Saga verkefnisins

Fyrirsagnalisti

Um Sjálfbærniverkefnið

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.

Meira...

Hugmyndafræði sjálfbærniverkefnisins

Hugmyndafræði sjálfbærniverkefnisins byggir fyrst og fremst á samþykktum Sameinuðu Þjóðanna, ýmsum alþjóðlegum samþykktum og stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi sjálfbæra þróun. Það sem greinir verkefnið hinsvegar frá mörgum öðrum er hið breiða samráð sem haft er við nærsamfélagið og hagsmunaaðila. Ákveðið var að kalla til samráðshóp sem endurspeglar þverskurð samfélagsins og er með ólíkar skoðanir og hagsmuni að leiðarljósi. Hópurinn aðstoðar við mótun sjálfbærnimælinga og vöktunaráætlun og er stýrihóp verkefnisins innan handar varðandi áframhaldandi þróun og rekstur þess.

Meira...

Hvernig byrjaði þetta?

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var komið á laggirnar árið 2004 í upphafi framkvæmda við byggingu álvers Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar. Hvorugt fyrirtækjanna hafði forskrift að því hvernig staðið skyldi að þessu verkefni og fljótlega kom í ljós að verkefnið var í raun frumkvöðlastarf, ekki bara hér á landi heldur einnig á heimsvísu. Ráðnir voru íslenskir og erlendir ráðgjafar til að aðstoða fyrirtækin við verkefnið.

 

Meira...