Áhugaverðar niðurstöður

Mannfjöldapíramídar - kynja og aldurssamsetning íbúa


Mannfjöldapíramídar eru myndræn aðferð til að sýna kynjahlutfall og aldursdreifingu á ákveðnu svæði og á ákveðnum tíma. 

Á Íslandi er aldursdreifingin frekar jöfn frá 0-64 ára en svo mjókka mannfjöldapíramídarnir eftir því sem fólk eldist og deyr (Mynd 1).Mynd 1: Mannfjöldapíramídi fyrir Ísland 2013
Mynd 1:  Mannfjöldapíramídi fyrir Ísland árið 2013

Mannfjöldapíramídar skiptast í tvennt eftir kyni.  Píramídarnir á myndum 1 - 3 sýna karla vinstra megin (bláar súlur) og konur hægra megin (rauðar súlur).  Hver súla sýnir hve stórt hlutfall að heildarmannfjölda svæðisins eru karlar eða konur innan ákveðins aldurshóps.  Til dæmis eru 0-4 ára stelpur 3,3% allra íbúa á Miðausturlandi árið 2013 en 30 - 34 ára konur 2,8%.  Strákar á aldrinum 0 - 4 ára eru 3,5% af öllum íbúum á Miðausturlands en karlar á aldrinum 30 - 34 ára eru 3,4%  (sjá Mynd 2).

Mynd 2: Mannfjöldapíramídi fyrir Miðausturland 2013
Mynd 2:  Mannfjöldapíramídi fyrir Miðausturland árið 2013

Á árinu 2013 voru 47,2% íbúa á Austurlandi konur en 52,8% karlar.  Á árinu 2006 voru 36,1% íbúa konur og 63,9% karlar.  Þá leit mannfjöldapíramídinn öðruvísi út (sjá Mynd 3).

1.11 Mynd 3: mannfjöldapíramídi fyrir Miðausturland 2006
Mynd 3:  Mannfjöldapíramídi fyrir Miðausturland árið 2006.

Hægt er að skoða meira efni um lýðfræðilegar breytingar á Austurlandi undir vísi 1.11

Útlit síðu: