2.30 Uppgræðsla lands

Vísir 2.30 - Uppgræðsla lands

 

2_24_uppgraedslaLandbótasjóðir hafa verið settir á laggirnar til þess að sporna við neikvæðum áhrifum mannvirkjagerðar í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Í þessum kafla má lesa um aðgerðir og árangur tengdri vinnu sem styrkt er af sjóðunum.

 

 

Upplýsingaskilti um uppgræðsluverkefnið

Framvinda


Uppgræðsla á vegum Landbótasjóðs Norður-Héraðs hefur nú staðið yfir í 17 ár uppi á Jökuldalsheiði og hefur árangur yfir það heila verið góður.  Gróðurþekja hefur aukist og jarðvegsskán er farin að myndast.  Á þeim svæðum þar sem virkt jarðvegsrof hefur verið, hefur tekist að minnka það með uppgræðsluaðgerðum. Uppgræðsla á áreyrum Jöklu byrjaði árið 2007.  Landið er að bregðast vel við áburði og fræi.  Hins vegar hefur vatnsflaumur Jöklu eyðilagt hluta uppgræðslusvæða og eins virðast ísjakar að vetri rífa upp gróður með rótum á einhverjum stöðum.  Minni reynsla er komin á árangur uppgræðslu svæða á vegum Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps en árangur er góður á þeim svæðum sem skoðuð hafa verið.

Frá árinu 2009 hefur áburði verið dreift á gróðursnauð svæði austan Hálslóns svo koma megi upp gróðri sem gæti staðist og bundið hugsanlegt áfok úr lónstæði. Heildarstærð uppgræðslusvæðis þar er nú um 780 ha og hefur árangur verið mjög góður flest árin.  Árið 2012 hófst uppgræðsla með áburðargjöf og sáningu á Hraunum, röskuðum, fyrrum framkvæmdasvæðum. Svæðin eru almennt rýr, hátt yfir sjó og erfið í uppgræðslu.  Árið 2017 hófst uppgræðsla með áburðargjöf og sáningu á röskuðum, fyrrum framkvæmdasvæðum í Tungu milli Glúmsstaðadals og Þuríðarstaðadals. Alls er flatarmál uppgræðslusvæðia við Hálslón, á Hraunum og Tungu nú um 900 ha.

Uppgræðslusvæði við Hálslón og HraunMynd 1. Uppgræðslusvæði við Hálslón og Hraun

Yfirlit yfir uppgræðslustarfið má sjá hér að neðan í töflum en nánari upplýsingar er hægt að nálgast undir flipanum ítarefni.

Tafla 1. Uppgræðsla við Hálslón

Ár \ Hvað  Flatarmál (ha)  Áburður (tonn)  Grasfræ (kg)
2009 255    
2010 350 63,3  
2011 418 70,2  
2012 361 64,8 530
2013 337 58,1 280
2014 290 49,2 480
2015 331 51,6 -
 2016 394 59,4 -
 2017 355  48,6 
 2018 314
57
-
 2019  466  68,7  

Tafla 2. Uppgræðsla Hraunasvæði

Ár \ Hvað Flatarmál (ha)  Áburður (tonn) Grasfræ (kg)
 2012 33 7,2 0,65
 2013 43 10,1 540
 2014 77 18 1.260
 2015 51 12,6 630
 2016 69 15,6 700
 2017 76  17,4  320 
 2018 70
15,0
160
 2019  0  0  0

Tafla 3. Uppgræðsla á haugsvæði Aðgöngum 3 (Tungu)

 Ár Flatarmál (ha)  Áburður (tonn)  Grasfræ (kg)
2017 30  7,8  440 
2018
30
7,2
560
 2019 18  5,7  180

Tafla 4. Framkvæmdir á vegum Landbótasjóðs Norður-Héraðs

Ár \ Hvað  Flatarmál (ha) Áburður (tonn) Grasfræ (kg)
2003 - 45,5 400
2004 766 132,9 160
2005 1017 176,2 325
2006 1600 284 -
2007 1894 300 400
2008 1370 200,4 2800
2009 1552 225 1180
2010 1307 201 1240
2011 638 116,9 900
2012 606 101,4 600
2013 682 102 600
2014 634 104,4 -
2015 853 140 -
 2016 1063 175 -
 2017 1193  200 
 2018 1273
217,8
260
 2019 1242  165,6  -

Tafla 5. Framkvæmdir á vegum Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps

Ár \ Hvað  Flatarmál (ha) Áburður (tonn)  Grasfræ (kg)
2007 35 - -
2008 126,4 24,9 130
2009 330 105 400
2010 337 - -
2011 264 57 297
2012 400 94,5 44,5
2013 200 42,1 20
2014 347 52,4 95
2015 237 34,8 15
2016 310 55,2 -
2017 332  43,2  45 
2018 384
60,0
-
 2019 482 62

Landbótasjóður Norður-Héraðs

Landbótasjóður Norður-Héraðs var stofnaður af þáverandi sveitarfélagi Norður-Héraði fyrir framlag Landsvirkjunar með það að aðalmarkmiði að græða upp land a.m.k. til jafns við það gróðurlendi sem tapast undir Hálslón. Einnig á sjóðurinn að standa að uppgræðslu á áreyrum Jökulsár á Dal en með minnkun vatnsmagns eykst hætta á uppfoki á áreyrum. Í lögum um landgræðslu nr. 17/1965 segir m.a. í þriðja kafla og 17. grein að „sá, sem landsspjöllum veldur með mannvirkjagerð eða á annan hátt, er skyldur að bæta þau.“ Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar tapast um 32 km2 af grónu landi undir Hálsslón. Unnið hefur verið að þessari uppgræðslu frá árinu 2003 aðallega með því að bera tilbúinn áburð á lítt gróið og ógróið land innan áhrifasvæðis virkjunarinnar og örva þannig náttúrulegan gróður svæðisins. Ráðgjafarnefnd sjóðsins hefur haft umsjón með uppgræðsluaðgerðum, áætlanagerð og árangursmati en verktakar hafa unnið að dreifingu áburðar og fræs eftir því sem við á. Ársskýrslur Landbótasjóðs Norður-Héraðs frá 2003-2018 eru aðgengilegar í ítarefni vísis.

Landbótasjóður Fljótsdalshrepps

Sjóðurinn var stofnaður af Fljótsdalshreppi fyrir framlag Landsvirkjunar með það að aðalmarkmiði að stuðla að uppgræðslu og landbótum vegna þeirrar skerðingar og rýrnunar gróðurlendis sem verður vegna byggingar og reksturs Kárahnjúkavirkjunar. Ársskýrslur Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps frá 2007-2017 eru aðgengilegar í ítarefni vísis.

Uppfært: 28. febrúar 2020
Heimild: Landsvirkjun (2020)

Vöktunaráætlun og markmið


Hvað er mælt?

Flatarmál uppgrædds lands á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi (áhrif framkvæmda: bein).

Áætlun um vöktun

Landgræðslan mun mæla, fylgjast með svæðum og setja upplýsingar í gagnagrunn sinn. Upplýsingum verður safnað á fimm ára fresti.

 Markmið

a. Fljótsdalshérað: Uppgræðsla 32 km2 lands

b. Fljótsdalshreppur: Markmið þarf að þróa í samvinnu við sveitarfélagið.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Landbótasjóðir Norður-Héraðs og Fljótsdalshrepps standa fyrir uppgræðslu við Jöklu og í Fljótsdal.

Breytingar á vísi

Í fjórða áfanga Sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 26.3 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.

Í áfangaskýrslu um vísa og grunnástand var mælikvarði skilgreindur sem:  Flatarmál uppgrædds lands á Norður-Héraði og í Fljótsdal.  Í þriðja áfanga Sjálfbærniverkefnisins var mælikvarðanum breytt í Flatarmál uppgrædds lands í Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi".  Ástæða breytingarinnar var aðlögun vegna sameiningar Fellahrepps, Norðurhéraðs og Austurhéraðs í eitt sveitarfélag, Fljótsdalshérað.

Grunnástand

Ræktunarsvæðið einkennist af gróðurlitlum melum með gróðurflesjum á milli. Hlíðar fjallanna eru gróðurlitlar með sundurrofnum gróðureyjum.

Aðal uppgræðslusvæðin sem nú er unnið við sjást á myndinni hér fyrir neðan.

Forsendur fyrir vali á vísi

Kárahnjúkavirkjun mun óhjákvæmilega leiða til skerðingar á grónu landi vegna þess gróna lands sem fer undir Hálslón og Kelduárlón. Landsvirkjun hefur gert samning við sveitarstjórn Norður-Héraðs (nú sveitarfélagið Fljótsdalshérað) og sveitarstjórn Fljótsdalshrepps um að Landsvirkjun fjármagni uppgræðslu og landbótaaðgerðir á áhrifasvæði virkjunarinnar en sveitarfélögin sjái um framkvæmd verksins. Sérstök nefnd skipuð fulltrúum frá sveitarstjórn, Landgræðslunni og Landsvirkjun sér um val uppgræðslusvæða og eftirlit með framkvæmdum á Fljótsdalshéraði. Hér er um mótvægisaðgerðir að ræða sem hafa eftirfarandi markmið:

  1. Að draga úr áfoki og jarðvegsrofi og styrkja gróður á áhrifasvæði virkjunarinnar.
  2. Að stuðla að endurreisn vistkerfa á uppblásnu landi.
  3. Að byggja upp beitiland til mótvægis við breytingar á beitarálagi og beitarháttum beitardýra s.s. fugla, hreindýra og sauðfjár.

Í Fljótsdalshrepp er uppgræðslustarfið alfarið í höndum sveitarstjórnar sem sendir Landsvirkjun skýrslu um ráðstöfun fjármuna í einstök verkefni.

ÍtarefniLv-2019-065-grodurstyrking-skyrsla

Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði, Framkvæmdir og framvinda 2019. Skýrsla Landsvirkjunar LV-2019-065
 

Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði, Framkv æmdir og framvindaFrá árinu 2009 hefur áburði verið dreift á gróðursnauð svæði austan Hálslóns svokoma megi upp gróðri sem gæti staðist og bundið hugsanlegt áfok úr lónstæði. Heildarstærð uppgræðslusvæðis þar er nú um 780 ha. Árangur hefur verið mjög góður flest árin. Vel hefurárað undanfarin þrjú ár. Svæðin komu ágætleg undan vetri og hægt var að hefja dreifingu ummánaðarmótin júní/júlí í ár. Árið 2012 hófst uppgræðsla með áburðargjöf og sáningu áHraunum, röskuðum, fyrrum framkvæmdasvæðum. Svæðin eru almennt rýr, hátt yfir sjó og erfið í uppgræðslu. Þessi svæði eru nú flest komin vel á veg enda tíðarfar undanfarin ár verið hagstætt. Sama gildir um önnur framkvæmdasvæði á Fljótsdalsheiði en fyrir tveim árum hófst uppgræðsla að á haugssvæði utarlega í Tungu á milli Glúmsstaðadals og Þuríðarstaðadals.Alls eru uppgræðslusvæðin við Hálslón, á Hraunum og við aðgöng 2 nú rúmlega 900 ha. 2018. Skýrsla Landsvirkjunar LV-2018-086

 

 

 

Útdráttur: Frá árinu 2009 hefur áburði verið dreift á gróðursnauð svæði austan Hálslóns svo koma megi upp gróðri sem gæti staðist og bundið hugsanlegt áfok úr lónstæði.

Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði, Framkvæmdir og framvinda
2017. Skýrsla Landsvirkjunar LV-2017-102

 

 

 

Lv_2016_117_forsidaGróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði, Framkvæmdir og framvinda 2016.  Skýrsla Landsvirkjunar LV-2016-117

 

 

Frá árinu 2009 hefur áburði verið dreift á gróðursnauð svæði austan Hálslóns svo koma megi upp gróðri sem gæti staðist og bundið hugsanlegt áfok úr lónstæði. Heildarstærð uppgræðslusvæðis þar er nú um 700 ha. Árangur hefur verið mjög góður flest árin. Í sumar komu svæðin seint undan snjó og framan af sumri var kuldatíð. Hagstætt tíðarfar síðla sumars og um heustið, með úrkomu, bættu nokkuð úr, svo árangur er þokkalegur. Árið 2012 hófst uppgræðsla með áburðargjöf og sáningu á Hraunum, röskuðum, fyrrum framkvæmdasvæðum. Svæin eru almennt rýr, hátt yfir sjó og afar erfið í uppgræðslu. Sama gildir um önnur framkvæmdasvæði á Fljótsdalsheiði en hafist var handa við uppgræðslu í nágrenni við aðgöng 2 sem einnig er fyrrum framkvæmdasvæði virkjunar. Ekki var dreift áburði á svæði við aðgöng 2 í ár. Alls eru uppgræðslusvæðin við Hálslón, á Hraunum og við aðgöng 2 nú um 850 ha.

 

Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði, Framkvæmdir og árangur 2015.  Skýrsla Landsvirkjunar LV-2015-106
Frá árinu 2009 hefur áburði verið dreift á gróðursnauð svæði austan Hálslóns svo koma megi upp gróðri sem gæti staðist og bundið hugsanlegt áfok úr lónstæði. Heildarstærð uppgræðslusvæðis þar er nú um 700 ha. Árangur hefur verið mjög góður flest árin. Í sumar komu svæðin seint undan snjó en jafnari raki og hagstætt tíðarfar síðsumars bættu um svo árangur er vel viðunandi. Árið 2012 hófst uppgræðsla með áburðargjöf og sáningu á Hraunum, röskuðum, fyrrum framkvæmdasvæðum. Svæðin eru almennt rýr, hátt yfir sjó og erfið í uppgræðslu. Sama gildir um önnur framkvæmdasvæði á Fljótsdalsheiði en hafist var handa við uppgræðslu í nágrenni við aðgöng 2 sem einnig er fyrrum framkvæmdasvæði. Alls eru uppgræðslusvæðin við Hálslón, á Hraunum og við aðgöng 2 nú um 850 ha.

Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði.  Framkvæmdir og árangur 2014.  Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-098

Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum - framkvæmdir og árangur 2013, áætlun 2014Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Framkvæmdir og árangur 2013, áætlun 2014  Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-025

Smellið hér til að sækja skýrslu.

Gróðurstyrking við Hálslón 2011


Gróðurstyrking við Hálslón Framkvæmdir og árangur 2011
Skýrsla Landgræðslu ríkisins  Lr 2011/15

Smellið hér til að sækja skýrslu.

 

 


Ársskýrslur Landbótasjóðs Norður-Héraðs (pdf)

Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2019

Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2018
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2017
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2016
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2015
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2014                               
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2013Mynd 1: Yfirlitskort: Aðgerðir Landbótasjoðs Norður - Héraðs
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2012
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2011
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2010
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2009
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2008
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2007
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2006
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2005
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2004
Ársskýrsla Landbótasjóðs Norður-Héraðs 2003


Ársskýrslur Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps  (pdf)

Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2019
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2018
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2017
Ársskýrsla Landbótasjoðs Fljótsdalshrepps 2016
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2015
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2013
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2012
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2011
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2010
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2009
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2008
Ársskýrsla Landbótasjóðs Fljótsdalshrepps 2007

Uppfært: 28.02.2020