Áhugaverðar niðurstöður

Rio +20 - Ráðstefna SÞ um sjálfbæra þróun

Rio-20

Sumarið 2012 var Rio +20 ráðstefnan haldin var af Sameinuðu Þjóðunum í Rio de Janero í Brasilíu. Yfirskrift ráðstefnunnar var  sjálfbær þróun. Markmið ráðstefnunnar var að viðhalda pólitískum áhuga um sjálfbæra þróun, 20 árum eftir að Rio earth summit  var haldinn árið 1992. Ráðstefnur líkt og Rio+20 munu ekki einar og sér gera það að verkum að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi, heldur er aðgerða þörf víðsvegar um heiminn.

Rio-20Nýverið var Rio +20 ráðstefnan haldin var af Sameinuðu Þjóðunum í Rio de Janero í Brasilíu. Yfirskrift ráðstefnunnar var  sjálfbær þróun. Markmið ráðstefnunnar var að viðhalda pólitískum áhuga um sjálfbæra þróun, 20 árum eftir að Rio earth summit  var haldinn árið 1992. Ráðstefnur líkt og Rio+20 munu ekki einar og sér gera það að verkum að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi, heldur er aðgerða þörf víðsvegar um heiminn. Áskoranirnar geta verið ólíkar eftir því hvar í heiminum er drepið niður fæti þó svo að markmiðið sé sameiginlegt.

Afrakstur ráðstefnunnar var meðal annars skjalið „The Future We Want“ eða framtíðin sem við veljum okkur og er nafnið vísun til Brundtland skýrslunnar, „Our Common Future“. Skjalið er 53 síður að lengd og eru þar lagðir fram 283 liðir sem eiga að stuðla að sjálfbærri þróun og hafa stefnumótandi áhrif. Hugtakið sjálfbær þróun er vítt hugtak og þar af leiðandi er liðirnir 283 fjölþættir og kveða á allt frá aðgerðum gegn fátækt til áforma um græn hagkerfi.

Fyrir áhugasama er hægt að benda á heimasíðu ráðstefnunnar Rio+20 og einnig er hægt að nálgast „The Future We Want“ á pdf sniði með því að smella hér.

We need to invent a new model - a model that offers growth and social inclusion - a model that is more respectful of the planet's finite resources. That is why I have made sustainable development my number one priority."

UN Secretary-General Ban Ki-moon

Útlit síðu: