Áhugaverðar niðurstöður

Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu í Héraðsflóa

Frá því að rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst hafði ós Lagarfljóts/Jöklu færst um 1,3 km til norðurs og var ósinn kominn um 3,2 km norðar en hann hafði oftast verið á síðustu öld.


Hér má sjá myndband um verkefnið.


Mynd 1. Strönd Héraðsflóa og staðsetning óssins á mismunandi tímum. Undirliggjandi loftmynd er frá 2011
Mynd 1. Strönd Héraðsflóa og staðsetning óssins á mismunandi tímum.  Undirliggjandi loftmynd er frá 2011.

Orsökin fyrir færslu óssins er ekki þekkt.  Þekkt er að staðsetning ósa vatnsfalla á sandströndum getur verið mjög breytileg (háð m.a. veðurfari, strandstraumum og ísstíflum) og má þar sem dæmi nefna ós Markarfljóts. Í ljósi þess að færslan á ósi Lagarfljóts og Jöklu til norðurs byrjaði áður en rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst er ekki á einhlítan hátt hægt að tengja breytinguna byggingu Kárahnjúkavirkjunar.

Sumarið 2013 kom ábending frá landeigendum norðan árinnar að hætta sé á að áin brjóti sér leið yfir í Fögruhlíðará ef færslan á ósnum til norðurs heldur áfram.  Að höfðu samráði við hagsmunaaðila s.s. veiðifélög á svæðinu, landeigendur, stofnanir og sveitarfélagið Fljótsdalshérað kynnti Landsvirkjun landeigendum þá skoðun sína að rétt væri að grafa út nýjan ós, rúmum 3 km sunnan við núverandi ós, á þeim stað sem ósinn hefur jafnan verið frá 1945 til 2000. 

Í febrúar 2014 gerði Landsvirkjun tilraun til þessa og grafinn var 10 m breiður skurður í gegnum fjörukambinn.  Gert var ráð fyrir að árvatnið græfi síðan nýja ósinn út samhliða því að brimið lokaði núverandi ósi enda er verið að stytta rennslisleið vatnsins til sjávar (mynd 2).

Mynd 2. Ljósmynd af botni Héraðsflóa þann 7. október 2013. Rauða örin sýnir staðsetningu á nýjum ósi.

Mynd 2. Ljósmynd af botni Héraðsflóa þann 7. október 2013.  Rauða örin sýnir staðsetningu á nýjum ósi.

Skömmu eftir að nýi ósinn var opnaður lokaði brimið hins vegar ósnum og voru  hagsmunaaðilar þá upplýstir um að gerð yrði önnur tilraun í haust enda hafði verið miðað við að framkvæmdatíminn yrði ekki nálægt göngutíma laxfiska.  Landeigendur/ábúendur óskuðu eftir því að Landsvirkjun skoðaði möguleikann að opna ósinn í júní 2014.  Að fenginni jákvæðri umsögn Veiðimálastofnunar og leyfi frá Fiskistofu var ákveðið að opna nýjan ós á sama stað og í febrúar og var það gert þann 8. júní 2014.

Á myndum 3, 4 og 5 sést að vatnið grefur nýja ósinn hratt út.  Á mynd 5 sést jafnframt að Lagarfljót fer allt um nýja ósinn og syðstu kvíslar Jöklu.   Það verður fróðlegt að sjá hvorn ósinn árnar velja, þann nýja eða þann gamla.

Mynd 3. Nýr ós skömmu eftir að hann var opnaður þann 8. júní.

Mynd 3. Nýr ós skömmu eftir að hann var opnaður þann 8. júní 2014

Mynd 4. Nýr ós þann 9. júní 2014 en þá var farvegurinn til sjávar orðinn 100 m breiður

Mynd 4. Nýr ós þann 9. júní 2014 en þá var farvegurinn til sjávar orðinn 100 m. breiður.


Mynd 5. Nýr ós þann 15. júní en þá var farvegurinn til sjávar orðinn 200 m breiður. Greinilega sést að Lagarfljót fer allt um nýja ósinn og syðstu kvíslar Jöklu (Ljósmynd Stefán Scheving Einarsson)

Mynd 5.  Nýr ós þann 15. júní en þá var farvegurinn til sjávar orðinn 200 m breiður.  Greinilega sést að Lagarfljót fer allt um nýja ósinn og syðstu kvíslar Jöklu (Ljósmynd Stefán Scheving Einarsson)

Útlit síðu: