1.4 Menntun og þjálfun starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar

Vísir 1.4 - Menntun og þjálfun starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar


visir-1.4-mynd-front

Hér má finna upplýsingar um menntun starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar og tíma sem þeir verja í þjálfun vegna vinnu.Niðurstöður

a. Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar notar í þjálfun vegna vinnu.

Í Töflu 1 má sjá heildarfjölda vinnustunda sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar ver í þjálfun vegna vinnu en í Tafla 2 birtir upplýsingar um það hve stórt hlutfall af heildarvinnutíma starfsmanna fer í þjálfun.


Tafla 1:  Fjöldi vinnustunda sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar ver til námskeiða og þjálfunar

Ár
Alcoa Fjarðaál (fjöldi vinnustunda)
Fljótsdalsstöð (fjöldi vinnustunda)
 2007 37.473
 2008 23.716 214
 2009 31.533 777
 2010 47.668 1.106
 2011 68.066 934
 2012 47.562 649
 2013 66.279 755
 2014 64.508 1.125
 2015 64.740
 637
 2016 67.905  864
 2017 58.300   1.362
 2018 80.000
 1.597Tafla 2:  Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar ver til námskeiða og þjálfunar.

Ár
Alcoa Fjarðaál (%)
Fljótsdalsstöð (%)
2007
7,1 11,5
 2008 4,4  0,9
 2009 3,8  3,1
 2010 7,0
 4,4
 2011 7,0
 3,0
 2012 4,0
 2,5
 2013 6,6
 2,8
 2014 7,2
 4,4
 2015 7,3
 2,9
 2016 7,4   3,7
 2017 6,6   5,6
 2018 9,0
 6,6

Skýring á lægri prósentu 2017, hjá Alcoa Fjarðaáli, er að starfsmannavelta hefur lækkað talsvert og nýliðaþjálfun hefur því minnkað mjög. Einnig stækkar sá kjarni sumarstarfsmanna sem kemur á hverju ári með aukna hæfni.

Uppfært: 29. apríl 2019.
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2019) og Landsvirkjun (2019)b. Menntun starfsfólks Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar  í samanburði við menntun á landsvísu.

Mynd 1: Hlutfall starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með grunnmenntun (ISCED 1,2) borið saman við starfandi á Íslandi.Mynd 1:  Hlutfall starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með grunnmenntun (ISCED 1,2) borið saman við starfandi á Íslandi

Ath!  Allir starfsmenn Fljótsdalsstöðvar eru með menntun umfram grunnmenntun og mælast því 0% í Töflu 1.


Mynd 2: Hlutfall starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með starfs- og framhaldsmenntun (ISCED 3,4) borið saman við starfandi á Íslandi.Mynd 2:  Hlutfall starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með starfs- og framhaldsmenntun (ISCED 3,4) borið saman við starfandi á Íslandi


Hlutfall starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með háskólagráðu (ISCED 5,6) borið saman við starfandi á Íslandi.Mynd 3:  Hlutfall starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með háskólagráðu (ISCED 5,6) borið saman við starfandi á Íslandi.


Uppfært 29.4.2014 endurskoðað 15.7.2016
Heimildir:

 • Alcoa Fjarðaál, 2014
 • Landsvirkjun,  2014
 • Hagstofa Íslands, sótt 27.4.2014 á http://hagstofa.is/?PageID=2594&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/Dialog/varval.asp?ma=VIN01105%26ti=Vinnumarka%F0urinn+eftir+kyni%2C+aldri%2C+b%FAsetu+og+menntun+1991%2D2013+%26path=../Database/vinnumarkadur/rannsoknir/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi


Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

 1. Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar notar í þjálfun vegna vinnu. (Áhrif framkvæmda: bein)
 2. Menntun starfsfólks hjá Alcoa Fjarðaáli og Fljótsdalsstöð (eftir kynjum) í samanburði við menntun utan höfuðborgarsvæðis og menntun á landsvísu. Könnun gerð á fimm ára fresti. (Áhrif framkvæmda: óbein):
 • Hlutfall með háskólagráðu (ISCED 5,6)
 • Hlutfall með starfs- og framhaldsmenntun (ISCED 3,4)
 • Hlutfall með gunnmenntun (ISCED 1,2)


Áætlun um vöktun

a. Landsvirkjun: Fyrirtækið hefur skráningarkerfi fyrir tíma sem fer í námskeið, en verkleg þjálfun er ekki skráð. Þeim upplýsingum mun stöðvarstjóri virkjunar að safna.

Fjarðaál: Upplýsingar frá gagnabanka mannauðsteymis.

Gögnum verður safnað árlega.

b. Mannauðsteymi Fjarðaáls og starfsmannasvið Landsvirkjunar safna upplýsingum á fimm ára fresti um menntunarstig starfsfólks. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar um menntunarstig á landsvísu á fimm ára fresti.

Markmið

Landsvirkjun: Markmið á ekki við. Landsvirkjun mun vakta og miðla upplýsingum.

Fjarðaál: Markmið á ekki við. Fjarðaál mun vakta og miðla upplýsingum.

b. Menntunarstig starfsmanna jafnt eða hærra en á landsvísu


Mögulegar viðbragðsaðgerðir
 • Á ekki við, einungis er um vöktun að ræða


Uppfært:  16.6.2015

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 6. maí 2015 var eftirfarandi breyting á vöktunaráætlun samþykkt.

 Hvað er mælt ?

  Texti fyrir breytingu:
Texti eftir breytingu:
 
 1. Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Landsvirkjunar notar í þjálfun vegna vinnu. 
 2. Menntun starfsfólks hjá Alcoa Fjarðaáli og Landsvirkjun (eftir kynjum) í samanburði við menntun utan höfuðborgarsvæðis og menntun á landsvísu.  Könnun gerð á fimm ára fresti
 1. Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar notar í þjálfun vegna vinnu.
 2. Menntun starfsfólks hjá Alcoa Fjarðaáli og Fljótsdalsstöð (eftir kynjum) í samanburði við menntun utan höfuðborgarsvæðis og menntun á landsvísu.  Könnun gerð á fimm ára fresti.

Rökstuðningur breytinga:  það er misræmi milli vöktunaráætlunar og þess sem mælt er.  Í vöktunaráætlun er talað um starfsfólk Landsvirkjunar en niðurstöður eiga eingöngu við starfsmenn Fljótsdalsstöðvar enda snýst verkefnið um Austurland.


Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 5.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.

 
Forsendur fyrir vali á vísi

Aukin menntun og þjálfun starfsfólks skapar möguleika fyrir meiri framleiðni sem hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun svæðisins. Fjarðaál og Landsvirkjun geta fjárfest í starfsfólki sínu með því að bjóða upp á víðtæka þjálfun. Menntaðir og vel þjálfaðir starfsmenn geta farið fram á hærri laun en ella sem þýðir bætt efnahagsleg afkoma fjölskyldna.

Ítarefni

Hér er hægt að nálgast lýsingu á ISCED-97 stigum, flokkunarskilyrðum og víddum.