Áhugaverðar niðurstöður

Ævintýri heiðagæsarinnar Harðar

Sumarið 2014 var senditæki notað til að  fylgjast með heiðagæsinni „Herði“ sem ásamt maka gerði mislukkaða tilraun til varps í Sauðafelli vestan Hálslóns. Parið hvarf af svæðinu og kom síðar um haustið í ljós á Vestfjörðum og hafði þá tekið sig upp (örugglega ásamt fleiri gæsum sem varp misfórst hjá) og fellt fjaðrir á austur-Grænlandi.

Þessar gæsir völdu frekar að fara 1000 km til norðurs í stað þess að fella flugfjaðrir á Eyjabökkum nokkra km frá varpslóðum. Þarna var líklega um reynslumiklar fullorðnar heiðagæsir að ræða og telja fuglasérfræðingar að fyrsta árs gæsir fari ekki í slíkt langferðalag.  

Hægt er að skoða ferðir Harðar á korti á slóðinni:  http://tracking.wwt.org.uk/maps/pinkfeet.php

Morgunútgáfan á Rás 2 ræddi við Dr. Arnór Sigfússon um ferðir villtra gæsa 4. mars 2015.  Hann kom meðal annars inn á ferðir Harðar.  Hægt er að hlusta á viðtalið á slóðinni:  http://ruv.is/sarpurinn/ras-1/morgunutgafan/20150304

Vísir 2.21 geymir upplýsingar um heiðagæsir á áhrifasvæði virkjunar.

Útlit síðu: