vaktar.
 3. Fjöldi afbrota (á 10.000 íbúa) færri eða jöfn viðmiðunargildi.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 8. maí 2018 var eftirfarandi breyting á vísi samþykkt

 Texti fyrir breytinguTexti eftir breytingu 
Slysatíðni á fjölda ekinna kílómetra á eftirtöldum leiðum.
 • Egilsstaðir - Reyðarfjörður
 • Fáskrúðsfjörður - Reyðarfjörður
 • Egilsstaðir - Hallormsstaðaskógur
Slysatíðni á fjölda ekinna kílómetra á eftirtöldum leiðum.
 • Egilsstaðir - Reyðarfjörður
 • Fáskrúðsfjörður - Reyðarfjörður
 • Egilsstaðir - Hallormsstaðaskógur
 • Reyðarfjörður - Norðfjörður

Rökstuðningur breytinga  Nestkaupstaður og Eskifjörður eru innan atvinnusóknarsvæðis álversins og því eðlilegt að mælingar á slysatíðni innifeli þessa leið.


Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 8.1 og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.

Grunnástand

1.18 Grunnástand

Forsendur fyrir vali á vísi

Aukin glæpatíðni getur verið merki um óróleika og óstöðugleika og setur ekki jákvæðan brag á samfélagið. Glæpatíðni miðað við höfðatölu er gagnlegur vísir til að fylgjast með félagslegri velferð og öryggi íbúa. Lífsgæði íbúa í samfélagi þar sem glæpatíðni er lág eru meiri en í samfélagi með háa glæpatíðni. Tilkoma Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaáls hefur margvísleg samfélagsleg áhrif, sérstaklega vegna fjölda nýrra íbúa. Vísir sem fylgist með þróun glæpatíðni getur gefið upplýsingar um langtíma stöðugleika á svæðinu.

Bygging og rekstur Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaáls leiðir til aukinnar umferðar á áhrifasvæði framkvæmdanna bæði vegna starfsmanna sem aka til vinnu en einnig vegna flutninga á vörum, tækjum og búnaði sem tengjast byggingu og rekstri virkjunar og álvers. Með því að fylgjast með slysatíðni á völdum vegarköflum er hægt að fylgjast með breytingum á slysatíðni og grípa til ráðstafana um úrbætur ef nauðsyn krefur.

Andlegt og líkamlegt heilbrigði íbúa hefur mikil áhrif á samfélagslega velferð.  Andfélagsleg hegðun einstaklinga t.a.m. fíkniefnanotkun getur haft veruleg neikvæð samfélagsleg áhrif.  Fíkniefnanotkun getur tengst öðrum samfélagsvanda eins og atvinnuleysi og glæpum og aukin tíðni fíkniefnanotkunar getur verið vísbending um neikvæða samfélagsþróun sem dregur úr velferð.

Ítarefni

Á slysakorti umferðastofu má sjá ítarlegar upplýsingar um slys á Íslandi.

Embætti landlæknis birtir árlega lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum. Hlekkir á lýðheilsuvísa fyrir Austurland má skoða hér að neðan.

Lýðheilsuvísar 2018

Lýðheilsuvísar 2017

Lýðheilsuvísar 2016