Skýrt, gagnsætt og skilvirkt

14.6.2010

Þessi þrjú orð voru vinsælust á fundi samráðshóps Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi þegar hópurinn hittist þann 10. júní síðastliðinn. Áskorun fundarins var að komast að samkomulagi um hverskonar ferli ætti að styðjast við þegar taka þarf ákvörðun um breytingar í verkefninu, t.d. breytingar á vísum og mælikvörðum. Spurt var: „Hvað þarf gott ferli að uppfylla?“

 

Hátt í 40 manns mættu til samráðs að þessu sinni, en öllum sem einhvern tímann hafa tekið þátt í samráðsfundum verkefnisins var boðin þátttaka. Auk þeirra voru starfsmenn eigenda verkefnisins, sem sinna mælingum í verkefnunu, mættir til leiks sem og nýir fulltrúar hagsmunaaðila. Fundurinn heppnaðist mjög vel  í alla staði og þessa dagana er unnið að samantekt þeirrar umræðu sem fór fram í vinnuhópunum. Auk þess að skilgreina hvað gott ferli þarf að uppfylla, lagði hópurinn til hvernig ferli væri æskilegt þegar taka á ákvörðun um breytingar í verkefninu. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu verkefnisins þegar þær liggja fyrir.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn: júní 2010

Skýrt, gagnsætt og skilvirkt

Þessi þrjú orð voru vinsælust á fundi samráðshóps Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi þegar hópurinn hittist þann 10. júní síðastliðinn. Áskorun fundarins var að komast að samkomulagi um hverskonar ferli ætti að styðjast við þegar taka þarf ákvörðun um breytingar í verkefninu, t.d. breytingar á vísum og mælikvörðum. Spurt var: „Hvað þarf gott ferli að uppfylla?“

Lesa meira