2.24 Mengunarefni í dýralífi sjávar

Vísir 2.24 - Mengunarefni í dýralífi sjávar

 

Niðurstöður

Árið 2010 fór fram rannsókn á mengunarefnum í dýralífi sjávar. Greind voru PAH 16 efni og þungmálmar í kræklingi, burstaormum og leirpípum. Sýnin voru tekin af fyrirfram skilgreindum sýnatökustöðum og niðurstöður efnagreininga bornar saman við niðurstöður Hafrannsóknunarstofnunar á grunnástandi frá árinu 2000.

Niðurstöður sýndu ekki marktæka hækkun á PAH efnum eða þungmálmum, og mörk þeirra voru í öllum tilfellum undir mörkum reglugerðar nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdarstjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum.

Starfsemi Alcoa Fjarðaráls virðist ekki hafa marktæk áhrif á hækkun PAH efna eða þungmálma í dýralífi sjávar við Reyðarfjörð. Nánari upplýsingar er að finna í skýrslu HRV frá desember 2010.

Næsta rannsókn fór fram árið 2015.

 

Mengunarefni-i-dyralifi-sjavar-skyrsla-forsida-mynd

Skýrsla Náttúrustofu Austurlands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir Alcoa Fjarðaál um Mengunarefni í dýralífi sjávar 2015.

Smellið hér til að ná í eintak.

  

 

 

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

Styrkur PAH efna (μg/g) og þungmálma (ppm) í lindýrum á völdum stöðum í Reyðarfirði. (Áhrif framkvæmda: óbein).


Áætlun um vöktun

Sýni verða tekin af botndýralífi (þ.á.m. lindýrum). Þeim verður safnað á skilgreindum sýnatökustöðum og kannaður styrkur PAH-16. Upplýsingum verður safnað á fimm ára fresti.

Markmið

Markmið verður ákvarðað þegar niðurstöður úr grunnrannsóknum liggja fyrir.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Alcoa hefur umhverfisstefnu sem er sett til að virða umhverfið. Einnig setja lög og reglur þá umgjörð sem fyrirtækið starfar í samræmi við.

Sjá nánar:
Alcoa og umhverfið


Grunnástand


2.24-skyrsla-hafro-2000-mengunaerfniUpplýsingar um grunnástand eru aðgengilegar í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar frá árinu 2000.

Smellið hér til að fá eintak af skýrslu.


Forsendur fyrir vali á vísi


Vistkerfi sjávar nálægt Íslandsströndum er einstakt og fjölbreytt. Framleiðsla Fjarðaáls hefur í för með sér að fráveituvatn þarf að losa í vatnsfarvegi í nágrenni álversins. Fráveituvatnið gæti haft áhrif á sjávardýralíf í Reyðarfirði vegna þess að fráveituvatn gæti blandast því vatni sem fyrir er á svæðinu. Þannig gæti efnainnihald vatnsins breyst og sú breyting haft áhrif á dýralíf. Hagkerfi Austurlands byggir á nýtingu sjávarfangs og er því viðkvæmt fyrir öllum breytingum sem kunna að verða á vistkerfi sjávar.


Ítarefni


Botndýr og kræklingar 2015. Skýrsla unnin af Náttúrustofu Austurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir Alcoa Fjarðaál.

Smellið hér til að fá eintak af skýrslu.Skýrsla HRV fyrir Alcoa Fjarðaál um mengunarefni í dýralífi sjávar, desember 2010.Mengunarefni-i-dyralifi-sjavar-skyrsla-forsida-mynd

Smellið hér til að fá eintak af skýrslu.

2.24-skyrsla-hafro-2000-mengunaerfni

Skýrsla Hafrannsóknarstofnunar fyrir Reyðarál 2000. Rannsóknir á straumum, umhverfisþáttum og lífríki sjávar í Reyðarfirði frá júlí-október árið 2000.

Smellið hér til að fá eintak af skýrslu.