Forsíðutengd

Umferðaröryggi

visir-1.18-slys-2011Bygging og rekstur Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaáls leiða til aukinnar umferðar á áhrifasvæði framkvæmdanna. Aukinn umferð stafar af ferðum starfsmanna til og frá vinnu og flutninga tengdum starfsemi fyrirtækjanna.

Vísir 1.18 vaktar meðal annars slysatíðni á eftirtöldum leiðum: Egilsstaðir – Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður – Reyðarfjörður og Egilsstaðir – Hallormstaðaskógur. Upplýsingarnar eru fengnar unnar úr gögnum frá Vegagerðinni sem safnar upplýsingum um slys á hvern kílómeter. Frá 2010 – 2011 jókst slysatíðni frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar og Egilstaða, en slysatíðni frá Egilstöðum til Hallormstaðaskógs lækkaði. Hins vegar vekur það hvað mesta athygli hversu mikið slysatíðnin lækkaði á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar eftir opnun Fáskrúðsfjarðargangna árið 2005.

Nánar má lesa um umferðaröryggi og samfélagslega veferð í vísi 1.18

Útlit síðu: