2.11 Hljóðmengun við Fjarðaál og í Reyðarfirði

Vísir 2.11 - Hljóðmengun við Fjarðaál og í Reyðarfirði

2.11-hljodmengun-toppmynd

Á meðan engar breytingar eru á starfsemi álvers, eru  hljóðmælingar framkvæmdar á 8 ára fresti.

Árið 2012 stóðu yfir framkvæmdir vegna kersmiðju á álverslóð. Hljóðmælingar voru því framkvæmdar á vormánuðum 2012 þegar kersmiðjan var komin í fullan rekstur.

Næstu mælingar eru  áætlaðar ekki seinna en árið 2020.Niðurstöður

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá niðurstöður frá 7 mælistöðvum í ágúst 2008 og á vormánuðum 2012. Þar er mældur meðal hljóðstyrkur á völdum mælistöðvum í nágrenni álversins og í Reyðarfirði. Markmið um hljóðstyrk standast, en hann fer ekki yfir þau mörk sem sett voru fyrir þennan vísi.

2.11 Hljóðstig á daginn

2.11 Hljóðstig á kvöldin

2.11 Hljóðstig að nóttu

Uppfært: 31.3.2014
Heimild:
Alcoa Fjarðaál


Smellið hér til að sjá töflu með niðurstöðu mælinga 2008 og 2012


hljodmengun_maelistadirTil að fylgjast með því hvort hávaði frá álverinu sé innan viðmiðunarmarka var hljóðstig í nánasta umhverfi álversins mælt 2008 og 2012. Helstu hávaðauppsprettur eru löndunarbúnaður og þurrhreinsistöðvar og eru mælingar framkvæmdar á meðan löndun er í gangi. Var hljóðstig mælt á 7 stöðum á Reyðarfirði, 4 stöðum við lóðamörk álversins, í landi Hólma, í þéttbýlinu á Reyðarfirði og sunnan fjarðarins til móts við álverið. Viðmiðunarmörk við lóðamörk eru 70 dB(A) og voru allar mælingar innan þeirra marka.

Smellið hér til að sjá stærri mynd af mælistöðum á korti.

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt ?

 1. Meðal hljóðstyrkur dB(A) á völdum mælistöðvum við Fjarðaál. (Áhrif framkvæmda: bein).
 2. Meðal hljóðstyrkur dB(A) á völdum mælistöðvum í Reyðarfirði. (Áhrif framkvæmda: óbein).

Áætlun um vöktun

 1. Hljóðmælir mun safna gögnum með reglulegu millibili. Gögnum verður safnað einu sinni í mánuði vegna grunnástands og síðan í hvert sinn sem hljóðstyrkur breytist.
 2. Hljóðmælir mun safna gögnum með reglulegu millibili. Gögnum verður safnað einu sinni í mánuði vegna grunnástands og síðan í hvert sinn sem hljóðstyrkur breytist.

Myndin að neðan sýnir staðsetningu hljóðmæla.

hljodmengun_maelistadir

 Heimild: Alcoa Fjarðaál. (2009).

Markmið

 1. Hljóðstyrkur að degi/kveldi/nóttu (db(A))
  • Álver: 70/70/70
  • Léttur iðnaður/íbúðarhús: 55/50/40
  • Eingöngu íbúðarhús: 50/45/40
  • Sumarhús: 40/35/35
 2. Byggingartími: Minna eða jafnt og 65 db (A)
  • Rekstrartími: Minna eða jafnt og 55 db (A)


Mögulegar viðbragðsáætlanir

Alcoa hefur bein áhrif með starfsemi sinni. Viðbragðsáætlanir miða að því að halda hljóðstyrk í samræmi við sett markmið.

Breytingar á vísi

Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 16.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.

Forsendur fyrir vali á vísi


Hávaði í næsta nágrenni við byggð getur haft áhrif á lífsgæði íbúa. Stöðugur hávaði dregur úr aðdráttarafli svæðis til búsetu og getur haft neikvæð áhrif á búsetu til lengri tíma. Tryggja þarf að hávaði frá Fjarðaáli hafi ekki neikvæð áhrif á íbúa svæðisins. Einhver hávaði mun stafa af flutningi hráefnis og búnaðar til og frá álverinu, annarri umferð og frá rekstri álversins.

Grunnástand

Grunnstyrkur hljóða í byggð í Reyðarfirði er um 40-50 db. Byggingaframkvæmdir við álver hafa þegar hafist. Í mati á umhverfisáhrifum álvers kemur fram að búist er við að hávaði vegna framkvæmda verði innan við þau mörk sem skilgreind eru í reglugerð nr. 933/1999 um leyfilegan hámarkshávaða í íbúðabyggð á Íslandi.

Ítarefni


Skýrsla um hljóðmengun 2004 (pdf)

Skýrsla um hljóðmengun 2005 (pdf)

Skýrsla um hljóðmengun 2006 (pdf)

Skýrsla um hljóðmengun 2012 (pdf)