Áhugaverðar niðurstöður

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2019

Það veltur allt á gróðrinum

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins var haldinn í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði þriðjudaginn 30. apríl kl. 14 – 17 undir yfirskriftinni „Það veltur allt á gróðrinum“.

Á fundinum var fjallað um gróðurvöktun og grunnauðlindirnar gróður og jarðveg.

Öll voru velkomin á fundinn en fólk beðið að skrá þátttöku .


Drög að dagskrá


Fundarstjóri: Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

14:00 Setning, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli

14:10 Gróður er góður - um grunnauðlindirnar gróður og jarðveg, Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi hjá
Landgræðslunni

14:40 Sambýli gróðurs, beitardýra og iðnaðar á Austurlandi, Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá
Náttúrustofu Austurlands

15:10 Áhrif veðurfars og landslags á dreifingu og styrk flúors í gróðri, Erlín Emma Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands

15:30 Kaffihlé

16:00 Áhugaverðar niðurstöður vöktunar

  • Kerrekstur og umhverfismál, Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu og skautsmiðju hjá Alcoa Fjarðaáli
  • Endurheimt gróðurs, Ásrún Elmarsdóttir, Verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun.

16:40 Breytingar á vísum

16:50 Samantekt

17:00 Fundarslit.

Útlit síðu: