Ársfundur 2019

Ársfundur 2019

Það veltur allt á gróðrinum

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2019 verður haldinn í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði þriðjudaginn 30. apríl kl. 14 - 17 undir yfirskriftinni "Það veltur allt á gróðrinum"

Öll eru velkomin á fundinn, en fólk beðið að skrá þátttöku .

Drög að dagskrá

Fundarstjóri:  Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

14:00     Setning, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli.

14:10     Gróður er góður - um grunnauðlindirnar gróður og jarðveg,    Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi hjá
              Landgræðslunni

14:40     Sambýli gróðurs, beitardýra og iðnaðar á Austurlandi, Guðrún Óskarsdóttirgróðurvistfræðingur hjá
              Náttúrustofu Austurlands

15:10     Áhrif veðurfars og landslags á dreifingu og styrk flúors í gróðri, Erlín Emma Jóhannsdóttir
              sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands

15:30     Kaffihlé

16:00     Áhugaverðar niðurstöður vöktunar

  • Kerrekstur og umhverfismál, Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu og skautsmiðju hjá Alcoa Fjarðaáli

16:40     Breytingar á vísum

16:50     Samantekt

17:00     Fundarslit.

Breytingar á vísum

Á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2019 verða lagðar til breytingar á vísum: 1.1 Kynjahlutfall í vinnuafli , 1.6 Íslenskum lögum og reglugerðum fylgt , 1.12 Vinnumarkaðurinn , 2.04 Rof árbakkaJökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts og 2.09 Olíu og efnalekar vegna framkvæmdaog starfsemi.

Sjá breytingatillögur