Ársfundur 2015

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2015

Skólamiðstöðin á Fáskrúðsfirði 6. maí 2015 kl. 14:00 - 18:00


Fimmti ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var haldinn í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 14 - 18.


Ársfundur 2015

Sérstakt þema fundarins var efnahagsvísar Sjálfbærniverkefnisins og efnahagsmál

Dagskrá


Fundarstjóri:  Gunnar Jónsson, bæjarritari í Fjarðabyggð

 
 

14:00    Setning, Geir Sigurpáll Hlöðversson, Alcoa Fjarðaál

14:10    Niðurstöður vöktunar Sjálfbærniverkefnisins 2014 - efnahagsvísar: Georg Þór Pálsson, Landsvirkjun;   
             Ágústa Björnsdóttir
, Alcoa Fjarðaál; Guðrún Á Jónsdóttir og Sigrún Víglundsdóttir, Austurbrú

14:30    Efnahagsmælikvarðar sveitarfélaga, Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri Fljótsdalshéraðs

14:50    Þróun og helstu efnahagsbreytur samfélagsins - hvað er mælikvarði á árangur? Ásta Kristín
             Sigurjónsdóttir
, verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála hjá Fjarðabyggð

15:10    Kaffi

15:40    Auðstofnar og sjálfbærni - ný stefna fyrir sjálfbærnivísa, Jón Skafti Gestsson, hagfræðingur hjá 
             Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar

16:10    Umræður

16:20    Vinna í hópum

 1.    Hvað einkennir góðan hagvísi?
 2.    Vantar efnahagsvísa í Sjálfbærniverkefnið, hvaða?
 3.    Rýni efnahagsvísa Sjálfbærniverkefnisins: 
  1.  3.1  Ferðaþjónusta
  2.  3.2  Útflutningur Fjarðaáls
  3.  3.3  Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu
 4.    Rýni efnahagsvísa Sjálfbærniverkefnisins:
  1.  3.4  Magn vöru og þjónustu framleitt á Íslandi
  2.  3.5  Fjárhagsstaða sveitarfélaga
  

16:50    Niðurstöður hópastarfs kynntar

17:15
    Nokkrar athyglisverðar niðurstöður vöktunar Sjálfbærniverkefnisins 2014

 • Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu, Helgi Jóhannesson, Landsvirkjun
 • Flúor í grasi, niðurstöður og samskipti við samfélagið, Dagný Björk Reynisdóttir og Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Alcoa Fjarðaál

17:40   Breytingar á vísum - athugasemdir og staðfesting ársfundar á breytingum

17:50    Samantekt / umræður

Þátttakendur

   
 Ágústa Björnsdóttir
Alcoa Fjarðaál
 Árni Jóhann Óðinsson
Landsvirkjun
 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Fjarðabyggð
 Dagbjartur Jónsson
Landsvirkjun
 Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Alcoa Fjarðaál
 Dagný Björk Reynisdóttir
Alcoa Fjarðaál
 Einar Mathiesen
Landsvirkjun
 Freyr Ævarsson
Fljótsdalshérað
 Fríða Björg Eðvarðsdóttir
Landvernd
 Geir Sigurpáll Hlöðversson
Alcoa Fjarðaál
 Georg Þór Pálsson
Landsvirkjun
 Gerður Björk Kjærnested
Landsvirkjun
 Guðlaugur Sæbjörnsson
Fljótsdalshérað
 Guðrún Á. Jónsdóttir
Austurbrú
 Gunnar Jónsson
Fjarðabyggð
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Þekkingarnet Þingeyinga
Helga Guðrún Jónasdóttir
Fjarðabyggð
Helgi Jóhannesson
Landsvirkjun
Hilmar Sigurbjörnsson
Alcoa Fjarðaál
Hjalti Jóhannesson
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri
Ívar Páll Jónsson
Landsvirkjun
Jóhannes Ragnarsson
Tól og tæki sf
Jón Ingimarsson
Landsvirkjun
Jón Skafti Gestsson
Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar
Jóna Árný Þórðardóttir
Austurbrú
Jóna Bjarnadóttir
Landsvirkjun
Karl Friðriksson
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Ketill Hallgrímsson
Alcoa Fjarðaál
Kristín Ágústsdóttir
Náttúrustofa Austurlands
Marinó Stefánsson
Fjarðabyggð
Ottó Valur Kristjánsson
Landsvirkjun
Ragnheiður Ólafsdóttir
Landsvirkjun
Ruth Elfarsdóttir
Alcoa Fjarðaál
Sigbjörn Nökkvi Björnsson
Landsvirkjun
Signý Ormarsdóttir
Austurbrú
Sigrún Víglundsdóttir
Austurbrú
Sigurður Ólafsson
Gagnráð
Sigurþór Örn Arnarson
Landsvirkjun
Sindri Óskarsson
Landsvirkjun
Sverrir H. Sveinbjörnsson
Landsvirkjun
Valdimar O. Hermannsson
HSA
Vilhjálmur Jónsson
Landsvirkjun
Vordís Eiríksdóttir
Alcoa Fjarðaál


Samantekt

Fundarstjóri:  Gunnar Jónsson, bæjarritari Fjarðabyggðar

Setning: Geir Sigurpáll Hlöðversson setti fundinn.  Í setningarræðu sinni kom hann inn á sögu verkefnisins sem varð til árið 2004.   Ársfundur 2015 er fimmti ársfundur verkefnisins.  Ársfundir eru vettvangur fyrir breytingar á mælikvörðum og tenging samfélagsins við verkefnið.

Georg Þór Pálsson fór yfir vöktun Landsvirkjunar á efnahagsvísum á árinu 2014 og sagði frá því að árið 2014 var ákveðið að hafa ekki gestastofu í Végarði eins og hafði verið gert frá árinu 2004.  Í staðinn var staðsettur leiðsögumaður við stífluna tvisvar í viku til að taka á móti gestum.  Hann sýndi líka umferðartölur frá teljara Vegagerðarinnar við Desjarárstíflu og bar saman við aðrar leiðir á Austurlandi.

Ágústa Björnsdóttir fór yfir vöktun Alcoa Fjarðaáls á efnahagsvísum á árinu 2014.  Hún benti á að í vöktunaráætlun vísis 3.2 „Útflutningur Fjarðaáls“ er talað um nettó útflutning, en það sé stærð sem hvergi er skilgreind og lagði til að vísinum verði breytt.  Hún lagði einnig til að vísir 3.4 „Magn vöru og þjónustu framleitt á Íslandi“ verði lagður niður þar sem mat á vísinum sé óáreiðanlegt og hann því illnýtanlegur til ályktana.

Sigrún Víglundsdóttir fór yfir vöktun Austurbrúar á efnahagsvísum.  Vísir 3.1a um hlutfall starfa í hótel- og veitingaþjónustu hefur verið óvirkur þar sem Hagstofan hætti árið 2005 að birta þau gögn. 

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Fljótsdalshéraðs sýndi gögn um íbúaþróun og atvinnuþátttöku á Austurlandi.  Þá ræddi hann þróun útsvarsstofns, skatttekna og framlegð sveitarfélaga en 15% framlegð er æskileg til að sveitarfélög geti rekið sig almennilega og staðið undir skuldbindingum.   

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir fór yfir áhugaverða mælikvarða í samfélaginu og möguleg tengsl Sjálfbærniverkefnisins við hugmyndir um hagstofu Austurlands.

Jón Skafti Gestsson kynnti nokkrar skilgreiningar á hugtakinu „sjálfbærni“  og benti á að þó að merking hugtaksins væri óljós þýddi það alls ekki að það væri gagnslaust.  Hann ræddi einnig um muninn á sterkri og veikri sjálfbærni og flæðivísum og stofnvísum.  Dæmigerðir flæðivísar á borð við þjóðarframleiðslu eða aflatölur  eru varasamir þar sem þeir gefa ekki til kynna undirliggjandi stöðu auðstofnanna sem þeir þiggja af.  Betra er að fylgjast með stofnum á borð við stærð fiskistofna eða skuldum og eignum þjóðarbúsins.  Að lokum sýndi hann dæmi um mögulega efnahagsvísa fyrir Sjálfbærniverkefnið.

Verkefni og niðurstöður hópa

Helgi Jóhannesson sagði frá færslu óss Lagarfljóts og Jöklu.  Fyrsta tilraun til að færa ósinn var kynnt á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2014, en í það skiptið lokaðist ósinn strax. Áætlað var að reyna aftur um haustið en heimamenn voru órólegir yfir vorflóðum og því var reynt aftur strax í júní 2014.  Þá gekk allt vel og í janúar 2015 var gamli ósinn orðinn lokaður.  Grunnvatnshæð við Húsey féll strax við færslu óssins.

Dagný Björk Reynisdóttir og Dagmar Ýr Stefánsdóttir kynntu niðurstöður mælinga á flúor og samskiptum við samfélagið í tengslum við þær.   Komið hefur í ljós að veðrátta er stór áhrifaþáttur.  Eftir að bilun í búnaði olli því að of mikið slapp af flúor í andrúmsloftið kom upp ótti í samfélaginu og hefur Alcoa Fjarðaál unnið með Umhverfisstofnun og Matvælastofnun að því að miðla upplýsingum út í samfélagið.

Breytingar á vísum

Fyrir fundinum lágu tillögur stýrihóps um breytingar á vísum.  Breytingatillögurnar voru samþykktar með minniháttar orðalagsbreytingum. 

Umræður

Fríða Björg Eðvarðsdóttir fulltrúi Landverndar í stýrihóp verkefnisins tók til máls í lok fundar.  Hún ræddi um aðkomu Landverndar að verkefninu en félagið hefur átt fulltrúa í stýrihóp verkefnisins frá upphafi og tók virkan þátt í samráðshópi við mótun verkefnisins.  Fulltrúar Landverndar hafa lagt mikla vinnu í verkefnið og eru stoltir af því.  Á hverjum tíma spyrja þau sig um þátttöku sína í verkefninu og vilja nú leggja áherslu á að verkefnið kalli saman samráðshópinn til að fá nýja sýn í verkefnið og opna umræðuna um vísana og framtíð verkefnisins.  Ræða þarf framtíð Landverndar í stýrihóp og hvort aðrir eigi að taka þeirra sæti.   Fríða sagði einnig að stjórn Landverndar væri einhuga um að fyrir tíu árum hefðu þau frekar viljað sjá framtíðina án virkjunar og álvers en þátttaka þeirra í mótun verkefnisins hefði verið ætluð til að stýra hlutum til besta vegar.  Að lokum þakkaði Fríða Austurbrú fyrir fagleg og góð störf, Alcoa og Landsvirkjun fyrir allt utanumhald verkefnisins og óskaði verkefninu alls hins besta.

Fundinum lauk með samantekt Gunnars Jónssonar.


ErindiHópavinna


Fjórar spurningar voru lagðar fyrir jafnmarga hópa, ein spurning á hóp.  Hver hópur valdi sér fundarstjóra og talsmann sem kynnti niðurstöður.

Hópur 1: Hvað einkennir góðan hagvísi?

 • Hann þarf að taka mið af þróun ákveðins stofns
 • Hann þarf að mæla (geta metið) hvort við rýrum ákveðna auðlind
 • Þróun til lengri eða skemmri tíma
 • Sýna þróun og uppbyggingu samfélagsins
 • Samanburður


Hópur 2: Efnahagur og sjálfbærni. Hvernig má efla efnahagsþáttinn í Sjálfbærniverkefninu?

 • Nýting orku á svæðinu vs. það sem framleitt er á svæðinu
 • Vísar tengdir atvinnufyrirtækjum á svæðinu
 • Fjölgun starfa -> kynjagleraugu (er hluti af samfélagsvísi)
 • Aðkoma fleiri aðila að verkefninu til að fjölga vísum - Hagstofa Austurlands
 • Dreifing starfsmanna Fjarðaáls (samfélagsvísir)
 • Fjöldi nýrra fyrirtækja (hlutfall af starfandi fyrirtækjum)
 • Almennar hagtölur sem styðji myndina
 • Samanburður við landið allt? - Önnur svæði?
 • Tengja tekjuvísa við áhrifaþætti t.d. vinnustundir
 • Hagvöxtur Austurlands - er hægt að mæla hann?
 • Væntingavísitala Austurlands -> er hún eitthvað sem hægt væri að mæla?


Hópur 3: Rýni efnahagsvísa Sjálfbærniverkefnisins:

                  

 • Vísir 3.1 - Ferðaþjónusta
 1. Hlutfall starfa í hótel- og veitingarekstri á Austurlandi og á Íslandi:  Hætta við ef upplýsingar eru ófáanlegar [Athugasemd barst úr sal um að hægt væri að fá þessar upplýsingar frá Ferðamálastofu.  Eftir fundinn var send fyrirspurn til Ferðamálastofu sem vísaði á Hagstofu Íslands.]
 2. Fjöldi gistinátta á hótelum/gistiheimilum á ári á Austurlandi: Bæta við upplýsingum um nýtingu gistirýma - hvað telst mikið og lítið?
 3. Fjöldi farþega í flugi til og frá Egilsstöðum: Bæta við upplýsingum um nýtni m.t.t. stofnvísa, hafa samanburð.
 4. Fjöldi heimsókna til Fjarðaáls og í Fljótsdalsstöð: Þessi vísir segir ekki til um fjölda ferðamanna á svæðinu.  Okkur vantar upplýsingar þar inn, hverju viljum við koma á framfæri? - Bæði Austurland og Ísland.

 • Vísir 3.2 - Útflutningur Fjarðaáls
        

         Vísa athugasemdum Ágústu til stýrihóps t.d. varðandi nettóútflutning.  Heildarvöruútflutningur vs. 
         útflutningur Alcoa Fjarðaáls getur verið gagnlegur ef honum er stillt rétt upp.  Skoða útflutning en ekki
         nettó.

 • Vísir 3.3 - Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu

         Góður vísir


Hópur 4: Rýni efnahagsvísa Sjálfbærniverkefnisins:

                  

 • Vísir 3.4.- Magn vöru og þjónustu framleitt á Íslandi
       

        Vísirinn var ræddur heilmikið og niðurstaðan sú að nauðsynlegt væri að halda áfram að mæla þetta þó
        fram hafi komið ábending um að margt sé þarna huglægt.  Mikilvægt að fá nánari gögn frá fyrirtækjunum,
        sem Alcoa sundurliðaði betur.


 • Vísir 3.5 - Fjárhagsstaða sveitarfélaga

        Hópurinn telur að halda eigi vísinum inni en bæta við framlegð og skuldastöðu sveitarfélaga.  Skuldahlutfallið er heilbrigðisvottorð sveitarfélaga.

Breytingar á vísum

Fyrir fundinum lágu breytingartillögur stýrihóps á nokkrum vísum.  Allar tillögurnar voru samþykktar með minniháttar orðalagsbreytingum.

Breytingar á vísum samþykktar á ársfundi 2015

Myndir


Ársfundur 2015

Hópastarf á ársfundi 2015

Hópastarf á ársfundi 2015

Hópastarf á ársfundi 2015

Hópastarf á ársfundi 2015

Ársfundur 2015

Ársfundur 2015