Ársfundur 2019

Ársfundur 2019

Það veltur allt á gróðrinum

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2019 var haldinn í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði þriðjudaginn 30. apríl kl. 14 - 17 undir yfirskriftinni "Það veltur allt á gróðrinum"

Dagskrá

Fundarstjóri:  Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

14:00     Setning, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli.

14:10     Gróður er góður - um grunnauðlindirnar gróður og jarðveg,    Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi hjá
              Landgræðslunni

14:40     Sambýli gróðurs, beitardýra og iðnaðar á Austurlandi, Guðrún Óskarsdóttirgróðurvistfræðingur hjá
              Náttúrustofu Austurlands

15:10     Áhrif veðurfars og landslags á dreifingu og styrk flúors í gróðri, Erlín Emma Jóhannsdóttir
              sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands

15:30     Kaffihlé

16:00     Áhugaverðar niðurstöður vöktunar

 • Kerrekstur og umhverfismál, Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu og skautsmiðju hjá Alcoa Fjarðaáli
 • Endurheimt gróðurs, Ásrún Elmarsdóttir, Verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun

16:40     Breytingar á vísum

16:50     Samantekt

17:00     Fundarslit.

Þátttakendur

 Aníta Júlíusdóttir Landsvirkjun
 Anna Berg Samúelsdóttir Fjarðabyggð
 Árni Jóhann Óðinsson Landsvirkjun
 Ásrún Elmarsdóttir Landsvirkjun
 Björn Ingimarsson Fljótsdalshérað
 Christoph Merschbrock Austurbrú
 Dagbjartur Jónsson Landsvirkjun
 Dagmar Ýr Stefánsdóttir Alcoa Fjarðaál
 Dagný Björk Reynisdóttir Alcoa Fjarðaál
 Erlín E. Jóhannsdóttir Náttúrustofa Austurlands
 Freyr Ævarsson Fljótsdalshérað
 Guðrún Á. Jónsdóttir Austurbrú
 Guðrún Óskarsdóttir Náttúrustofa Austurlands
 Guðrún Schmidt Landvernd
 Gunnar Gunnarsson Austurfrétt
 Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir Austurbrú
 Hjalti Jóhannesson Háskólinn á Akureyri
 Jóhanna Harpa Árnadóttir Landsvirkjun
 Jóna Árný Þórðardóttir Austurbrú
 Karl Óttar Pétursson Fjarðabyggð
 Kristín Ágústsdóttir Náttúrustofa Austurlands
 Lára Björnsdóttir  
 Lilja Dögg Björgvinsdóttir Austurbrú
 Páll Freysteinsson Alcoa Fjarðaál
 Rúnar Ingi Hjartarson Landgræðslan
 Sigrún Víglundsdóttir Austurbrú
 Sigurður Guðni Sigurðsson Landsvirkjun
 Sindri Óskarsson Landsvirkjun
 Smári Kristinsson Alcoa Fjarðaál
 Snorri Styrkársson Fjarðabyggð
 Sverrir H. Sveinbjörnsson Landsvirkjun
 Unnur B. Karlsdóttir Háskóli Íslands

 

Breytingar á vísum

Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur að breytingum á vísum.

1.1  Kynjahlutfall í vinnuafli

a - liður
Markmið:

 • Var: Landsvirkjun: 60% karlar og 40% konur árið 2015

               Fjarðaál: 50% karlar og 50% konur árið 2015

 • Verður:  Landsvirkjun: 60% karlar og 40% konur árið 2021

                     Fjarðaál: 50% karlar og 50% konur árið 2025

Rökstuðningur:   Uppfærð markmið í jafnréttisstefnu fyrirtækjanna.

1.6 Íslenskum lögum og reglugerðum fylgt

Hvað er mælt:  

 • Var:  Fjöldi atvika á ári þar sem lögum og reglum er ekki fylgt.
 • Verður:  Fjöldi frávika frá starfsleyfum

Áætlun um vöktun:  

 • Var:  Fjarðaál og Landsvirkjun fylgjast með þessum mælikvarða. Hvert atvik verður skráð.
 • Verður:  Talin eru frávik sem koma fram í reglubundnu eftirliti Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Rökstuðningur:  Fyrri mælikvarði er of vítt skilgreindur og óraunhæfur. Fylgst hefur verið með fjölda athugasemda sem hafa komið fram vegna starfsleyfis og er það í samræmi við forsendur fyrir vali á vísi þar sem vísað er til starfsleyfis.

1.12 Vinnumarkaðurinn

a - liður
Áætlun um vöktun

 • Var: Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum. Verktakar skila upplýsingum til þeirra starfsmanna innan fyrirtækja sem bera ábyrgð á vísinum
 • Verður: Starfsmannasvið Landsvirkjunar og mannauðsteymi Fjarðaáls safna þessum upplýsingum jafnóðum.

Rökstuðningur: Ógerlegt er að nálgast gögn frá verktökum.

2.04 - Rof í árbakka Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts

Vöktunaráætlun: 

 • Var: Sniðmyndir eru teknar á árbakka á völdum stöðum og merktar inn á kort. Mælingar verða framkvæmdar á fimm ára fresti.
 • Verður: Árlegar mælingar eru gerðar frá viðmiðunarpunkti (hæll) að bakkabrún. Samhliða eru myndir teknar af bakka.

Rökstuðningur:  Hælar voru settir niður 2005 sem núllpunktar. Hælar geta týnst og þá er settur nýr núllpunktur. Mælt er árlega.

2.09 – Olíu og efnalekar vegna framkvæmda og starfsemi

Hvað er mælt: 

 • Var: Fjölda atvika á ári með lekum yfir 20 lítra og lekum yfir 2000 lítra bæði á landi (virkjun og álver) og frá flutningaskipum sem eru við festar í höfn Fjarðabyggðar. (Áhrif framkvæmda: bein).
 • Verður: Fjölda atvika á ári með lekum yfir 20 lítra og lekum yfir 100 lítra bæði á landi (virkjun og álver) og frá flutningaskipum sem eru við festar í höfn Fjarðabyggðar. (Áhrif framkvæmda: bein).

Markmið: 

 • Var: 0 lekar yfir 20 lítrar – 0 lekar yfir 2.000 lítrar
 • Verður: 0 lekar yfir 20 lítrar – 0 lekar yfir 100 lítrar

Rökstuðningur:  Samkvæmt íslenskri reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi 884/2017 - 61. gr. er viðmið 100 lítrar en grunnviðmið Alcoa er 20 lítrar.