1.6 Íslenskum lögum og reglugerðum fylgt

Vísir 1.6 - Íslenskum lögum og reglugerðum fylgt

Visir_1_6

Hér eru talin upp þau frávik í flokki 2 þar sem ekki tekst að uppfylla kröfur settar fram í starfsleyfum álvers Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar.

Hér að neðan er hægt að nálgast starfsleyfi Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar til þess að kynna sér hvaða takmarkanir og reglur starfseminni eru settar.

 

   Mynd-starfsleyfi-Alcoa  Mynd-starfsleyfi-Fljotsdalsstod
   Starfsleyfi álvers Alcoa Fjarðaáls  Starfsleyfi Fljótsdalsstöðvar  

Niðurstöður


Heilbrigðiseftirlit fer fram á grunni starfsleyfis Fljótsdalsstöðvar, laga og reglugerða sem um starfsemina gilda. Skoðuð eru þau frávik þar sem ekki tekst að uppfylla þær kröfur sem eru í starfsleyfi.

Umhverfisstofnun gefur út starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls í samræmi við ákvæði laga og reglugerða um hollustuhætti og mengunarvarnir. 

Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit skilgreina tvenns konar alvarleika mála við skoðun í reglubundnu eftirliti:

  1. Í eftirlitsskýrslu getur heilbrigðisfulltrúi eða fulltrúi Umhverfisstofnunnar gert athugasemdir og ábendingar um atriði sem betur mega fara en eru ekki brot á reglum eða starfsleyfi.
  2. Ef um frávik frá starfsleyfi kemur í ljós getur stofnunin gert kröfur á fyrirtækið um úrbætur.


Talin eru þau frávik sem heilbrigðis- og umhverfiseftirlit setur í flokk 2.


Fjöldi frávika í flokki 2 þar sem kröfur starfsleyfis eru ekki uppfylltar.

  • Árið 2008 Voru tvö frávik hjá Alcoa Fjarðaáli.  Annars vegar var skýrsla ekki send inn til Umhverfisstofnunar á tilsettum tíma og hins vegar mældist olíu og fituinnihald í fráveituvatni yfir mörkum starfsleyfis.
  • Árið 2009 hjá Landsvirkjun Fljótsdalstöð vegna brota á matvælareglugerð (Reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti). Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands
  • Árið 2012 voru frávik hjá Alcoa Fjarðaáli vegna aukningar á losun flúors út í andrúmsloftið.                    Skýrsla Umhverfisstofnunnar .
  • Árið 2015. Brot á starfsleyfi gr. 2.18 þar sem spilliefni voru geymd utan girðingar hjá Alcoa Fjarðaál.           Skýrsla Umhverfisstofnunnar.
  • Árið 2018. Brot á starfsleyfi gr. 2.12 - Geymsla olíublandaðs vökva á malarplani án fráveituhreinsunar. Skýrsla Umhverfisstofnunnar .

Tafla

Uppfært:  8. júlí 2019.

Heimild:  Landsvirkjun (2015-2019), Alcoa Fjarðaál (2014-2019),

Umhverfisstofnun, sótt 5.2 2018 af https://ust.is/atvinnulif/mengandi-starfsemi/starfsleyfi/alver/alcoa-fjardaral-reydarfirdi/

Umhverfisstofnun, sótt 5.7.2019 af https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Mengandi-Starfssemi/alver/Alcoa-Fjardaral/979_Alcoa-Fjarðaál%20Reyðarfirði%20-%20Lokaskýrsla.pdf

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

Fjöldi frávika frá starfsleyfum. (Áhrif framkvæmda: bein).


Áætlun um vöktun

Talin eru frávik sem koma fram í reglubundnu eftirliti Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.


Markmið

Ekkert atvik á ári.


Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Ef brot á lögum koma upp ber fyrirtækjum skylda að gera úrbætur.
Fyrirtækin fylgja reglugerðum og lögum og geta þannig haft áhrif á hversu mörg brot koma upp.

Breytingar

Á ársfundi verkefnisins, 30. apríl 2019, var eftirfarandi breyting á vöktunaráætlun og mælingu samþykkt.

 Texti fyrir breytingu
Texti eftir breytingu
 

Hvað er mælt:

· Fjöldi atvika á ári þar sem lögum og reglum er ekki fylgt.

 

Hvað er mælt:

· Fjöldi frávika frá starfsleyfum

 

Áætlun um vöktun

· Fjarðaál og Landsvirkjun fylgjast með þessum mælikvarða. Hvert atvik verður skráð.

 

Áætlun um vöktun

Talin eru frávik sem koma fram í reglubundnu eftirliti Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Rökstuðningur breytinga: Fyrri mælikvarði er of vítt skilgreindur og óraunhæfur. Fylgst hefur verið með fjölda athugasemda sem hafa komið fram vegna starfsleyfis og er það í samræmi við forsendur fyrir vali á vísi þar sem vísað er til starfsleyfis.Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 34.1 og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.

Forsendur fyrir vali á vísi


Öll starfsleyfi vegna framkvæmda byggjast á því að fyrirtækin samþykki að fylgja öllum lögum og reglum sem eru í gildi á Íslandi hvort sem um er að ræða byggingartíma, rekstrartíma eða viðhald á mannvirkjum.

Grunnástand

Á ekki við í þessu tilfelli.

Ítarefni


 Hér að neðan má nálgast starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls og starfsleyfi virkjunar.

  Starfsleyfi-Alcoa-2010-forsida-mynd   Mynd-starfsleyfi-Fljotsdalsstod Mynd-starfsleyfi-Alcoa 
 

 Starfsleyfi Fjarðaáls
2010-2026

 Starfsleyfi virkjunar
2007-2019

 Starfsleyfi Fjarðaáls
2007-2010