Áhugaverðar niðurstöður

Ársfundur 2020

Fyrirhugað er að halda ársfund Sjálfbærniverkefnisins á Egilsstöðum þriðjudaginn 28. apríl. 

Þar verður sjónum beint að jafnréttismálum.

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2019

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins var haldinn í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði þriðjudaginn 30. apríl kl. 14 – 17 undir yfirskriftinni „Það veltur allt á gróðrinum“.

Á fundinum var fjallað um gróðurvöktun og grunnauðlindirnar gróður og jarðveg.

Öll voru velkomin á fundinn en fólk beðið að skrá þátttöku .

Lesa meira

Ársfundir Sjálfbærniverkefnisins

Ársfundir verkefnisins eru haldnir eigi síðar en fyrstu viku í maí ár hvert.  Markmið ársfunda er að upplýsa samfélagið um Sjálfbærniverkefnið, fara yfir helstu niðurstöður frá undangengnu ári, kynna og skilgreina breytingar á verkefninu mælingum á einstökum vísum og vera vettvangur umræðu.  Hægt er að skoða gögn frá ársfundum hér á síðunni .

Lesa meira

Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu í Héraðsflóa

Frá því að rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst hafði ós Lagarfljóts/Jöklu færst um 1,3 km til norðurs og var ósinn kominn um 3,2 km norðar en hann hafði oftast verið á síðustu öld.


Hér má sjá myndband um verkefnið.

Lesa meira

Slysatíðni á þjóðvegum


Í vísi 1.18b, samfélagsleg velferð má finna upplýsingar um slysatíðni á völdum leiðum á Austurlandi.  Niðurstöður eru sóttar árlega á heimasíðu vegagerðarinnar.  Ítarlegri upplýsingar um slys á Íslandi má sjá á slysakorti Umferðastofu.

Lesa meira

Mannfjöldapíramídar - kynja og aldurssamsetning íbúa


Mannfjöldapíramídar eru myndræn aðferð til að sýna kynjahlutfall og aldursdreifingu á ákveðnu svæði og á ákveðnum tíma. 

Lesa meira

Umfjöllun um Sjálfbærniverkefnið á N4

Fulltrúar frá Sjónvarpsstöðinni N4 mættu á ársfund Sjálfbærniverkefnisins 2013 og birtu umfjöllun um verkefnið í þættinum "Glettur-Austurland" þann 9. maí 2013

Hér er hægt að skoða gögn frá ársfundinum.

Sumar við Hálslón

sandey-5-juni-2011

Veðurfar við Kárahnjúka getur verið ólíkt því sem gengur og gerist í byggðum og bæjum landsins. Fróðlegt er að sjá myndir frá Hálslóni og fylgjast með hvenær snjó tekur upp og á meðfylgjandi myndskeiði má einnig sjá hvernig Hálslón fyllist smám saman og landslagið breytist.

Lesa meira

Losun gróðurhúsalofttegunda með því minnsta sem þekkist

visir 2.13 co2 greining LVÓlíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum þá er losun GHL frá raforkuvinnslu á Íslandi tiltölulega lítil, enda er langstærstur hluti vinnslunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum þ.e. vatnsafli og jarðvarma. Árleg losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á hverja unna GWst í Fljótsdalsstöð er um 0,25 g CO2-ígildi/kWst þegar ekki er tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu.

Lesa meira

Hreindýr og Kárahnjúkavirkjun

Vísir-2.23-Hreindýr

Kárahnjúkavirkjun mun hafa áhrif á nokkur búsvæði hreindýra en óljóst er hvort þetta mun hafa einhver áhrif á stærð stofnsins eða eingöngu breyta atferli dýranna. Hreindýr voru fyrst flutt til landsins á ofanverðri átjándu öld til búnytja. Þau eru Austfirðingum mikilvæg, bæði vegna tekna af árlegum veiðum, en ekki síður sem tíguleg dýr sem setja svip sinn á umhverfið.

Lesa meira

Flúor og heilbrigði gróðurs

SBverkefnin-lyng-throun-maelikvarda

Flúor getur haft neikvæð áhrif á vöxt og heilbrigði gróðurs. Tryggja þarf að flúor fari ekki yfir þolmörk gróðurs á staðnum sem gæti leitt til breytinga á lífríki þannig að viðkvæmar tegundir myndu ekki þrífast þar sem flúormengunar gætir. Krækiberjalyng er meðal þess gróðurs sem vaktaður er með tilliti til flúormengunar í tengslum við framleiðslu á áli.

Lesa meira

Hvernig er atvinnuleysið á Austurlandi?


1.13-atvinnuleysi-1980-2010Atvinnuleysi hefur yfirleitt verið minna á Austurlandi en á Íslandi í heild frá því á árinu 2004. Fyrir þann tíma var atvinnuleysi alltaf meira á Austurlandi en á landsvísu. Á árinu 2010 var atvinnuleysi rúmlega helmingi minna á Austurlandi en á Íslandi, eða um 4,4% atvinnuleysi að ársmeðaltali á móts við 8,9% atvinnuleysi á Íslandi að meðaltali. 

Lesa meira

Hvaða áhrif hefur Kárahnjúkavirkjun haft á Heiðagæs?

Mynd-forsida-skyrsla-heidagaes-2011

Fylgst er með Heiðagæs á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar í Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi í Vísi 2.21. Heiðagæs hefur fjölgað ört á landinu undanfarinn áratug og sú þróun hefur ekki síst sett mark sitt á Fljótsdalshérað og heiðarlöndin þar inn af. Hafi Hálslón haft áhrif á heiðagæs á þessu svæði er hætt við að slíkt sé vandlega falið í hinni almennu aukningu í varpi gæsarinnar. Lesa meira...

Lesa meira

Keops píramídinn og Hálslón

Aurinn sem safnast árlega í hálslón samsvarar 4-5 x 106 m3 af efni. Þetta samsvarar byggingu sem væri 100 metra breið, 100 metra há og 400-500 metra löng. Til að fá hugmynd um stærð er ekki slæmt að bera magnið saman við píramída.

Lesa meira

Einstakt á heimsvísu

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar er frumkvöðlastarf því slík aðferð við mat á sjálfbærni hefur ekki áður verð framkvæmd á heimsvísu.

Lesa meira

Ekkert gullgrafaraæði !

„Ekkert gullgrafaraæði!“ Í þessum orðum má að hluta til fanga merkingu sjálfbærrar þróunar, en hún snýst um að hafa jafnvægi á samfélagi, umhverfi og efnahag. Ef menn einblína bara á að græða, er hætt við að eitthvað annað verði undan að láta. Jafnvægi á öllum sviðum er lykilatriði.

Lesa meira

Markmiðið að helmingur starfsmanna væri konur

Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls tók þátt í starfi samráðshópsins Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi og sagði hann verkefnið „gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtækið og við mótuðum stefnuna til dæmis hvað varðar ráðningar, aldursdreifingu , kynjahlutfall og innkaup út frá þessu verkefni.“ Eitt af markmiðunum sem fyrirtækið setti sér var að helmingur starfsmanna yrði konur.

 

Ævintýri heiðagæsarinnar Harðar

Sumarið 2014 var senditæki notað til að  fylgjast með heiðagæsinni „Herði“ sem ásamt maka gerði mislukkaða tilraun til varps í Sauðafelli vestan Hálslóns. Parið hvarf af svæðinu og kom síðar um haustið í ljós á Vestfjörðum og hafði þá tekið sig upp (örugglega ásamt fleiri gæsum sem varp misfórst hjá) og fellt fjaðrir á austur-Grænlandi.

Lesa meira

Rio +20 - Ráðstefna SÞ um sjálfbæra þróun

Rio-20

Sumarið 2012 var Rio +20 ráðstefnan haldin var af Sameinuðu Þjóðunum í Rio de Janero í Brasilíu. Yfirskrift ráðstefnunnar var  sjálfbær þróun. Markmið ráðstefnunnar var að viðhalda pólitískum áhuga um sjálfbæra þróun, 20 árum eftir að Rio earth summit  var haldinn árið 1992. Ráðstefnur líkt og Rio+20 munu ekki einar og sér gera það að verkum að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi, heldur er aðgerða þörf víðsvegar um heiminn.

Lesa meira
Útlit síðu: