1.20 Framboð á menningarviðburðum

Vísir 1.20 - Framboð á menningarviðburðum

 

Visir_1_20_ÞjóðleikurHér sést leikhópur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu á sviði en sýningin var eitt af atriðunum á Þjóðleik 2009. Í Þjóðleik tóku þátt 14 leikhópar en þer sem sóttu hann voru m.a. forseti Íslands og menntamálaráðherra.

 

Niðurstöður


Spurningavagn Gallup fer af stað á Austurlandi, að hausti, á hverju ári fyrir Alcoa Fjarðaál. Þar eru m.a. spurningar sem tengjast framboði á menningarviðburðum og eru niðurstöður þeirra birtar hér. Árið 2018 voru 1.234 manns í úrtaki og var svarhlutfall 44,5 %.

Gallup spurningavagn 2018

Mynd 1. Spurning nr. 11 - Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með úrval menningarviðburða sem í boði eru á Austurlandi.

 Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur) 
2016  74,6 %15,4 % 10 % 
2017 73,4 %18,1 %  8,9 % 
2018
 68,9 %23,8 %
 7,3 %

Heimild: Alcoa Fjarðaál - (Könnun Capacent Gallup 2016-2018)
Uppfært: 27. febrúar 2019

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Ánægja íbúa með framboð á menningarviðburðum. (Áhrif framkvæmda: afleidd)

Áætlun um vöktun

Úrtakskönnun meðal íbúa á Austurlandi.

Markmið

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða. Þó geta fyrirtækin stutt við menningarviðburði með ýmsum hætti.


Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 8. maí 2018 var eftirfarandi breyting á vísi samþykkt.

Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu 
 Hvað er mælt
  • Fjöldi menningarviðburða á ári.
Hvað er mælt
  • Ánægja íbúa með framboð á menningarviðburðum. 
 Áætlun um vöktun
  • Upplýsingum verður safnað jafnóðum með talningu auglýstra viðburða í svæðisbundnum fjölmiðlum.
 Áætlun um vöktun
  • Úrtakskönnun meðal íbúa á Austurlandi.
 Markmið
  • Fjöldi menningarviðburða meiri eða jafn viðmiðunargildi.
 Markmið
  • Á ekki við, einungis um vöktun að ræða.

Rökstuðningur breytinga. Vísirinn var ræddur í hópavinnu á ársfundi verkefnisins 2011. Þar kom eftirfarandi fram.

Vandamál: Mæling ónákvæm og huglægt mat þess sem safnar upplýsingum lagt til grundvallar niðurstöðu. Skilgreining á „menningarviðburði“ ekki skýrt skilgreind í vöktunaráætlun.

Niðurstaða vinnuhóps var sú að þessi vísir væri mjög mikilvægur fyrir verkefnið og nauðsynlegt væri að mæla þróun á einhvern hátt. Vandamál varðandi skilgreiningu á „menningarviðburði“ rædd og ákveðið að ánægjuvog væri betri aðferð til mælinga en talning auglýstra viðburða. Í stað þess að vera með stífa skilgreiningu á því hvað menningarviðburður er, var lagt til að leyfa svarendum að ákveða í sínum huga hvað menningarviðburður er án þess að þurfa að skilgreina það nánar.

Spurningin gæti hljóðað á eftirfarandi hátt: „Hversu ánægður ertu með framboð menningarviðburða á svæðinu?“ Svarendum svo gefið færi á að lýsa ánægju sinni á mælanlegan hátt með huglægu mati sem krefst ekki skilgreiningar á orðinu „menningarviðburður.“

Athugasemd varðandi þessa mælingu er að auk framboðs á menningarviðburðum væri hægt að kanna þátttöku í menningarviðburðum.

Stýrihóp falið að setja þessa aðferð við mælingu í framkvæmd. Ekki var tekin ákvörðun um könnun á þátttöku í menningarviðburðum.

Forsendur fyrir vali á vísi

Fjölbreytt framboð menningarviðburða er nokkuð sem getur aukið lífsgæði íbúa verulega. Tækifæri til að njóta menningar getur orðið hvati þess að nýir íbúar tengist svæðinu og skiptir máli fyrir félagslega velferð bæði núverandi íbúa og þeirra sem flytja til Austurlands í kjölfar framkvæmda.

Ítarefni


Fróðleikstölur

Eftirfarandi tölur og upplýsingar sem hér eru birtar eru ekki samkvæmt vöktunaráætlun og eru því einungis hugsaðar til fróðleiks.

Tölurnar eru þó þess eðlis að þær gefa vísbendingu um framboð á menningarviðburðum á Austurlandi. Allar tölurnar eru fegnar frá Hagstofu Íslands.

Leikfélög

Fjöldi starfandi áhugaleikfélaga

Mynd 2. Fjöldi starfandi áhugaleikfélaga.

Leikfélög geta verið af ýmsum stærðargráðum, allt frá litlum áhugaleikfélögum til stórra atvinnuleikhópa. Frá 2002 - 2014 voru 4 - 6 áhugaleikfélög starfandi en leikárið 2013/2014 voru 4 áhugaleifélög starfandi.

 

Fjöldi gesta á leiksýningum áhugaleikhúsa á Austurlandi. Mynd 3. Fjöldi gesta á leiksýningum áhugaleikhúsa á Austurlandi.

Hér má sjá fjölda sýningargesta á leiksýningar áhugaleikhúsa. Mestur fór fjöldinn í tæplega 6000 manns leikárið 2002/2003 en þá voru sjö leikfélög starfandi. Á leikári 2013/2014 var fjöldi sýningargesta 1.363 og voru þá 4 áhugaleikhús starfandi.
(smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu)

Söfn

Fjöldi safna, setra sýninga og garða á AusturlandiMynd 4. Fjöldi safna, setra sýninga og garða á Austurlandi.

Söfn af ýmsu tagi geta laðað til sín gesti og endurspeglað blómlegt menningarlíf. Heimamenn jafnt sem ferðamenn geta heimsótt söfn sem geta verið allt frá byggðarsöfnum til listasafna.

Hagstofa Íslands heldur utan um fjölda sýningarstaða og fjölda sýningargesta. Til safna og sýningarstaða teljast : Söfn og setur, minja og munasöfn, byggðarsöfn, sögumynjasöfn, listasöfn og náttúrusöfn.

 Fjöldi gesta á söfnum, setrum, sýningum og görðum


Mynd 5. Fjöldi gesta á söfnum, setrum, sýningum og görðum.

Fjöldi gesta á söfn og sýningar var 60.948 árið 2010. Óhætt er að segja að mikill aukning hafi verið á sýningarstöðum og sýningargestum frá aldamótum. Árið 2000 sóttu um 30.000 manns söfn og sýningar en sex árum síðar voru sýningargestir fleiri en 70.000. Árið 2014 voru tæplega 50.000 gestir.
(smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu)

Heimild: Hagstofa Íslands - samfélag - menning - talnaefni

Uppfært: 27. mars 2018

Fjöldi menningarviðburða á Austurlandi (talið eftir auglýsingum í svæðisbundnum fjölmiðlum og auglýsingamiðlum).

 

1999

2005

Austurland

398

542

Heimild: Ívar Jónsson (2007)

Ívar Jónsson (2007) Árangursmat á samningi ríkisins og sveitarfélaganna á Austurlandi frá 14. maí 2001 og 15.mars 2005 um menningarmál.