1.2 Ánægja starfsfólks

Vísir 1.2 - Ánægja starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar


Ánægja starfsfólks vísir 1-2Landsvirkjun og Alcoa hafa látið Capacent gera ánægjukönnun á meðal starfsfólks fyrirtækjanna undanfarin ár og má sjá niðurstöðurnar hér fyrir neðan.Niðurstöður

Reglubundin könnun Fjarðaáls og Landsvirkjunar meðal starfsfólks um ánægju með starf og vinnustað.

Tafla 1: Svör við spurningunum: ,,Á heildina litið er ég ánægð(ur) með Alcoa Fjarðaál sem vinnustað" og ,,Á  heildina litið er ég ánægð(ur) í starfi mínu hjá Landsvirkjun," eftir því sem við á.

  Landsvirkjun, allir starfsmenn
Landsvirkjun, Fljótsdalsstöð
Alcoa Fjarðaál
Meðaltal fyrirtækja hjá Capacent Gallup
 2008 4,31 4,40 4,07
 4,22
 2009 4,40 4,38 n/a
 4,21
 2010 n/a n/a 3,85
 4,21
 2011 4,39 4,17 4,07
 4,21
 2012 n/a n/a 4,19
 4,22
 2013 4,35 4,69
4,17
 4,24
 2014 4,29 4,46
4,11
 4,23
 2015 4,36 4,54 4,12
 4,25
2016 4,40  4,75 4,22  4,25
 2017 4,44  4,67  4,40 4,25
 2018 4,43
4,85
3,99
4,26Einkunnarskalinn í könnuninni er á bilinu 0 til 5. Ekki var gerð könnun hjá Fjarðaáli 2009 og ekki var gerð könnun hjá Landsvirkjun árin 2010 og 2012.

Meðaleinkunn fyrirtækja sem taka þátt:

Capacent Gallup gefur út meðaltal gagnabanka sem lýsir meðaltali þeirra fyrirtækja sem taka þátt í könnunum hjá þeim á 5 ára tímabili. Gagnabankinn er uppfærður 1 – 2 á ári og breytast þá meðaltalstölur. Oftast eru breytingar mjög litlar (0,01 – 0,03). 

Samanburðarbil Capacent/Gallup:
Styrkleikabil: Fullyrðing fær meðaltalið 4,2 eða hærra á kvarðanum 1-5.
Starfshæft bil: Fullyrðing fær meðaltalið á bilinu 3,7- 4,19 á kvarðanum 1-5.
Aðgerðabil: Fullyrðing fær meðaltalið 3,69 eða lægra á kvarðanum 1-5.

Uppfært:  13. apríl 2019
Heimild: Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. (2008-2019). 

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

Reglubundin könnun Fjarðaáls og Landsvirkjunar meðal starfsfólks um ánægju með starf og vinnustað (áhrif framkvæmda: bein).


Áætlun um vöktun

Capacent Gallup sér um að gera kannanir innan fyrirtækjanna. Gögnum verður safnað árlega.Markmið

Fljótsdalsstöð: 4,2 eða hærra á mælikvarða Gallup.

Fjarðaál: 4,2 eða hærra á mælikvarða Gallup.


Mögulegar viðbragðsaðgerðir


Breytingar á vísi


Á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2014 var samþykkt breytingatillaga á vísinum.

Áætlun um vöktun varGallup sér um að gera kannanir innan fyrirtækja og einnig verður stuðst við kannanir VR.  Gögnum verður safnað árlega.

Ný áætlun um vöktunCapacent Gallup sér um að gera kannanir innan fyrirtækjanna.  Gögnum verður safnað árlega.

Markmið voru: 

  • Fljótsdalsstöð:  4,2 eða hærra á mælikvarða Gallup ( vera á bláu svæði í styrkleikabili)
  • Fjarðaál:  Vera meðal fimm hæstu á landsvísu í könnun VR

Ný markmið: 

  • Fljótsdalsstöð:  4,2 eða hærra á Gallup kvarða
  • Fjarðaál:  4,2 eða hærra á Gallup kvarða

Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna. Þessi vísir var upphaflega númer 3.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins 2004 og 2005.


Grunnástand

Starfsánægja
2008
 Landsvirkjun, allir starfsmenn
 4,31
 Landsvirkjun, starfsmenn Fljótsdalsstöðvar
 4,40
 Alcoa Fjarðaál, allir starfsmenn
 4,07
Landsmeðaltal 4,22 


Forsendur fyrir vali á vísi


Fjarðaál og Landsvirkjun geta haft bein áhrif á vellíðan starfsmanna sinna. Starfsfólk sem er ánægt í starfi og sátt við vinnustaðinn er líklegra til að haldast lengur í starfi. Langur starfsaldur hefur jákvæð áhrif á efnahagslegan stöðugleika á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar og Fjarðaáls. Með reglulegum könnunum um vinnustaðinn og ánægju í starfi geta Fjarðaál og Landsvirkjun fylgst með viðhorfum starfsmanna og brugðist við ef niðurstöður kalla á úrbætur


Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005.