2.8 Frágangur náma og haugsvæða

Vísir 2.8 - Frágangur náma og haugsvæða

Visir-2.8-toppmynd

Hér má finna upplýsingar um frágang á námu og haugsvæðum á framkvæmdasvæðum álvers Alcoa Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar.

 

Niðurstöður


Búið er að ganga frá öllum námu og haugsvæðum hjá álveri Alcoa Fjarðaáls. Engin námusvæði voru opnuð sérstaklega þar sem allt efni var tekið úr lóðinni undir álverinu.

Frágangi námu- og haugsvæða á framkvæmdasvæði Fljótsdalsstöðvar er lokið en við frágang þeirra var leitast við að þau féllu sem best að nærliggjandi umhverfi. Þó er einni grjótnámu, við Kelduárlón, haldið opinni vegna frekari efnisvinnslu. Við frágang svæða var fylgt tilmælum starfsmanna Umhverfisstofnunar en við mat á árangri var fyrst og fremst stuðst við sjónrænt mat.  Landsvirkjun mun vakta námu- og haugsvæði áfram þó að búið sé að ganga frá og loka þessum svæðum.  Reglulega er farið um framkvæmdasvæði og rusl sem þar kann að finnast fjarlægt.  Þar sem þurfa þykir er gróður styrktur með áburðargjöf.

Unnið var að uppgræðslu á Hraunum 2. júlí 2018 sbr. töflu 1.

Tafla 1. 

 Svæði Flatarmál  Magn áburðar* Magn fræja
   ha  kg kg/ha
 kg kg/ha
 <200 kg/ha áb.
25 4.200  168    
200-250 kg/ha áb.
19 4.600 242
 

 >250 kg/ha áb

17 4.400
259
 
 200 kg/ha áb.
 sán 20 kg/ha
 9 1.800
200
160
18
 Samtals  70
15.000    160
 

*meðaltalsgildi


Unnið var að uppgræðslu á haugsvæði Tungu 2. júlí árið 2018 sbr. tafla 2.

Tafla 2

 Svæði Flatarmál  Magn áburðar Magn fræja
   ha  kg kg/ha
 kg kg/ha
Áb. - 260 kg/ha
Sán - 20 kg/ha
 30  7.200  240  560  19
 Samtals  30  7.200     560   

Frekari upplýsingar um uppgræðslu er að finna í vísi 2.30 og skýrslu LV-2018-086 í ítarefni vísisins.

Á Mynd 1 má sjá dæmi um vinnubúðir á meðan á framkvæmdum stóð og á Mynd 2 hvernig gengið var frá svæðinu. Enn fremur er vísað á skýrslu Landsvirkjunar sem hefur að geyma fjölda mynda á mismunandi stigum framkvæmda.

Vísir 2.8 Mynd 1: Vinnubúðir við Glúmsstaðadalsá (11.07.2006).

Mynd 1:  Vinnubúðir við Glúmsstaðadalsá (11.07.2006).


Vísir 2.8 Mynd 2: Frágangi íbúðasvæðis lokið. Áður en svæðið var mótað voru allar steyptar undirstöður sem og allar lagnir fjarlægðar (19.07.2010)

Mynd 2:  Frágangi íbúðasvæðis lokið.  Áður en svæðið var mótað voru allar steyptar undirstöður sem og allar lagnir fjarlægðar (19.07.2010).

Heimild: Landsvirkjun (2019)
Uppfært:  22. febrúar 2019

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Framvinda gróðurs á framkvæmdasvæðum. (Áhrif framkvæmda: óbein).


Vöktunaráætlun

Virkjun: Á byggingartíma munu eftirlitsaðilar fara á svæðið til að fylgjast með að verktakar séu að vinna samkvæmt áætlunum. Mælingar verða gerðar ef þörf er talin á. Sjónskoðun fer fram á nokkurra mánaða fresti.

Eftir að byggingartíma lýkur verða haugsvæði skoðuð og mælingar gerðar til að athuga hvort búið sé að ganga frá þeim í réttri hæð.

Að loknum byggingartíma verður farið árlega yfir uppgræðslusvæði, rusl sem þar kann að finnast fjarlægt og upplýsingum safnað um framvindu gróðurs.  Þar sem þurfa þykir verður gróður styrktur með áburðargjöf.

Álver: Úr skýrslum verkfræðinga sem skoða álverslóð. Gögn verða birt einu sinni eftir að byggingu álvers er lokið.

Markmið

Virkjun og álver: Ástand svæðis falli sem best að náttúru og landslagi þess.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Frágangi á svæðum er lokið. Einungis er um vöktun að ræða.

Uppfært:  16.6.2015

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 6. maí 2015 voru eftirtaldar breytingar samþykktar:

Hvað er mælt?

  Texti fyrir breytingu: Texti eftir breytingu:
  Hlutfall raskaðs lands sem komið er í sambærilegt horf og fyrir framkvæmdir Framvinda gróðurs á framkvæmdasvæðum

Vöktunaráætlun

  Texti fyrir breytingu: Texti eftir breytingu:
  Að loknum byggingartíma verður upplýsingum um framvindu gróðurs á uppgræðslusvæðum safnað á fimm ára fresti. Að loknum byggingartíma verður farið árlega yfir uppgræðslusvæði, rusl sem þar kann að finnast fjarlægt og upplýsingum safnað um framvindu gróðurs.  Þar sem þurfa þykir verður gróður styrktur með áburðargjöf.

 

Rökstuðningur breytinga: Markmið þessara breytinga á vöktunaráætlun er að aðlaga áætlunina að því sem er gert og er raunhæft að gera.  Erfitt er að skilgreina hvenær land er komið í upprunalegt horf og ekki til fastur mælikvarði á það.  Áburður gefur gróðurskán en til lengri tíma vilja menn sjá villtan gróður á svæðinu í stað tegunda sem fylgja áburðargjöf.  Fylgst er með þessu með árlegum heimsóknum á svæðin.


Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna.  Þessi vísir var upphaflega númer 20.1 og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2004 og 2005.

Forsendur fyrir vali á vísi


Umfangsmiklum framkvæmdum fylgir mikil efnistaka. Frá sjónarmiði sjálfbærrar þróunar skiptir máli að röskun á landslagi og gróðurfari verði haldið í lágmarki og efnistökusvæðum og haugsvæðum sem ekki fara undir vatn eða falla inn í mannvirki verði komið í fyrra horf eins fljótt og hægt er.

Fyllingarefni í stíflur og vegi ásamt steypuefni og jarðefni til ýmissa nota vegna framkvæmdanna er fengið úr völdum svæðum bæði með tilliti til umhverfissjónarmiða og gæða efnisins. Til að auðvelda frágang að framkvæmdum loknum verður lífrænn jarðvegur, sem fjarlægja þarf vegna framkvæmdanna fluttur og notaður annars staðar þar sem þörf er á og gróðurfar svæða endurvakið eftir því sem við á.

Jarðefni sem koma frá borun jarðganga, skurðum og greftri og ekki nýtast við framkvæmdirnar, er komið fyrir á haugsvæðum sem valin hafa verið með hliðsjón af umhverfisáhrifum. Haugsvæði og námur, sem ekki fara undir vatn, verða mótuð þannig að þau falli að umhverfinu. Lífrænum jarðvegi sem kemur af fyrirhuguðu haugsvæði verður notaður aftur síðar til að jafna yfir hauginn við endanlegan frágang hans og gróðurfar svæðisins endurvakið.

  

Ítarefni

vísir 2.8 forsíða frágangur haugasvæða

Skýrsla Landsvirkjunar LV-2017_102 Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði: framkvæmdir og framvinda 2017
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2016_117 Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði.
Skýrsla Landsvirkjunar LV-2012-011 Kárahnjúkavirkjun: Frágangur vinnusvæða