2.29 Áfok við Hálslón

Vísir 2.29 - Áfok við Hálslón

 2.29 Uppgræðslusvæði austan Hálslóns        2.29 Fokgirðingar      2.29 Sandgryfjur og uppgræðsla

Hér fyrir ofan eru myndir sem sýna mótvægisaðgerðir við áfoki við Hálslón.  Myndirnar eru af sandgryfjum, fokgirðingum og uppgræðslu.  Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Framvinda

Í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar kemur fram að mikilvægt sé að koma á vöktunarkerfi með öllum jaðri Hálslóns enda megi búast við því að talsvert rof muni eiga sér stað fyrstu árin/áratugina eftir myndun þess með tilheyrandi hættu á myndun áfoksgeira inná gróin svæði.  Í samræmi við þetta hefur Landsvirkjun fylgst með framvindu rofs við Hálslón með margvíslegum hætti.  Strandsvæði hafa verið gengin og rof við efsta lónborð athugað, loftmyndir hafa verið teknar með reglubundnum hætti og strandsvæðin kortlögð þar sem m.a. fram koma rofsvæði og jarðefni lónstrandar.  Þá hefur ströndin verið landmæld nákvæmlega í nokkrum sniðum sem hjálpar til við að fylgjast með langtímaþróun strandarinnar.  Samhliða þessu hefur verið fylgst með áfoki/myndun áfoksgeira ofan við strandsvæðin.  Auk þess að fylgjast náið með framvindu strandsvæða hafa verið settar upp rof- og áfoksvarnir (sjá myndir hér að ofan) og gróður styrktur austan við Hálslón til þess að hann verði betur í stakk búinn að taka við áfoki.  Þá hefur verið þróuð aðferð til þess að hreinsa sand af grónu landi.  Árið 2014 var Landgræðsla ríkisins fengin til þess að gera úttekt á áfoki við Hálslón og um leið hanna sérstakt úttektarkerfi fyrir vöktun áfoks til lengri tíma.  Samhliða því voru settar upp þrjár mælistöðvar í Kringilsárrana til að fylgjast með og mæla áfok. Nánari upplýsingar um mótvægisaðgerðir og athuganir við Hálslón má sjá í skýrslum í ítarefni.

Niðurstöður skoðunar 2019:
Úttekt á áfoki sumarið 2019 var unnin 1.-3. júlí. Eins og undanfarin ár var gengið með strandlengjunni í Kringilsárrana frá Kringilsá inn að Syðri Hraukum. Við austurströnd Hálslóns var farið meðfram ströndinni frá Jökulkvísl norður að Desjarárstíflu.

Óhagstæð veðurskilyrði, þ.e. þurrar vestlægar áttir meðan vatnsstaða í lóninu var lág og stórar uppsprettur áfoksefna í lónstæðinu við austurströnd Hálslón gerðu það að verkum að allmikið áfok varð bæði á Lindabungu og Kofaöldu og nær áfokið yfir stærra svæði en áður en er þó sjaldan samfellt. Þykkt áfoksefna er víðast minni en 1 cm, mest næst Hálslónsvegi en minnkar hratt út frá honum.

Varnaraðgerðir sem gripið hefur verið til á svæðinu, (sandgryfjur neðan vegar og uppgræðsla) virðast ná að takmarka dreifingu áfoksefna inn á gróður ofna við Hálslónsveg.

Áhrifa aukins áfoks á austurströndinni gætir ekki sunnan við Sauðá að Jökulkvísl.

Í Kringilsárrana voru fremur lítil ummerki um nýtt áfok nema nyrst þar sem áfok var töluvert en þar eru til staðar stórar uppsprettur áfoksefna.

Tveir mæli púlsar mældust með sjálfvirku mælistöðvarnar í Kringilsárrana sumarið 2017. Mælistöð 2 sem var staðsett norðan Hrauka var tekin niður og flutt yfir á Kofaöldu á austurströnd Hálslóns.

2.29-mynd-1-2020

Mynd 1. Hálslón og nágrenni. Svarta línan sýnir svæðið sem vöktunin nær til og gula línan þau svæði á strandlengjunni sem mælingar á áfoki ná til. Bláir krossar sýna staðsetningu sjálfvirkra mælitækja sem mæla áfok.  

Uppfært 02. mars 2020
Heimild: Landsvirkjun (2020)

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

Strandsvæði Hálslóns að vori og að hausti.  Svæði þar sem sandur hefur borist upp af strandsvæðum eru skrásett, stærð þeirra metin/mæld og einnig þykkt sands (áhrif framkvæmda: bein).

Áætlun um vöktun

Sjónræn vöktun fer fram og hefst gagnasöfnun eftir að lónið hefur verið fyllt. Reglulegar heimsóknir á svæðið eftir slæm veður.

Markmið

Engir áfoksgeirar austan lónsins

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Landsvirkjun stendur fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir áfok.

Uppfært:  16.6.2015

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 6. maí 2015 var eftirfarandi breyting samþykkt:

Hvað er mælt?

Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu
Rúmmál áfoksgeira sem berast upp fyrir austurströnd lónsins. Strandsvæði Hálslóns að vori og að hausti.  Svæði þar sem sandur hefur borist upp af strandsvæðum eru skrásett, stærð þeirra metin/mæld og einnig þykkt sands.

Rökstuðningur breytinga: 

Í vöktunaráæltun segir að ætlunin sé að mæla rúmmál áfoksgeira sem berast upp fyrir austurströnd lónsins.  það er tæknilega erfitt og ekki raunhæft að mæla rúmmál en frekar er hægt að mæla flatarmál.  Einnig er í vöktunaráætlun einungis talað um austurströnd lónsins en mælingar eru einnig gerðar í Kringilsárrana og eðlilegt að það komi fram í vöktunaráætlun.


Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 26.2 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.

Grunnástand


Visir-2.29-kort-stada-halslons-grunnastandÁ meðfylgjandi korti er sýnd staða lónsins í meðalári í byrjun júní. Vatnsstaðan er þá 580 m y.s. eða 45 metra undir hæsta vatnsborði. Þá eru um 16 km2 af lónbotni ofan vatnsborðs austan lónsins. Hægra megin á kortinu er sýnd staða lónsins í meðalári í byrjun ágúst. Vatnsstaðan er þá 615 m y.s. eða 10 metra undir hæsta vatnsborði. Þá eru um 4 km2 af lónbotni ofan vatnsborðs austan lónsins og stutt í að hættan sé liðin hjá. Jarðvegsþykkt hefur verið áætluð tveir til tveir og hálfur metri að meðaltali austan lónsins. Svæðið verður flokkað eftir landhalla og reynt að meta fyrirfram hvar hætta á myndun áfoksgeira er mest.

Rannsóknir standa yfir á þoli gróðurþekjunnar að austanverðu gagnvart áfoki og á því hvernig brugðist skuli við hugsanlegu áfoki jarðefna.

 

Smellið hér til að sjá stærri mynd.

Forsendur fyrir vali á vísi


Hluti af strandsvæðum Hálslóns eða um 15 km2 er hulinn jarðvegi sem er að meðaltali 2,5 m þykkur. Jarðvegurinn er hulinn þunnri gróðurþekju. Þessi gjóskuríki jarðvegur getur bæði skolast ofan í lónið með ölduróti og vatnsrofi, en einnig fokið upp á nærliggjandi svæði og valdið þykknun jarðvegs og jafnvel gróðureyðingu.

Öldurof fjarlægir með tímanum jarðveg af strandsvæðum Hálslóns. Öldurof á jarðvegi gengur mishratt. Það er hraðast þar sem landi hallar mikið en mun hægar á hallalitlu landi. Á mjög hallalitlu landi þar sem öldurofs gætir lítið getur farið svo að gróðurþekja hverfi en eftir sitji moldarlag. Í brattara landi geta myndast rofstallar í jarðveginum áður en öldurrof nær að fjarlægja jarðveginn. Af þessu leiðir að fyrstu einn til tvo áratugina eftir að rekstur Hálslóns hefst verður til staðar mold á yfirborði á strandsvæðum Hálslóns.

Í sunnan og suðvestan hvassviðrum getur þurr mold á strandsvæðum fokið upp og grófkornóttasti hluti hennar fokið með jörðu upp úr strandsvæðunum og inn á gróðurlendi ofan lónborðs. Þetta efni getur myndar áfoksgeira ofan lónborðs Á votlendum svæðum er þessi hætta hins vegar takmörkuð. Hætta á myndun áfoksgeira á gróðurlendi er einkum til staðar við austurströnd lónsins. Á vesturströnd lónsins berst foksandur úr strandsvæðum einkum út á út á lónið í hvössum sunnan og suðvestanáttum og myndar því ekki áfoksgeira.

Á meðan rofgjarn jarðvegur er fyrir hendi eru margvíslegar aðgerðir fyrirhugaðar til að fyrirbyggja það að áfok geti borist út yfir gróðurlendið á Vesturöræfum og valdið þar skaða. Gerðar hafa verið sandgildrur meðfram gróðurlendi við austurströnd lónsins. Þá er stefnt að því að halda jarðvegi í skefjum með vökvun og rykbindingu og reisa sandgirðingar. Jafnframt eru í athugun aðgerðir til að styrkja gróður austan lónsins.

Ítarefni

Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns - Áfangaskýrsla 2019LV-2019-064-uttektogmaelingar
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2019-064





Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns  - Áfangaskýrsla 2018 LV-2018-081
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2018-081




Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns - Áfangaskýrsla 2017 Sumarið  2014 hófst  vöktun  og  mælingar  á áfoki  við  austurströnd Hálslóns  og í norðurhluta  Kringilsárrana  að  beiðni  Landsvirkjunar. Eftirlitsferð  var  farin  í  júlí  2017  þar  sem mælireitir  voru  ljósmyndaðir og útbreiðsla  áfoks  mæld . Mælibúnaður  sjálfvirkra  mælitækja  var yfirfarinn  og  nýtt  áfoks-  og landbrots-  eftirlitsmyndavélakerfi  var  sett upp við þau. Engin  ummerki  voru  um  áfok  við  austurströnd  Hálslóns  í júlí  2017  og voru   því   hvorki   teknar   ljósmyndir   né gerðar   mælingar   þar. Niðurstöður  úttektarinnar  í Kringilsárrana  sýna  að  nyrst  í  rananum, þar  sem mikið  landbrot  hefur  orðið  eru  ummerki  um  aukið  áfok  á nokkrum  svæðum.   Það  er  þó  í litlum  mæli.   Það  sama má segja  um áfoksgeirann  sunnan  Hrauka.  Á öðrum  svæðum í Kringilsárrana  hefur útbreiðsla  áfoks  lítið  breyst  frá  2016.  Niðurstöður  frá  sjálfvirku mælistöðvunum sýndu einnig fram á lítið sem ekkert áfok. Skýrsla Landsvirkjunar LV-2017-101

Smellið hér til að sækja skýrslu





Sumarið 2014 hófst vöktun og mælingar á áfoki við austurströnd Hálslóns og í norðurhluta Kringilsárrana að beiðni Landsvirkjunar. Ljósmyndun mælireita og mælingar á útbreiðslu áfoks fóru fram í júlí 2016. Niðurstöður úttektarinnar sýna að við austurströnd Hálslóns voru ekki ummerki um aukið áfok og sama má segja um norðurhluta Kringilsárrana. Í suðurhluta Kringilsárrana hafði útbreiðsla áfoks aukist frá 2015 og einnig hafði áfoksgeirinn stækkað aðeins til norðausturs. Flest bendir þó til þess að í báðum tilfellum sé um að ræða tilflutning eldri áfoksefna fremur en að ný áfoksefni hafi borist frá lónstæði Hálslóns. Tvö lítil áfokssvæði bættust við norðan Hrauka en þar eru vísbendingar um að áfoksefni berist bæði frá lónstæði og úr rofbökkum á svæðinu. Tveir áfoksstormar mældust við sjálfvirkar mæ

Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns - Áfangaskýrsla 2016. 
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2016-119

Smellið hér til að sækja skýrslu

 

 

 

LV-2015-104Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns - Áfangaskýrsla 2015. 
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-104

Smellið hér til að sækja skýrslu

Vöktun á áfoki í Kringilsárrana - 2.29


Vöktun á áfoki í Kringilsárrana
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-121

Smellið hér til að sækja skýrslu

Að beiðni Landsvirkjunar var gerð úttekt á áfoki frá lónstæði Hálslóns og hannað úttektarkerfi fyrir vöktun á áfoki til framtíðar. Vöktunarkerfið byggir á ljósmyndum sem teknar eru með reglulegu millibili meðfram lónsborði Hálslóns. Þá er metin útbreiðsla áfokssvæða sem hafa þegar myndast og þykkt áfoks mæld. Úttekt fór fram við austurströnd Hálslóns og í Kringilsárrana í júlí 2014. Niðurstöður úttektarinnar sýna að tvö áfokssvæði eru við austurströnd Hálslóns, við Lindarbungu og Kofaöldu og eru þau bæði yfir 1 ha að stærð. Í Kringilsárrana eru þrjú megin áfokssvæði, norðan Syðri Hrauka er um 1,8 ha samfellt svæði, í vík rétt sunnan Hrauka er að myndast áfoksgeiri, auk þess sem áfok er á nokkrum svæðum við fokgirðingarnar nyrst í Rananum. Mesta áfokið er í víkinni sunnan Hrauka, á rúmlega 0,2 ha svæði með að jafnaði rúmlega 4 cm þykku áfoki.


Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-094

Smellið hér til að sækja skýrslu

Að beiðni Landsvirkjunar var gerð úttekt á áfoki frá lónstæði Hálslóns við strönd Kringilsárrana. Nyrst á Rananum má sjá merki um áfok frá lónstæði Hálslóns en mest var áfokið þó við austurströnd Kringilsárrana á svæðinu milli Hrauka og SyðriHrauka.



Mat á áfoki við strönd Kringilsárrana
Skýrsla Landsvirkjunar (LV-2014-005)

Smellið hér til að sækja skýrsluna.

Í þessari skýrslu er kortlagningu strandar við Hálslón sumarið 2011 lýst og gerður einfaldur samanburður við fyrri athuganir á ströndinni. Rofkort af ströndinni við Háls og Kringilsárrana fylgja skýrslunni og landmælingasnið frá árinu 2009.



Hálslón 2011: Kortlagning strandsvæða
Skýrsla Landsvirkjunar (LV-2012-007):

Smellið hér til að sækja skýrsluna.


Í greinagerð Landsvirkjunar og Landgræðslunnar um rofvarnir og gróðurvernd við Hálslón er gerð grein fyrir hvað hefur áunnist varðandi mótun og þróun aðgerða sem líklegt er að dugi til að vernda gróður fyrir sandfoki.
Greinargerð Landsvirkjunar og Landgræðslunnar um rofvarnir og gróðurvernd við Hálslón

Smellið hér til að sækja skjalið.