Sjálfbær sveitarfélög

5.10.2011

Lífvænlegt umhverfi, félagslegt réttlæti og ábyrg fjármálastjórn er yfirskrift málþings sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 13. október nk.

Málþingið Sjálfbær sveitarfélög er haldið í tengslum við Umhverfisþing 2011 og mun fara fram á fimmtudaginn 13. október kl. 13:00-17:00. Umræðuefnið er sjálfbærni í sveitarfélögum auk þess sem fjallað verður um velferð til framtíðar. Kynning verður á nokkrum verkefnum vítt og breitt um landið sem tengjast sjálfbærri þróun og þar á meðal verður kynning á Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi. Að lokum verður hópavinna og umræður um hvað er mikilvægast í sjálfbæru samfélagi. Hægt er að sjá nánari dagskrá á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn: október 2011

Sjálfbær sveitarfélög

Lífvænlegt umhverfi, félagslegt réttlæti og ábyrg fjármálastjórn er yfirskrift málþings sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 13. október nk.

Lesa meira