2.2 Breytingar á vatnabúskap

Vísir 2.2 - Breytingar á vatnabúskap


2_2_FljótsdalsstöðÞegar Hálslón hefur náð yfirfallshæð, sem er 625 metrar yfir sjávarmáli, rennur vatn úr lóninu á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli  Jökulsár á Dal í kjölfarið. Þegar vatn rennur á yfirfalli myndast fossinn Hverfandi sem er tilkomumikill foss á að líta.

 

Framvinda

a. Vatnshæð og rennsli á mælistöðvum í ám fyrir Kárahnjúkavirkjun

Mikilvægt er að skoða grunnástand vatnabúskapar áður en árangur er metinn. Árssveifla vatnshæðar og rennslis er sýnd annarsvegar í Jökulsá á Dal (rennsli við Hjarðarhaga) og hinsvegar í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljóti.

Í kafla um grunnástand eru myndir sem sýna allar mögulegar vatnsstöður eða rennsli á tilteknu tímabili  áður en Kárahnjúkavirkjun  tók til starfa og meðaltal vatnsborðs og rennslis eins og það var fyrir virkjun í helstu vatnsföllum sem eru undir áhrifum af virkjun.  Sömu myndir eru hafðar sem grunnur undir samsvarandi mælingar frá ári til árs eftir virkjun. 

Á myndunum vinstra megin eru línurit fyrir árssveiflu rennslis fyrir Kárahnjúkavirkjun (1963 - 2006) en hægra megin fyrir árssveiflu rennslis eftir Kárahnjúkavirkjun. Smellið á myndir til að stækka þær.

 

Staðsetning 1: Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga, vhm 110. 

Rennsli í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga     
 Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga (vhm 110) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1963 - 2006 og mælt rennsli árið 2018
  Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga (vhm110) eftir Kárahnjúkavikjun 2006-2017 og mælt rennsli árið 2018
Mynd 1: Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga (vhm 110) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1963 - 2006 og mælt rennsli árið 2018  

Mynd 2: Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga (vhm110) eftir Kárahnjúkavikjun 2008-2017 og mælt rennsli árið 2018

 


 

Staðsetning 2:  Árssveifla rennslis Jökulsár í Fljótsdal við Hól.

 Rennsli í Jökulsá í Fljótsdal við Hól    
 Árssveifla rennslis Jökulsár í Fljótsdal við Hól (vhm 109) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1963 - 2006 og mælt rennsli árið 2018
   Árssveifla rennslis Jökulsár í Fljótsdal við Hól (vhm 109) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2017 og mælt rennsli árið 2018
Mynd 3:  Árssveifla rennslis Jökulsár í Fljótsdal við Hól (vhm 109) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1962 - 2006 og mælt rennsli árið 2018   Mynd 4:  Árssveifla rennslis Jökulsár í Fljótsdal við Hól (vhm 109) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2017 og mælt rennsli árið 2018

Staðsetning 3:  Árssveifla rennslis og vatnshæðar í Lagarfljóti við Lagarfoss

Rennsli Lagarfljóts við Lagarfoss    
Árssveifla rennslis Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 325/V325) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1975 - 2006 og mælingar árið 2018
  Árssveifla rennslis Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm325/V325) eftir Kárahnjúkavirkjun  2008 - 2017 og mælingar árið 2018
Mynd 5:  Árssveifla rennslis Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 325/V325) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1975 - 2006 og mælingar árið 2018   Mynd 6:  Árssveifla rennslis Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm325/V325) eftir Kárahnjúkavirkjun  2008 - 2017 og mælingar árið 2018
Vatnshæð í Lagarfljóti við Lagarfoss     
 Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 17/V505) fyrir Kárahjúkavirkjun 1977 - 2006 og mælingar árið 2018
   Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 17/V505) eftir Kárahjúkavirkjun 2008 - 2017 og mælingar árið 2018
Mynd 7:  Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 17/V505) fyrir Kárahjúkavirkjun 1977 - 2006 og mælingar árið 2018   Mynd 8: Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 17/V505) eftir Kárahjúkavirkjun 2008 - 2017 og mælingar árið 2018


Staðsetning 4: Árssveifla vatnshæðar í Lagarfljóti við Egilsstaði (Lagarfell)

Vatnshæð í Lagarfljóti við Egilsstaði 

   
 Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Egilsstaði (Lagarfell, vhm7/V7) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1977 - 2006 og mælingar árið 2018
   Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Egilsstaði (Lagarfell, vhm7/V7) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2017 og mælingar árið 2018
Mynd 9:  Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Egilsstaði (Lagarfell, vhm7/V7) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1977 - 2006 og mælingar árið 2018   Mynd 10:  Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Egilsstaði (Lagarfell, vhm7/V7) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2017 og mælingar árið 2018

 

Uppfært: 29. apríl 2019
Heimild: Landsvirkjun, 2019

b. Grunnvatnshæð í holum

Fjögur mælisnið hafa verið staðsett til þess að mæla grunnvatnshæð í holum nálægt ám. Samanburður á grunnvatnsborði (-hæð) fyrir virkjun byggist á mælingum 2000-2007 og eftir virkjun á mælingum frá og með 2008, þ.e. árin 2010 - 2011 og 2015-2016.

Mælingar verða endurteknar a.m.k. 2017.

Valþjófsstaðanes

 

2.2b-Mynd2017

Mynd 11:  Vatnshæð við Valþjófsstaðanes

Fyrir Valþjófsstaðanes eru sýndar tvær myndir;  einstakar vikulegar mælingar yfir þrjú tímabil; tvö fyrir og tvö eftir virkjun (Mynd 11) samanborið við sískráningu vatnsborðs í viðkomandi vatnsfalli. Hins vegar er hin klassíska framsetning á meðaltali mælinga í hverri holu (Mynd 12)  og fyrir Bessastaðanes og Hól  (Myndir 13 og 14). Þær myndir hafa ekki verið uppfærðar, né mynd af mælingum við Hólmatungu.

2.2.b. Meðaltal mælinga í hverri holu 1

Mynd 12:  Grunnvatnsborð við Valþjófsstaðanes fyrir virkjun (2001-2007) og eftir virkjun (2010-2011).


Bessastaðanes

2.2.b. Meðaltal mælinga í hverri holu 2

Mynd 13: Breytingar á grunnvatnsborði í Bessastaðanesi fyrir virkjun (2001-2007) og eftir virkjun (2010-2011).


Við Hól á Úthéraði

2.2.b.-mynd4

Mynd 14:  Breytingar á grunnvatnsborði við Lagarfljót hjá Hóli á Úthéraði samanborið við vatnsborð í fljótinu.

Fyrir virkjun (2001-2007) og eftir virkjun (2010-2011).


Hólmatunga

2.2.b.-mynd5

Mynd 15:  Vatnshæð við Hólmatungu

Niðurstöður grunnvatnsmælinga á sniði við Hólmatungu eru sýndar á tveimur myndum; einstakar vikulegar mælingar yfir tvö tímabil fyrir og eitt eftir virkjun samanborið við sískráningu vatnsborðs í viðkomandi vatnsfalli (Mynd 15). Á efri myndina er safnað mælingum yfir sumarið, þ.e. á þeim tíma sem vatnsborð í Jöklu er sem lægst eftir virkjun. Á þeim tíma lækkar grunnvatnsborð um 40-60 cm í 600-1300 m fjarlægð frá ánni, samanborið við  30-35 cm að meðaltali yfir allt tímabilið, eins og sést á neðri myndinni.

2.2.b.-mynd6

Mynd 16: Grunnvatnsborð við Hólmatungu

Fyrir virkjun (2001-2007) og eftir virkjun (2010-2011)


Helstu niðurstöður

Mælingarnar eru í heildina blanda síritandi mælinga í einstaka holum á hverju sniði og vikulegra mælinga um afmarkaðan tíma í öðrum holum á sömu sniðum. Með þessu fást upplýsingar um tengsl grunnvatnsborðs á flatlendi við rennsli í næsta vatnsfalli og við úrkomu.

1.      Á flötum grónum aurum ræður vatnsborð í næsta stóra vatnsfalli mestu um grunnvatnsborð. Þetta getur   átt við í a.m.k. 700-800 m frá ánni.

2.      Eftir að komið er að brekkurótum er grunnvatnsborð undir meiri áhrifum af úrkomu en vatnsfallinu. Þar hafa engar breytingar orðið eftir virkjun.

3.  Eins og spáð var hefur grunnvatnsborð hækkað við Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljót, en lækkað við Jökulsá á Dal.

4.      Gert var ráð fyrir að virkjunin gæti valdið allt að 25 cm hækkun grunnvatns við Valþjófsstaðanes, og miðað við landslag og dýpt á grunnvatn á aurum Jökulsár í Fljótsdal var fyrirséð að  land myndi blotna ef ekkert yrði að gert.  Gripið var til mótvægisaðgerða sem fólust í því hreinsa og dýpka framræsluskurði og dæla vatni frá þeim yfir í Jökulsá í Fljótsdal. Hefði það ekki komið til væri grunnvatnsborð líklega um 1 m hærra í Valþjófsstaðanesi en það er nú og lægstu svæðin líklega undir vatni.

Uppfært 5.9.2017

Heimild: Landsvirkjun, 2014 og 2017

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

a. Vatnshæð og rennsli á mælistöðum í ám. (Áhrif framkvæmda: óbein).

b. Grunnvatnshæð í holum. (Áhrif framkvæmda: óbein)

Tilgangur mælinga er m.a. að greina áhrif af rekstri virkjunar frá náttúrulegum sveiflum.

Áætlun um vöktun

Frá því fyrir virkjun hafa verið reknir all margir mælar til að ákvarða rennsli til virkjunar. Mælarnir nema vatnsborð á mælistað og þau gögn eru umreiknuð í rennsli með svonefndum rennslislyklum. Hluti þessara mæla eru nú reknir til að vakta breytingar á rennsli. Fjögur mælisnið hafa verið staðsett til að mæla grunnvatnsborð í holum nálægt ám. Tvö eru í Fljótsdal og tvö á Úthéraði. Í hverju mælisniði hefur verið grunnvatnsstöð og vatnshæðarmælistöð í nærliggjandi vatnsfalli með stafrænu skrásetningarkerfi sem skráir vatnshæðina á klukkustundar fresti. Árleg skýrsla er síðan gefin út fyrir hverja mælistöð. Grunnvatnsstaða auk þess mæld handvirkt í öðrum á sniðunum með reglulegu millibili. Mest hefur verið byggt á síðastnefndu mælingunum.  Eftir samantekt mælinga 2012 voru gerðar nokkrar breytingar á mælingunum eins og greinir í skýringum við myndir hér að neðan.  Haft var samráð við leyfisveitands (Orkustofnun)

Myndirnar hér að neðan sýna mælistaði.

2.1-kort_maelistador_rennsli_500pxMyndin hér til hliðar sýnir staðsetningu þeirra mælistöðva á vatnasviði Jökulsár á Dal og Lagarfljóts, sem voru í rekstri fyrir virkjun og nýttir við áætlun rennslis til virkjunarinnar. Þessir sömu mælar eru enn í rekstri, að undanskildum mæli V366 í Reykjará og V205 í Kelduá við Kiðafellstungu. Mælir í Kelduá ofan Grjótár (V454) hefur verið fluttur upp fyrir Kelduárlón.
Smellið hér til að sjá stærri útgáfu af myndinni.


2.2-mynd-Stadsetning-maelistada-i-FljotsdalMyndin hér til hliðar sýnir vatnsborðsmæla í Jökulsá í Fljótsdal sem tengjast mælingum á grunnvatni á flatlendi við ána. Bláu hringirnir tákna síritandi vatnsborðsmæla í grunnvatnsholum og þeir svörtu grunnvatnsholur þar sem handmælt er (sbr. skýringar í efra hægra horni myndar).  Rekstri mælis V396 var hætt 2013 og sömuleiðis grunnvatnsmælum BES-2 og FLJ3.

Smellið hér til að sjá stærri útgáfu af myndinni.

 

 

2.2.b. Vatnsborðsmælar á ÚthéraðiMyndin hér til hliðar sýnir vatnsborðsmæla á Úthéraði. Staðsetning þeirra er felld ofan á samsetta mynd þar sem efri hlutinn er nýleg gervitunglamynd (frá 2011), en á henni kemur vel fram hvernig umhorfs er við Jöklu eftir virkjun. Vatnsborðsmælar í Jökulsá á Dal og Lagarfljóti tengjast mælingum á grunnvatnsborði á flatlendi við árnar.  Rekstri mælis V427 hefur verið hætt og sömuleiðis DAL5 og LAG4.  Mælisniði HUS1-4 við Hvalbeinsrandarsand var bætt við 2013. (sjá skýringar í efra hægra horni myndar).

Smellið hér til að sjá stærri útgáfu af myndinni.

 

Breytt vöktun: Í kjölfar skýrslu Veðurstofu Íslansds um samanburð á vatnsborði og grunnvatni á láglendi á Héraði og úttekt sem gerð var á gróðurbreytingum var ákveðið að bæta við einu grunnvatnssniði á láglendustu svæðunum út við Héraðssand í landi Húseyjar. Enn fremur var hætt að mæla efst á grunnvatnssniðunum. Sem stendur er eingöngu mælt í nýja sniðinu við Húsey, en síðar, líklega 2014/15 verða aftur teknar upp handmælingar í nokkrum lotum til 2016/17.

  

Markmið/væntingar

a. Breytingar í vatnshæð og rennsli verði ekki meiri en spáð er í reiknilíkönum.

b. Breytingar í vatnshæð verði ekki meiri en spáð er í reiknilíkönum.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Uppfært:   4.6.2014

Breytingar á vísi

Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 25.1 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.

Grunnástand

a. Vatnshæð og rennsli á mælistöðvum í ám fyrir Kárahnjúkavirkjun

Mælingar á vatnshæð og rennsli á mælistöðum í ám liggja fyrir, en yfir misjafnlega langt tímabil eftir mælistöðum. Frá því að Lagarfossvirkjun tók til starfa 1975 hefur vatnsborði í Lagarfljóti verið haldið hærra sem nemur allt að um 0,5 m frá því í október og fram í mars ár hvert.

Myndir sem fylgja þessum kafla lýsa rennsli og vatnsborði eins og það var fyrir virkjun. Á hverri mynd er hæsta og lægsta rennsli/vatnsborð sem hefur mælst á hverjum tíma ásamt meðalrennsli. Bilið þar á milli er spönn rennslis (ljósgrá skygging). 

Á mynd af spönn vatnsborðs í Lagarfljóti við Egilsstaði eru auk þess gefin upp líkindi á fráviki frá meðaltali. Frávik frá slíkri líkindadreifingu er besti mælikvarðinn á breytingar, en slíkri greiningu verður ekki viðkomið fyrr en virkjunin hefur verið í rekstri a.m.k. 5-10 ár.

2.2-hjardarhaga-fyrir-arsrennslissveifla-2007

Mynd 1: Árssveifla rennslis í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga 1963_2006
Hægt er að stækka myndina með því að smella á textann hér fyrir ofan.

visir-2.2-mynd-4-arssveifla-rennslis-lagarfjlots-vid-lagarfoss

Mynd 2: Árssveifla rennslis í Lagarfljóti við Lagarfoss 1975-2006
Hægt er að stækka myndina með því að smella á textann hér fyrir ofan.

Mynd 3. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss fyrir Kárahnjúkavirkjun 1977 - 2006Mynd 3: Árssveifla vatnshæðar í Lagarfljóti við Lagarfoss 1977-2006
Hægt er að stækka myndina með því að smella á textann hér fyrir ofan.

visir-2.2-mynd-3-arssveifla-vatnshaedar-lagarins

Mynd 4: Árssveifla vatnshæðar í Lagarfljóti við Egilsstaði 1977-2006
Hægt er að stækka myndina með því að smella á textann hér fyrir ofan.


 


b. Grunnvatnshæð í holum


Mælingar eru til á grunnvatnsborði í tveimur sniðum út frá Jökulsá í Fljótsdal og tveimur sniðum niður undir Héraðssandi, öðru við Jökulsá á Dal og hinu við Lagarfljót. Mælingar hófust haustið 2000 og voru gerðar vikulega út árið 2001 af heimamönnum. Síritandi mælar voru settir í nokkrar grunnvatnsholur 2003 og 2004. Vikulegar mælingar heimamanna voru endurteknar haustið 2005 og 2006 í þeim holum þar sem ekki er síritun.

Á eftirfarandi myndum er dæmi um grunnástand á einni mælistöð (borholu) á hverju sniði árin 2004-2007. Í þremur tilvikum er um að ræða efstu stöðina, þ.e. þá sem liggur fjærst viðkomandi vatnsfalli. Grunnvatnsborð í þessum holum hefur reynst vera óháð vatnsborði í vatnsföllunum, en gefur góða mynd af náttúrulegum breytingum í grunnvatni vegna veðurfars (leysinga og úrkomu). Aðeins í Bessastaðanesi reyndist síritandi mælir hafa hafnað í holu undir áhrifum af vatnsborði nærliggjandi vatnsfalls.

Að öðru leyti verður að vísa til mynda sem birtar eru í árangurskafla, þar sem grunnvatnshæð eftir virkjun er borin saman við grunnvatnshæð fyrir virkjun og hvoru tveggja við viðeigandi vatnsborðsmælingar í næsta vatnsfalli.

visir-2.2-mynd-5-grunnvatnshaed-vid-Valthjofsstadanes

Mynd 5: Grunnvatnshæð við Valþjófsstaðanes 2004-2007 (FLJ3)
Hægt er að stækka myndina með því að smella á textann hér fyrir ofan.

visir-2.2-mynd-6-grunnvatnshaed-vid-BessastadagerdiMynd 6: Grunnvatnshæð við Bessastaðagerði 2004-2007
(BES2)
Hægt er að stækka myndina með því að smella á textann hér fyrir ofan.

visir--2.2-mynd-7-grunnvatnshaed-vid-Hol

Mynd 7: Grunnvatnshæð við Lagarfljót á Úthéraði, Hóll 2004-2007 (LAG4)
Hægt er að stækka myndina með því að smella á textann hér fyrir ofan.

visir-2.2-mynd-8-grunnvatnshaed-vid-Holmatungu

Mynd 8: Grunnvatnshæð við Jökulsá á Dal á Úthéraði, Hólmatunga 2004-2007 (DAL5)
Hægt er að stækka myndina með því að smella á textann hér fyrir ofan.


 


Forsendur fyrir vali á vísi

Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar verður Jökulsá á Dal veitt úr Hálslóni yfir í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljót. Einnig verður veitt vatni til virkjunarinnar úr Jökulsá í Fljótsdal og frá ám á Hraunum. Þessu fylgja talsverðar breytingar á vatnabúskap, rennsli eykst sums staðar en minnkar annars staðar, það dreifist öðru vísi innan ársins, vatnsborðshæð breytist, sem aftur getur haft áhrif á grunnvatnshæð, aurburð og rof getur breyst o.s.frv.

Vegna Kárahnjúkavirkjunar mun rennsli Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts aukast verulega, eða að meðaltali um tæplega 90 m³/s. Þannig eykst meðalrennsli við Egilsstaði um tæplega helming með tilkomu virkjunarinnar.

Aukning í rennsli er talsvert misskipt innan ársins. Hún er mest við lágrennsli að vetrarlagi (um eða yfir 100 m³/s aukning), en mun minni yfir hárennslistíma sumarsins þegar virkjunin nýtir að stórum hluta vatn úr Jökulsá í Fljótsdal og af Hraunum. Aukning rennslis í flóðum er hins vegar hlutfallslega mun minni. Við óhagstæðustu aðstæður í flóðum (öll lón virkjunarinnar full) mun rennsli Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts aukast um nálægt 60 m³/s. Í stærstu mældu flóðum í Lagarfljóti (október og nóvember 2002) hefur hámarks innrennsli í Fljótið verið metið á bilinu 1650-1700m³/s. Mesta rennsli við Lagarfoss í sömu flóðum mældist hins vegar um 950m³/s. Mismunur á innrennsli í Fljótið og rennsli við Lagarfoss stafar af miðlunaráhrifum stöðuvatnsins innan við Egilsstaði. Kárahnjúkavirkjun eykur því rennslið til Lagarfljóts í flóðum um 3-4%, og eftir útjöfnun sem verður í Lagarfljóti verður aukning við Lagarfoss um 30 m3/s (fer úr um 950 í um 980 m3/s).

Að sama skapi og rennsli eykst neðst í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljóti þá minnkar rennsli verulega í Jökulsá á Dal. Meðalrennsli hennar minnkar verulega mestan hluta ársins, minnst þó síðsumars og fram á haust þegar mestar líkur eru á rennsli um yfirfall Kárahnjúkastíflu. Flóð vegna jökulleysinga að sumarlagi mun ekki gæta fyrr en lónið er fullt, en það mun jafna út flóðtoppa. Dæmigerð haust-, vetrar- og vorflóð í neðri hluta árinnar minnka hins vegar tiltölulega lítið þar sem slík flóð eiga upptök sín að verulegu leyti af vatnasviðinu neðan Kárahnjúkastíflu. Það sama á við um Jökulsá í Fljótsdal ofan frárennslisskurðar Kárahnjúkavirkjunar.

 

Ítarefni

Grunnvatnsmælingar sem lýst er í b-lið tengjast vöktun á gróðri, þar sem gert var ráð fyrir lækkun á grunnvatnsstöðu við Jöklu en hækkun við Lagarfljót.  Í september 2013 hófust reglulegar grunnvatnsmælingar í fjórum holum í landi Húseyjar, enda ljóst að þar hefðu orðið breytingar á gróðri ( sjá minnisblað frá 28. jan 2015). 

Vatnsborð í Lagarfljóti við Hvalbeinsrandarsand (Torfulón) lækkaði við færslu óss Lagarfljóts og Jöklu á árinu 2014.  

Í samræmi við ábendingar í mati á umhverfisáhrifum vegna Kárahnjúkavirkjunar hefur verið fylgst með vatnsborðsbreytingum og áhrifum af þeim á grunnvatn á nokkrum sniðum út frá megin vatnsföllum á flatlendi Fljótsdalshéraðs. Mælingar árið 2000 gáfu til kynna tengsl vatnshæðar í ánum og grunnvatnsborðs og ennfremur hve langt frá árbakka þau áhrif næðu. Mælingar eftir gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar hafa í öllum meginatriðum staðfest hugmyndir um áhrif á grunnvatn. Vatnsborð er ívið hærra en spáð var en hafa ber í huga að sú niðurstaða byggist á samanburði á skammtíma raunhækkun við áætlaða meðaltalshækkun. Grunnvatnshæð skýrist af vatnshæð í viðkomandi vatnsfalli næst ánum en þegar fjær dregur ná áhrif af úrkomu og leysingum yfirhöndinni.

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði. 
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2012-099
Smellið hér til að sækja eintak af skýrslunni.
Í skýrslunni er fjallað um mælingar á vatnsborði og grunnvatni í Fljótsdal og á Héraði. Lagt er mat á ástand svæðisins fyrir gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar en sú framkvæmd breytir rennslishegðun ýmissa vatnsfalla á Austurlandi. Veiting vatns úr Hálslóni til Fljótsdals mun hafa í för með sér aukið rennsli til Lagarfljóts en rennsli í Jökulsá á Dal mun að sama skapi minnka. Eins mun rennslishegðun vatnsfalla ofan af Hraunum breytast nokkuð. Þessar breytingar á vatnafari kalla á ákveðnar mótvægisaðgerðir en fylgst verður náið með vatnsborði fyrir og eftir virkjun. Mælingarnar voru gerðar allt frá árinu 2000, handvirkar sem og rafrænar. Grunnvatnsstaðan var mæld í 4 sniðum út frá Jökulsá í Fljótsdal, Lagarfljóti og Jökulsá á Dal. Síritandi mælum var komið fyrir í vatnsfalli viðkomandi sniðs en eins voru settir upp síritandi mælar í Lagarfljóti til að fylgjast með ástandi þess. Niðurstöður þessara mælinga eru settar fram auk þess sem gerð er grein fyrir hugmyndum að áframhaldandi mælingum eftir að Kárahnjúkavirkjun er komin í fullan gang.

Vatnsborðs- og grunnvatnsmælingar í Fljótsdal og á Héraði fyrir Kárahnjúkavirkjun.

 
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2008-033
Smellið hér til að sækja eintak af skýrslunni.