1.19 Viðhorf samfélags til starfsemi Fjarðaáls og Landsvirkjunar

Vísir 1.19 - Viðhorf samfélags til starfsemi Fjarðaáls og Landsvirkjunar

Bæði Fjarðaál og Landsvirkjun leggja mikla áherslu á jákvæð samskipti við íbúa á Austurlandi. Hér eru birtar niðurstöður úr könnunum á viðhorfi íbúa á Austurlandi til fyrirtækjanna tveggja.

Niðurstöður


Eftirfarandi myndir sýna viðhorf íbúa á Austurlandi til Fjarðaáls og Landsvirkjunar á árunum 2004 - 2018.

Árið 2018 reyndust 76,9 % svarenda jákvæðir í garð Alcoa Fjarðaáls og er það í þrettánda skipti síðan mælingar hófust, sem markmið nást um að 75% íbúa eða meira séu jákvæðir í garð fyrirtækisins.  Landsvirkjun hefur framkvæmt mælingar frá 2005 en markmiðið um jákvætt viðhorf 75% íbúa hefur ekki alltaf náðst, árið 2018 sögðust 67,9 % svarenda vera jákvæðir gagnvart Landsvirkjun.

Skýrsla Capacent Gallup fyrir Landsvirkjun 2018

Mynd 1: Viðhorf íbúa á Austurlandi til Landsvirkjunar í október og nóvember 2018 og þróun síðan 2005.  Spurt var:  Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart Landsvirkjun?

Hægt er að skoða skýrslur Capacent Gallup um viðhorfskannanir undir ítarefni.

Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart Alcoa Fjarðaáli?

Skýrsla Capacent Gallup fyrir Alcoa Fjarðaál 2018

Mynd 2: Viðhorf íbúa á Austurlandi til Alcoa Fjarðaáls 2018 og þróun frá 2004. 

Hægt er að skoða skýrslur Capacent Gallup um viðhorfskannanirnar undir ítarefni.

 

Tafla 1: Samanlagt hlutfall þeirra sem svöruðu að viðhorf þeirra til fyrirtækjanna væri mjög jákvætt eða frekar jákvætt.

Ár \ Fyrirtæki Alcoa Fjarðaál Landsvirkjun
 2004 77,7% -
 2005 78,5% 76,5%
 2006 84,0% -
 2007 76,2% 77,0%
 2008 82,0% 72,9%
 2009 78,4% 76,4%
 2010 81,2% 74,5%
 2011 83,0% 71,4%
 2012 80,2% 68,6%
 2013 80,8% 72,4%
 2014 79,0% 67,3%
 2015 74,1% 66,4%
 2016 72,8%   66.6%
 2017 79,5%   71,7%
 2018 76,9%  67,9%

Ekki voru gerðar viðhorfskannanir vegna Landsvirkjunar árin 2004 og 2006.

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með samskipti Alcoa Fjarðaáls við íbúa á Mið-Austurlandi?

Skýrsla Capacent Gallup fyrir Alcoa Fjarðaál 2018

Mynd 3. Ánægja/óánægja íbúa á Austurlandi með samskipti við Alcoa Fjarðaál 2018. 

Skýrslur Capacent um viðhorf íbúa Mið-Austurlands eru birtar undir ítarefni.  Þar má sjá viðhorf Austfirðinga til fleiri atriða en hér eru sýnd t.d. traust til Alcoa Fjarðaáls, áhrif álversins á búsetuskilyrði á Austurlandi, þjónustu á Austurlandi o.fl.

Uppfært 4. apríl 2019
Heimild: Kannanir Capacent Gallup, 2004 - 2018

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt ?

Regluleg könnun á samfélagslegum viðhorfum – hlutfall svarenda sem telja árangur Fjarðaáls og Landsvirkjunar varðandi framkvæmdir og samskipti við íbúa góðan eða mjög góðan. (Áhrif framkvæmda: bein).

Áætlun um vöktun

Könnun verður gerð árlega á vegum Gallup fyrir bæði fyrirtækin

Markmið

75% Austfirðinga sé jákvæðir gagnvart Fjarðaáli og Landsvirkjun.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Fyrirtækin geta stuðlað að jákvæðri ímynd með góðum starfsháttum.

Breytingar á vísi

Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna. Þessi vísir var upphaflega númer 33.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins 2004 og 2005.

Forsendur fyrir vali á vísi

Bæði Fjarðaál og Landsvirkjun leggja mikla áherslu á jákvæð samskipti við íbúa á Austurlandi. Með því að axla bæði umhverfislega og samfélagslega ábyrgð geta fyrirtækin ræktað góð tengsl við Austfirðinga og þannig vonandi viðhaldið stuðningi samfélagsins við starfsemi fyrirtækjanna á svæðinu.

Grunnástand

Mynd 1.  Viðhorf Austfirðinga til Landsvirkjunar í desember 2005.

Mynd 2.  Viðhorf Austfirðinga til Fjarðaáls í desember 2004 og 2005.

ÍtarefniAlcoa Fjarðaál:

Könnun Capacent Gallup árið 2018
Könnun Capacent Gallup árið 2017
Könnun Capacent Gallup árið 2016
Könnun Capacent Gallup árið 2015
Könnun Capacent Gallup árið 2014
Könnun Capacent Gallup árið 2013
Könnun Capacent Gallup árið 2012
Könnun Capacent Gallup árið 2011
Könnun Capacent Gallup árið 2010
Könnun Capacent Gallup árið 2009
Könnun Capacent Gallup árið 2008
Könnun Capacent Gallup árið 2007
Könnun Capacent Gallup árið 2006
Könnun Capacent Gallup árið 2004 og 2005


Landsvirkjun:

Könnun Capacent Gallup árið 2018
Könnun Capacent Gallup árið 2017 
Könnun Capacent Gallup árið 2016
Könnun Capacent Gallup árið 2015
Könnun Capacent Gallup árið 2014
Könnun Capacent Gallup árið 2013
Könnun Capacent Gallup árið 2012
Könnun Capacent Gallup árið 2011
Könnun Capacent Gallup árið 2010
Könnun Capacent Gallup árið 2009
Könnun Capacent Gallup árið 2008
Könnun Capacent Gallup árið 2007
Könnun Capacent Gallup árið 2005

Ekki var gerð könnun árið 2006 og 2004 hjá Landsvirkjun.