Vísir 2.9 - Olíu- og efnalekar vegna framkvæmda og starfsemi
Olíu- og efnalekar geta valdið skemmdum á vistkerfum. Varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir olíu- og efnaleka á vinnusvæðum og þar sem skip liggja við festar eru mikilvægar til að vernda vistkerfi fyrir hugsanlegum skaða
Niðurstöður
Fjöldi atvika á ári með lekum yfir 20 lítra og lekum yfir 100 lítra bæði á landi (virkjun og álver) og frá flutningaskipum sem eru við festar í höfn Fjarðabyggðar.Tafla 1. Olíu og efnalekar hjá Alcoa Fjarðaáli og Landsvirkjun, fjöldi atvika 2007 - 2018
Ár \ Lekar |
Alcoa Fjarðaál |
Landsvirkjun |
||
---|---|---|---|---|
Yfir 20 lítra |
yfir 100 lítra |
yfir 20 lítra |
yfir 100 lítra |
|
2007 | 0 | 0 |
0 | 0 |
2008 | 2 | 0 |
0 |
0 |
2009 | 0 | 0 |
0 |
0 |
2010 | 0 | 0 |
1 |
0 |
2011 | 0 | 0 |
0 |
0 |
2012 | 0 | 0 |
0 |
0 |
2013 | 1 | 0 |
0 |
0 |
2014 | 1 | 0 | 0 |
0 |
2015 | 0 | 0 |
0 |
0 |
2016 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2017 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2018 | 0 | 0 |
0 |
0 |
Uppfært: 28. febrúar 2019
Heimild: Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun, 2009-2019.
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt ?
Fjölda atvika á ári með lekum yfir 20 lítra og lekum yfir 100 lítra bæði á landi (virkjun og álver) og frá flutningaskipum sem eru við festar í höfn Fjarðabyggðar. (Áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun
Skráning atvika
- Fljótsdalsstöð: Stöðvarstjóri sér um að hvert atvik er skráð.
- Fjarðaál: Umhverfis-, öryggis- og heilsuteymi sér um að hvert atvik er skráð.
Markmið
Fljótsdalsstöð og Fjarðaál:
- 0 lekar yfir 20 lítrar
- 0 lekar yfir 100 lítrar
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Öryggisreglur og eftirlit eiga að hafa áhrif á að meðferð olíu og efna sé með þeim hætti að ekki verði mengun.
Breytingar á vísi
Á ársfundi verkefnisins 30. apríl 2019 var eftirfarandi breyting samþykkt:
Texti fyrir breytingu | Texti eftir breytingu |
---|---|
Hvað er mælt: · Fjölda atvika á ári með lekum yfir 20 lítra og lekum yfir 2000 lítra bæði á landi (virkjun og álver) og frá flutningaskipum sem eru við festar í höfn Fjarðabyggðar. (Áhrif framkvæmda: bein). Markmið 0 lekar yfir 20 lítrar – 0 lekar yfir 2.000 lítrar | Hvað er mælt: · Fjölda atvika á ári með lekum yfir 20 lítra og lekum yfir 100 lítra bæði á landi (virkjun og álver) og frá flutningaskipum sem eru við festar í höfn Fjarðabyggðar. (Áhrif framkvæmda: bein) Markmið 0 lekar yfir 20 lítrar – 0 lekar yfir 100 lítrar |
Rökstuðningur breytinga: Samkvæmt íslenskri reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi 884/2017 - 61. gr. er viðmið 100 lítrar en grunnviðmið Alcoa er 20 lítrar.
Í fjórða áfanga sjálfbærniverkefnisins var ákveðið að breyta númerum sjálfbærnivísanna. Þessi vísir var upphaflega númer 22.3 og er fjallað um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins 2004 og 2005.
Á stýrihópsfundi 3. febrúar 2011 var rætt um nafn vísis ,,Olíu- og efnalekar sem tengjast framkvæmdum“ þar sem olíu- og efnalekar geta líka átt sér stað vegna starfsemi, ekki bara vegna framkvæmda. Var lagt til að heiti og mælingum í ,,Olíu- og efnalekar vegna framkvæmda og starfsemi“. Var þessi breyting samþykkt.
Forsendur fyrir vali á vísi
Olíu- og efnalekar geta valdið skemmdum á vistkerfum. Varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir olíu- og efnaleka á vinnusvæðum og þar sem skip liggja við festar eru mikilvægar til að vernda vistkerfi fyrir hugsanlegum skaða. Þetta er ekki síst mikilvægt í því ljósi að heilbrigði vistkerfis sjávar skiptir miklu máli fyrir atvinnulíf á Austurlandi.
Grunnástand
Á ekki við í þessum vísi.